Baráttukona bjartsýn á myrkum tímum

Helga Brekkan hitti Olgu Romanova blaða- og baráttukonu og spjölluðu þær saman um mannréttindabaráttu hennar en hún stofnaði hjálparsamtökin „Rússland í fangelsi“ eftir að hún kynntist spillingunni, ofbeldinu og grimmdinni þar í landi.

Olga Romanova blaða- og baráttukona.
Olga Romanova blaða- og baráttukona.
Auglýsing

Rúss­land er í raun mjög frjálst land tæki­færa. Þú getur náð hárri stöðu, grætt pen­inga og orðið fræg en með einu skil­yrði. Þú mátt ekki skipta þér af stjórn­mál­um. Þá ert þú góð­borg­ari Pútín­lands. En ef þú ferð að kvarta yfir slæmum loft­gæðum eða að yfir­völd sleppi eitri í ána sem rennur gegnum bæinn. Eða ef þér finnst ekki rétt að þús­undir hunda og katta séu skotnir úti á götum fyrir HM í fót­bolta. Þá ertu komin út á hálan ís og getur ekki lengur treyst á vel­gengni. Það versnar ef þú heldur áfram og spyrð hvers vegna verða vinir Pútíns bara rík­ari og rík­ari? Þá spyrja yfir­völd enn hærra til­baka hvað sé eig­in­lega að þér og hvaðan hefur þú fengið pen­inga til að reka hjálp­ar­sam­tök?

Þetta segir blaða- og mann­rétt­inda­bar­áttu­konan Olga Roma­nova á nýju heim­ili sínu í Berlín.

Nú hef ég búið í Berlín síðan í sept­em­ber 2017 og veit ekki hvenær ég get snúið aftur til Moskvu. Auð­vitað vil ég það, ég er rúss­nesk og þar á ég og fjöl­skylda mín heima.

Auglýsing

Hvað gerð­ist í Moskvu í júní 2017? 

Snemma morg­uns birt­ust þeir með hús­leit­ar­heim­ildir á skrif­stofu okk­ar. Ástæðan var sögð grunur um mis­notkun á opin­beru fé, sem við höfum aldrei feng­ið. Við erum góð­gerða­sam­tök og einnig í stjórn­ar­and­stöðu, hvaðan ættum við að hafa fengið opin­bert fé? Auk þess stóð ein­hver summa á blað­inu í doll­ur­um, ef fé er greitt í Rúss­landi þá er það í rúbl­um.

Ég spurði emb­ætt­is­menn­ina og fékk bara svar­ið: „Já, þú skilur þetta.“

Og auð­vitað geri ég það. Ég er góð í við­skipt­um. Að ásaka mig um mis­notkun á fé er bara afsök­un.

Vildu þeir að þú yfir­gæfir land­ið? 

Nei, þeir vildu loka mig inni í fang­elsi. Til þess að skaða mig og einnig að skemma fyrir sam­tök­unum sem njóta mik­illar virð­ing­ar. Þeir hata mig.  


Olga Roma­nova varð þekkt sem sjón­varps­frétta­kona í Moskvu á tíunda ára­tugnum og hefur unnið til fjölda verð­launa. Þar á meðal „Free Press of Eastern Europe“ og tvisvar TEFI verð­laun­in. Hún lét af störfum í sjón­varpi árið 2005 eftir kröfur um rit­skoðun og starf­aði eftir það á blöðum og tíma­rit­um.

Þessir miðlar voru smám saman lagðir niður eða rit­skoð­að­ir. Ég hætti að vinna sem blaða­maður og hóf mann­rétt­inda­bar­áttu þegar mað­ur­inn minn Alexey Kozlov var hand­tek­inn árið 2008 og bor­inn röngum sök­um. Við­skipta­fé­lagi hans Vla­dimir Slut­sker fyrr­ver­andi þing­maður og vel tengdur vald­höfum reyndi að koma honum á kné.

Etir hand­töku eig­in­manns­ins fór Olga að skrifa „blogg eig­in­konu fanga“ og hjálp­aði fólki í við­skiptum við að takast á við svip­aða erf­ið­leika.

Sem blaða­maður hélt ég að ég þekkti Rúss­land. En gerði mér grein fyrir því að svo var ekki. Fang­elsin eru hinn stóri ósýni­legi hluti þessa víð­feðma lands þar sem hund­ruðir þús­unda sitja inni. Síðan eru það börn fanga og vin­ir, varð­menn og dóm­ar­ar, sak­sókn­arar og fleiri.

Ég hafði lesið bækur um rúss­nesk fang­elsi og hélt að ég þekkti þetta. Þegar ég sjálf komst í snert­ingu við þennan heim skildi ég einnig að eng­inn annar mundi hjálpa mér.

Ég stofn­aði hjálp­ar­sam­tökin „Rúss­land í fang­elsi“, eftir að ég kynnt­ist spill­ing­unni, ofbeld­inu og grimmd­inni. Það sem ég lærði af bar­átt­unni fyrir Alexey og aðra nýt­ist mér í starfi sam­tak­anna.

Á meðan Alexey sat í fang­elsi frá 2008 var gerð heim­ilda­myndin „Frelsum ást­ina“ um þau Olgu og fleiri pör þar sem annað sat í fang­elsi. Olga skrif­aði einnig pistla í Novaya Gazeta um bar­áttu sína við fang­els­is­yf­ir­völd. Blogg hennar og Alex­eys varð seinna bókin „Bútirka“ en það er nafnið á fang­els­inu þar sem hann sat fyrst mán­uðum saman í yfir­fullum klefa.

Butirka, bók Olgu & Alexeys. Mynd: Úr einkasafni.

Fyrst var Alexey dæmdur í átta ára fang­elsi en sá dómur var lækk­aður í fimm árið 2011.   

Á meðan Olga barð­ist í rétt­ar­sölum tók hún einnig þátt í stofnun sam­taka gegn kosn­inga­svindli og spill­ingu. Með henni voru rit­höf­und­ur­inn Boris Akunin og sjón­varps­mað­ur­inn Leonid Parfyonov. Þau skipu­lögðu fundi með stjórn­ar­and­stæð­ingnum Boris Nemtsov árið 2011 og 2012.  

Þús­undir mót­mæltu kosn­inga­svindli og spill­ingu á götum Moskvu og um allt Rúss­land. Olga var einnig í fram­boði í Moskvu en ákvað að helga sig í stað­inn bar­átt­unni fyrir Alexey og öðrum föng­um. 

Alexey var síðan sleppt úr fang­els­inu í vinnu­búðum Perm árið 2013. Hann hafði þá setið sak­laus í fang­elsi í tæp fimm ár. Vinna sam­tak­anna „Rúss­land í fang­elsi“ bar árangur en það er mjög margt eftir ógert. Við bendum stöðugt á vanda­málin undir stjórn fang­els­is­yf­ir­valda FSIN. Þar sitja fyrr­ver­andi starfs­menn leyni­þjón­ust­unnar FSB við stjórn. Auð­vitað vilja þeir losna við mig og loka sam­tök­un­um.

Hvernig eru tengsl þín við sam­tökin núna? 

Starf mitt fyrir sam­tökin heldur áfram eins og venju­lega. Á morgn­ana opnum við spjallið hjá „Rúss­landi í fang­elsi“ bjóðum góðan dag og vinnan hefst. Nú á dögum þarf maður jú ekki að vera lík­am­lega á staðn­um. Vinnan heldur ein­fald­lega áfram.  


En fyrir sam­starfs­fólk þitt í Moskvu er staðan ekki hættu­leg fyrir þau? 

Jú, á vegum skrif­stof­unnar í Moskvu starfa 18 manns. Við erum með skrif­stofu í Nowosi­birsk og opnum á þessu ári í St. Pét­urs­borg og Jaros­lawl. Allt starfs­fólk sam­tak­anna hefur setið í fang­elsi. Ég hef oft grín­ast með það að ég sé öðru­vísi að því leyti, en nú slapp ég með skrekk­inn frá því að lenda þar sjálf. Auð­vitað hafa þau áhyggjur en þau þekkja fang­els­is­heim­inn vel. Við höfum aðstoðað fólk árum saman og getum einnig hjálpað okkur sjálf­um.   

Hvernig fer starfið fram? 

Við hjálpum um 3000 fjöl­skyldum á ári þar sem fjöl­skyldu­með­limur situr í fang­elsi. Ef ein­hver situr inni sak­laus, í Rúss­landi er það um þriðj­ungur fanga, reynum við að skapa mikla umræðu og varpa ljósi á það. Við hjálpum þeim sem þurfa á hjálp að halda. Fjöl­skyld­urnar eiga um sárt að binda og oft er það fyr­ir­vinnan sem hverf­ur. Við greiðum lög­fræð­ing­um, aðstoðum konur og börn. Og ef ein­hver er pynt­aður eða veikur í fang­elsi þá aðstoðum við hann, sama hvaða glæp við­kom­andi kann að hafa framið. Ef hægt er bregð­ast við laga­lega þá gerum við það. Það er sjald­gæft því dóm­arar lesa ekki kvart­anir sem þeim ber­ast. Hins vegar má senda fax til Hæsta­réttar og spyrja óþægi­legra spurn­inga til dæmis um for­tíð yfir­dóm­ar­ans. Við sláum ekki fanga­verði með kylfum eða hengjum þá upp á hand­járnum eins og þeir gera. En við vekjum athygli á þannig fram­komu.

Við höfum einnig skrif­aði víð­tæka skýrslu um það hvernig hægt er að end­ur­bæta rúss­neska fang­els­is­kerf­ið. Það hefur ekki verið gert síðan 1953 og er svo sann­ar­lega kom­inn tími til.

Olga Roma­nova hefur kynnt sér fang­elsi í mörgum löndum og ég spyr hana hvar eru bestu fang­elsin að hennar mati.

Í Nor­egi þar er allt til fyr­ir­mynd­ar. En við verðum nátt­úru­lega að vera raunsæ og reyna að breyta því sem við get­um. Í Rúss­landi þurfa fang­elsin á ákveðnum fjölda fanga að halda til að fá fjár­magn frá yfir­völd­um. Spill­ing og ofbeldi er því sam­ofið kerf­inu. Því fleiri rétt­ar­höld og fangar því meiri pen­ingar fyrir sak­sókn­ara og lög­fræð­inga. Þetta fjallar bara um pen­inga fyrir suma.   

Alexy Kozlov í fangelsi. Mynd: Úr einkasafni.

Hvaðan koma pen­ing­arnir til að reka sam­tökin ykk­ar? 

„Rúss­land í fang­elsi“ sam­anstendur af þremur hlut­um. Eitt eru félaga­sam­tök, eitt hjálp­ar­sam­tök sem eru skráð hjá hinum opin­bera og eitt er fyr­ir­tæki. Ég er skráður yfir­maður allra þriggja. Fyr­ir­tækið rann­sakar mis­mun­andi hliðar rúss­neska fang­els­is­kerf­is­ins og hefur m.a. Skrifað betr­un­ar­til­lög­ur. Það verk­efni kom frá fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Alexej Kudrin og fyr­ir­tækið fékk eina milljón rúblna til þess. (1.8 millj iskr.) Þessa pen­inga tók ég inn og færði áfram í hjálp­ar­sjóð­inn. Eig­in­lega áfram til mín. Auk þess hefur fyr­ir­tæki mitt einnig fengið verk­efni frá Lewa­da- Centrum til að fram­kvæma skoð­ana­könnun á gyð­inga­hatri í rúss­neskum fang­els­um. Það sem við fáum til að fram kvæma pöntuð verk­efni er um það bil 5% af fjár­hags­á­ætlun okk­ar. 70% kemur frá sex vel­gjörð­ar­mönn­um. Afgang­ur­inn frá fjár­söfn­un­um. Eitt sem hefur breyst hvað mig varðar í Berlín: Ég sá um að safna þessu fé þegar ég var í Rúss­landi. Það geri ég nú frá Þýska­landi.

En opin­bert rúss­neskt fé höfum við aldrei fengið og ekki heldur fjár­mögnun frá útlönd­um. Reyndar vorum við nú að fá skrán­ingu hjá ESB og munum því innan skamms setja upp Evr­ópu­fána á skrif­stofum okk­ar.

Verða sam­tökin þá ekki að skrá sig sem "er­lenda aðila" eins og mörg óháð sam­tök í Rúss­landi? 

Jú auð­vit­að, en við ætlum ekki að skrá okkur sjálf. Ef þeir vilja gera það þá gott og vel. Þá gerum við eins og Memori­al, þau skrifa að þau séu sam­kvæmt fyr­ir­mælum Dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins erlendur aðili.   

Olga stendur upp og þurrkar með fingrinum ofan af skáp, skoðar hvort þar sé ryk.

Í næstu viku kemur móðir mín frá Moskvu hingað til Berlínar í heim­sókn. Hún er á átt­ræð­is­aldri og hefur aldrei ferð­ast frá Rúss­landi hvað þá með flug­vél. Ég er búin að bóka miða á söng­leik fyrir okkur og hlakka til að sýna henni borg­ina.

Næst þegar ég hitti Olgu í Berlín er það á sjón­varps­stöð­inni Ost-West þar sem hún vinnur sem pistla­höf­und­ur. Pist­ill dags­ins fjallar um elds­voð­ann sem geis­aði dag­inn áður í versl­un­ar­mið­stöð í Kem­er­ovo í Síber­íu. Hún lýsir samúð sinni með aðstand­end­um þeirra 64 sem létu líf­ið. Síðan segir hún að þetta sé því miður aðeins eitt af mörgum dæmum um áhrif spill­ingar í Rúss­landi. Þar sem bruna­ör­yggi er fórnað fyrir snöggan gróða. Frammi bíður Alexey eig­in­maður Olgu sem er í heim­sókn frá Moskvu. Ljúfur maður sem er greini­lega glaður að hitta eig­in­kon­una aft­ur.

„Olga er alltaf dug­leg og bjart­sýn. Það var hún sem hélt alltaf bjart­sýn­inni og bar­áttu­and­anum þegar ég sat í fang­elsi,“ segir hann.

Dag­inn eftir ætla hjónin saman í stutt frí. Síðan fer hann aftur heim til Moskvu þar sem hann heldur m.a. áfram að vinna fyrir sam­tökin „Rúss­land í fang­elsi“.

Alexey & Olga í réttarsal Mynd: Úr einkasafni.

Ég vil fara heim ... en ég veit ekki hvenær það verður mögu­legt. Reyndar þá finnst mér ég vera eins og í öðrum hluta Moskvu. Ég hitti mikið af vinum og kunn­ingj­um. Blaða­menn, lista­menn og rit­höf­undar sem hafa þurft að yfir­gefa Rúss­land. Annað dýr­mætt sem ég upp­lifi hér er að ég hitti og vinn með mörgum frá Úkra­ínu. Það er óhugs­andi í Rúss­landi í dag. Ég hef engan áhuga á því lengur að stöðugt þurfa að lýsa því yfir að ég sé á móti her­nám­inu á Krím­skaga og gegn stríð­inu í Úkra­ínu. Hér í Berlín þarf ég þess ekki þó það séu margir rússar í Þýska­landi sem styðja Pútín.

Í Þýska­landi búa um 3 millj­ónir rússa og fjöldi þeirra horfir á rúss­neskt rík­is­sjón­varp. Ost-West er til­raun til þess að spyrna við áróðri frá Kreml og veita upp­lýs­ingar á rúss­nesku um Þýska­land og Rúss­land, stjórn­mál og menn­ingu. Stöðin er með 100.000 áskrif­endur á net­in­u. 

Þann 26. apríl kynnt­i Olga nýja bók eftir sig í beinni útsend­ingu á Ost-West að við­stöddum blaða­mönn­um. Bókin sem ber nafn sam­tak­anna „Rúss­land í fang­elsi“ byggir á sögum sem hún hefur heyrt og safnað frá því að hún stofn­aði sam­tök­in. Fyrsta prentun bók­ar­inn seld­ist strax upp í Rúss­landi. Mynd­skreyt­ingar eru eftir Oleg Navalny bróður Alexey Naval­nys stjórn­ar­and­stæð­ings. Oleg situr í fang­elsi en mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hefur úrskurðað þann dóm rang­an.

Sög­urnar í bók­inni bera þess merki að fang­els­is­heim­ur­inn er heimur kvenna. 

Konur í fang­elsi fá engar heim­sóknir frá karl­mönnum en aftur á móti standa konur í bið­röðum fyrir utan fang­elsin með nauð­synja­vörur handa eig­in­mönn­um, feðrum eða sonum sín­um. Ef þar stendur karl­maður þá er hann örugg­lega að heim­sækja föður eða son sem situr inni. Konur í Rúss­landi lifa erf­iðu lífi og stefna stjórn­valda bætir ekki stöðu þeirra.  
 

Af hverju skrif­aðir þú þessa bók? 

Þegar ég skrif­aði bók­ina ótt­að­ist ég að hafa gleymt. Að gleyma ein­hverju af öllu því mik­il­væga sem ég hef lært af kynnum mínum og fang­els­is­sögum und­an­farin tíu ár. Ég breytti sumum nöfnum og stað­ar­hátt­um. Eða sam­ein­aði nokkrar per­sónur í eina. Sumar sögur fór ég vand­lega yfir í sam­ræmi við vitn­is­burði og dóms­skjöl. Því er ein sagan um óhefð­bundið líf frægs dóm­ara í Moskvu. Auð­vitað fjar­lægi ég nöfn­in, þó að per­sónan virð­ist auð­þekkj­an­leg.

Oft­ast ef ein­stæð móðir fer í fang­elsi fara börnin á mun­að­ar­leys­ingja­heim­ili. Þá er eng­inn til þess að fara með þau í heim­sókn til móð­ur­innar sem situr kannski í hund­ruða kíló­metra fjar­lægð. Ein sagan fjallar um þannig ferða­lag barns á Ark­hang­elsk svæð­inu. Barn sem er í áfalli bæði af löngu ferða­lagi með ókunn­ugum og síðan að hitta konu sem kallar sig mömmu og býr á hræði­legum stað.  
 

Eru þetta hræði­legar sög­ur? 

Reyndar held ég að bókin mín sé ekki hræði­leg. Þó margir atburðir séu það. Hún fjallar líka um ást sam­kennd og það hvernig fólk hjálpar hvert öðru við hræði­legar aðstæð­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk