Börn af erlendum uppruna mótast af viðhorfinu sem tekur við þeim

Með sívaxandi fjölda fólks af erlendum uppruna sem flytur til landsins hefur hópur tekið sig saman á Ísafirði og þróað námskeið til að styrkja sjálfsmynd barna og örva málvitund þeirra í nýjum heimkynnum.

Tungumálaskrúðgangan á Ísafirði 2017
Tungumálaskrúðgangan á Ísafirði 2017
Auglýsing

Málörvun barna er mjög mik­il­væg og hægt er að nota marg­breyti­leika tungu­máls­ins til að skilja hvert ann­að. Ekki þarf ein­ungis eitt tungu­mál til þess. Þetta segir Anna Hildur Hildi­brands­dótt­ir, ein for­svars­manna sum­ar­nám­skeiðs­ins Tungu­mála­töfrar á Ísa­firði. Nám­skeiðið er ætlað fjöl­tyngdum börnum og er mark­mið þess að búa til málörvandi umhverfi í gegnum list­kennslu. Það er hugsað fyrir íslensk börn sem hafa fæðst erlendis eða flutt til ann­arra landa og börn af erlendum upp­runa sem hafa sest að hér á landi. Það er þó opið öllum börnum og verður það haldið 6. til 11. ágúst næst­kom­andi sum­ar.

„Við eigum líka að bera virð­ingu fyrir fjöl­breyti­leik­anum og hvetja fólk til að aðlag­ast. Við skulum gera það fal­lega og eiga í sam­ræð­u,“ segir Anna Hild­ur. Hún telur mik­il­vægt að Íslend­ingar geri sér grein fyrir því að inn­flytj­endur komi með þekk­ingu inn í sam­fé­lagið og að þeir mót­ist enn fremur af við­horf­inu sem tekur við þeim. „Ef þessi börn fá örvandi umhverfi þegar þau koma hingað til lands þá eru þau betur í stakk búin fyrir líf­ið,“ segir hún.

Þekkir það sjálf að vera inn­flytj­andi

Anna Hildur HildibrandsdóttirAnna Hildur er ein þeirra sem kom verk­efn­inu á kopp­inn en hún er nú búsett í London í Bret­landi. Hug­myndin kom til hennar dag­inn eftir Brexit þegar Bretar kusu úrsögn úr Evr­ópu­sam­band­inu. En hugs­unin risti þó dýpra því sem inn­flytj­andi í Bret­landi þá vissi hún af eigin reynslu hvernig sú til­finn­ing er. „Ég hugs­aði meira eftir Brex­it-­kosn­ing­arnar um það sem inn­flytj­endur heims­ins eiga sam­eig­in­legt þótt ég geri mér grein fyrir að ég sé hvítur for­rétt­inda­inn­flytj­andi. En um leið fór ég að hugsa til þess að ég vildi að barna­börnin mín hefðu aðgang að málörvandi umhverf­i,“ segir hún. Anna Hildur ól dætur sínar tvær upp í London og gekk vel, að hennar sögn, að kenna þeim og við­halda íslensk­unni enda hafi móð­ur­málið verið talað á heim­il­inu. Hún segir að hlut­irnir hafi þó farið að flækj­ast þegar önnur kyn­slóð fædd­ist en makar dætra hennar eru bresk­ir. Þar af leið­andi sé krefj­andi fyrir barna­börnin hennar að læra íslensk­una.

Auglýsing

Anna Hildur og fjöl­skylda hennar eiga sum­ar­heim­ili á Ísa­firði og dvelja þau þar iðu­lega á sumr­in. Hún fór til að mynda með annað barna­barn sitt til Ísa­fjarðar síð­ast­liðið sum­ar, meðal ann­ars til að fara á nám­skeið­ið, og segir hún að það hafi haft gríð­ar­lega góð áhrif á dreng­inn. Hún segir að fólkið fyrir vestan sé alla­jafna mjög með­vitað um þessi mál, sér­stak­lega kenn­ar­ar. „Það er hvergi betra að vera útlend­ingur á Íslandi en fyrir vest­an,“ segir hún og hlær. Við­brögðin hafi ekki látið á sér standa og bætir hún því við að hug­mynd­inni hafi verið tekið mjög vel á Ísa­firði.

Þörf fyrir málörvun mikil

Börn á Ísafirði Mynd: Isabel Alejandra DíazTil­gang­ur­inn með nám­skeið­inu fyrir börnin er í raun marg­þætt­ur, að sögn skipu­leggj­enda. Eitt mik­il­vægt mark­mið er að styrkja sjálfs­mynd barn­anna með því að við­halda móð­ur­máli þeirra. Anna Hildur bendir á að eftir því sem kyn­slóð­irnar verða fleiri í nýjum heim­kynnum þá verður þörfin fyrir málörvun meiri. Hún segir að mikil sjálf­styrk­ing sé fólgin í því fyrir tví­tyngd börn að hitta aðra krakka sem eru á sama báti. Þau sjái kosti þess að kunna tvö tungu­mál og verði því opn­ari fyrir því að rækta málið sem þau nota minna. Þau geti verið stolt af því þegar þeim er kennt hvernig það nýt­ist þeim.

„Við ætlum einnig að nýta verk­efnið til að ná til flótta­manna­fjöl­skyldn­anna sem voru að flytja til Ísa­fjarð­ar­bæj­ar,“ segir Anna Hild­ur. Nú geta 5 til 10 ára krakkar sótt verk­efnið en ald­urs­hóp­ur­inn var áður 5 til 8 ára. Þetta er gert til þess að fleiri krakkar geti tekið þátt ekki síst úr ranni þeirra sem eru nýkomn­ir. Hún bendir á að þetta sé sam­fé­lags­verk­efni og hefur hún per­sónu­lega mikla trú á því.

Vilja fagna fjöl­breyti­leik­anum árlega

Verk­efnið var fram­kvæmt í fyrsta skipti í fyrra­sumar sem til­raun með styrk frá Ísa­fjarð­arbæ og þremur kenn­urum sem mót­uðu aðferða­fræð­ina. Krakk­arnir sem voru hvaðanæva af úr heim­inum tóku þátt í ýmiss konar atburð­um, til að mynda bjuggu þau til bát úr mjólk­ur­fernu og hvert og sungu lag með texta sem þau gátu sjálf búið til um bát­inn. Kenn­ar­arnir leiddu þau í gegnum verk­efnið með tón­list og mynd­list og telur Anna Hildur það ein­stak­lega góða leið til að miðla þekk­ingu, sér­stak­lega í hóp sem þess­um.

Mynd­list­ar­kon­urnar Ólöf Dóm­hildur Jóhanns­dóttir og Nína Ivanova ásamt tón­list­ar­kenn­ar­anum og gít­ar­leik­ar­anum Jóni Gunn­ari Bier­ing Mar­geirs­syni munu leiða börnin áfram á kom­andi nám­skeiði í gegnum mynd­list, sögur og tón­list. Með þeim er verk­efna­stjór­inn Isa­bel Alej­andra Díaz sem er sjálf inn­flytj­andi á Ísa­firði. Anna Hildur segir þetta vera stór­kost­leg nálgun og að allir sem fylgd­ust með síð­ast­liðið sumar hafi orðið heill­aðir af.

Í lok nám­skeiðs­ins var haldin svokölluð Tungu­mála­skrúð­ganga sem verður héðan í frá haldin árlega, að sögn Önnu Hild­ar. Til að byrja með var til­gang­ur­inn ein­ungis að loka nám­skeið­inu en á end­anum varð þetta 100 manna skrúð­ganga. Hún segir að út frá því hafi sprottið upp sú hug­mynd að fagna fjöl­breyti­leik­anum árlega, þar sem allir taki þátt. Til stendur að hafa skrúð­göng­una hvern laug­ar­dag eftir Versl­un­ar­manna­helg­ina og verður þetta því vísir að bæj­ar­há­tíð, að sögn Önnu Hild­ar. Jafn­framt verði gert mun meira úr göng­unni í ár, þar sem búist er við mik­illi veislu, bún­ingum og fánum og mat­ar­tjöld verða sett upp þar sem mis­mun­andi mat­ar­menn­ing verður kynnt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk