Karolina Fund: Þegar ég fróa mér

Íris Stefanía Skúladóttir safnar sögum um sjálfsfróun kvenna og gefur út í riti.

Sjálfsfróunarsögur kvenna.
Auglýsing

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Þegar ég var fjórtán ára þá gerði ég tilraun, ásamt vinkonu minni, til þess að opna umræðuna um sjálfsfróun kvenna því okkur fannst strákarnir í kringum okkur algjörlega eiga þessa umræðu. Við höfðum einnig rekist á könnun þar sem stóð að af stelpum og strákum á okkar aldri þá fróuðu 20% kvenna sér en 80% karla. Okkur fannst eitthvað bogið við þessar niðurstöður og langaði að skoða þetta frekar. 

Auglýsing
Við fengum bæði strákana og stelpurnar í bekknum með okkur í lið og ætluðum að gera könnun og mæla hlutfall á milli kynjanna í bekknum með það að leiðarljósi að opna umræðuna og skapa samtal á milli kynjanna þar sem bæði kynin hefðu tilkall til umræðunnar. En þegar kom að framkvæmd könnunarinnar þá var það ungur kvenkyns kennari sem stöðvaði hana. Skilaboðin voru að þetta mætti ekki ræða. Síðan þá hefur það brunnið á mér að ræða þessi mál. Í haust byrjaði ég í meistaranámi í sviðslistum í LHÍ og mun þetta efni vera mín rannsókn út námið.“

Segðu okkur frá þema verkefnisins?

„Þemað er kynhegðun fólks með fókus á konuna. Ég set þennan fókus því eins og rannsóknir sýna að þá er narratívan þegar kemur að gagnkynhneigðu kynlífi mjög einsleit og miðar ekki að því að báðir aðilar fái fullnægingu. Þegar maðurinn er búinn að fá það að þá er kynlífið búið, burt séð frá því hvort konan hafi fengið það eða ekki. Það er meira svona bónus. Sem er synd. Íris Stefanía safnar fyrir verkefninu á Karolina fund.

Konur eiga erfiðara með að fá það með mönnum og ætti því að setja fókus á hennar fullnægingu. Til gamans má geta að ég las rannsókn sem sýndi að lesbískar konur fá það sex sinnum oftar en gagnkynhneigðar konur í kynlífi sem tengist þessari narratívu sem ég kom aðeins inn á en hún er ekki eins skýr þegar kemur að samkynhneigðu kynlífi nefnilega. Þurfa því einstaklingar sem sofa hjá sama kyni að byrja á að finna út hvað þeim finnst best því það er ekki búið að segja þeim, í bíómyndum og bókum og fleira, hvernig þeir eiga að haga sér í kynlífi.Íris Stefanía Skúladóttir 

Með því að byrja á þessum stað, að safna sjálfsfróunarsögum, þá er ég að opna á umræðuna um mál sem er enn þá tabú og mikil leynd er yfir. Markmiðið er að hvetja konur, ungar konur og unglinga til þess að finna hvað þeim finnst best, læra inn á eigin líkama og njóta þess að njóta kynlífs með sér sjálfum og öðrum.

Ég sé þetta verkefni ekki sem endapunkt heldur upphaf af einhverju stærra. Ég er rétt að byrja. Mig langar líka að bjóða öllum áhugasömum að koma á útgáfusýningu sem haldin verður í Gallerý Port að Laugarvegi 23b. Þar geta þeir sem keyptu ritið sótt það og um leið notið myndlistar, upplestrar og léttra veitinga með okkur. “

Hér má skoða og styrkja verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk