Valdníðsla gagnvart erlendum konum viðgengst í íslensku samfélagi

Nichole Leigh Mosty er einn forsprakki Facebook-hóps þar sem konur af erlendum uppruna hafa komið á framfæri sögum sínum af kynferðislegri áreitni, mismunun og ofbeldi.

Auglýsing
Nichole Leigh Mosty
Nichole Leigh Mosty

Nichole Leigh Mosty, fyrr­ver­andi þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, segir að vald­níðsla á erlendum konum við­gang­ist í íslensku sam­fé­lagi. Hún segir nauð­syn­legt að raddir þeirra fái einnig að heyr­ast í metoo-­bylt­ing­unni en stofn­aður var lok­aður Face­book-hópur þar sem þær deildu reynslu­sögum sín­um. 

Hún flutti sjálf til Íslands fyrir 17 árum síð­an. Hún lærði tungu­málið fljótt og segir hún að vegna þess hafi hún notið virð­ingar fyrr en margir aðrir í hennar stöð­u. Hún telur að allir eigi rétt á að fá tæki­færi til að sanna sig í íslensku sam­fé­lagi, burt­séð frá upp­runa. Kjarn­inn spjall­aði við Nichole um hvernig það er að vera útlend­ingur í íslensku sam­fé­lagi og sér­stak­lega í ljósi þeirra frá­sagna erlenda kvenna sem nú eru komnar fram.

„Við þurfum að end­ur­hugsa sem sam­fé­lag hvert við stefn­um,“ segir hún og bendir á að með áfram­hald­andi ástandi muni sam­fé­lagið klofna enn frekar og að nú sé tími til kom­inn að breyta hlut­un­um.

Auglýsing

Verðum að gefa erlendum konum gaum

Hún segir að konur af erlendum upp­runa séu víðs vegar í sam­fé­lag­inu og vinni við ýmiss konar störf. Íslend­ingar og allir verði að gefa þeim gaum og telur hún að opin­berun þess­ara sagna sé einn partur af ákveð­inni vakn­ingu sem verði að eiga sér stað.

Nichole hefur áður greint frá því að erfitt geti reynst að kom­ast inn í íslenskt sam­fé­lag. „Því minni íslensku sem þú talar því erf­ið­ara er að komst inn í sam­fé­lag­ið. Því meiri íslensku sem þú kannt því meira traust er borið til þín,“ segir hún.

Fólk verður fyrir úti­lokun

Hún seg­ist sjálf hafa verið fljót að læra tungu­málið og að eðl­is­fari sé hún opin og eigi auð­velt með að kynn­ast fólki. Það eigi þó engan veg­inn við alla. Hún segir að erfitt geti reynst fyrir erlent fólk að kom­ast inn í félags­skap á vinnu­stöðum og að iðu­lega verði fólk hrein­lega fyrir úti­lok­un. Þá sé mikið um það að fólk af erlendu bergi brotið sæki í hvort annað og myndi tengsl. Hún seg­ist aldrei á sinni ævi hafa kynnst jafn mörgum útlend­ingum og á Íslandi og tengir það við að hún sé sjálf erlend.

Margir sem koma til Íslands eru með menntun og mikla reynslu af ýmiss konar störf­um. Nichole bendir á að mikið sé um að þessi menntun og reynsla sé ekki metin sem skyldi hér á landi. Læknar og kenn­arar vinni því við allt önnur störf og margir hverjir við ræst­ing­ar. „Ég þekki fólk sem hefur starfað á leik­skólum erlend­is, með gráðu í fræð­un­um, sem fá engar stöður hér eða stuðn­ing,“ segir hún.

Hún telur mik­il­vægt að stjórn­völd finni leiðir til að brúa bilið milli þess­ara hópa og að nýta krafta þessa fólks. Hún seg­ist vilja sjá reynslu fólks nýt­ast bet­ur. Það sé slæmt fyrir sam­fé­lagið ef kraftar þess séu ekki nýttir og sé það sóun á þekk­ingu og tæki­færum fyrir land­ið.

Ekki eins komið fram við íslenskar og erlendar konur

N­ichole segir að sög­urnar sem nú eru komnar fram hjá erlendum konum búsettum á Íslandi lýsi vald­níðslu. Þær teng­ist ekki ein­ungis sam­skiptum milli karla og kvenna heldur lýsi ákveðnu mynstri sem sjá megi í íslenski menn­ingu gagn­vart útlend­ing­um. Fólk af erlendum upp­runa eigi það til að ein­angr­ast og búi sú ein­angrun til rými þar sem fólk verður að fórn­ar­lömb­um. Þá verði það skot­mark fyrir ofbeldi og segir hún að þetta sé vel þekkt í menn­ing­unn­i. Hún bendir á að margar erlendar konur búi í þögn­inni þess vegna. 

Hún segir að ekki sé komið fram við íslenskar konur og erlendar með sama hætti. Einnig bendir hún á að iðu­lega séu þessar erlendu konur háðar ger­endum sínum sem setur þær í enn erf­ið­ari aðstæð­ur.

Nú sé aftur á móti kom­inn tími til að tala sam­an. Nichole stofn­aði hóp á Face­book fyrir erlendar konur og var til­gang­ur­inn að fá þær til að tala saman og deila sög­um. Hún segir að ekki hafi allar kon­urnar sem slóg­ust í hóp­inn treyst sér til að segja sína sögu vegna hræðslu við það að ljóstrað yrði upp um þær.

Tími til kom­inn að sýna skiln­ing og kær­leika

Mik­ill munur er á við­horfi Íslend­inga til þess sem þessar konur hafa að segja og vitn­is­burða þeirra íslensku, segir Nichole. „Nei, það er ekki hlustað á þessar kon­ur. Þær eru beittar kerf­is­bund­inni mis­mun­un,“ segir hún og bætir því við að margar konur hafi verið hræddar við segja sögu sína og hætt við. Þær séu hræddar við afleið­ing­arn­ar. Hún von­ast aftur á móti til þess að sög­urnar sýni fram á að breyt­inga sé þörf.

Nichole segir að eitt sé víst: Þessar konur eru til­búnar að styðja hvor aðra. Þær gefi hvor annarri ráð og sam­sami sig við hvor aðra. Hún segir að sumar sög­urnar hafi komið sér á óvart og að hún hafi fyrst ekki viljað trúa þessu. „What the fuck, konur sem koma til Íslands í kyn­lífs­þræl­dóm. Þetta er svo gróft en þetta er Ísland,“ segir hún.

„Ég vona að fólk lesi þetta og taki mið af þess­ari til­finn­ingu. Og það spyrji sig: Hvað get ég gert? Hvað þarf að ger­a?“ segir hún og nú von­ist hún til að allir fari að sýna öðrum mann­eskjum kær­leika og skiln­ing. Þannig byrjum við að bæta ástand­ið, að miðla upp­lýs­ingum og leggja okkur fram við að hlusta á aðra og sýna áhuga. „Við þurfum öll að taka þátt til að bæta sam­fé­lag­ið,“ segir hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk