Þetta er verkefni sem Spessi og tónlistarmennirnir Óskar Guðjónsson, Ómar Guðjónsson Samúel, Jón Samúelsson, Helgi Svavar Helgason, Kjartan Hákonarson, Haukur Grondal og Matthías Hemstock unnu saman fyrir sýningu Spessa 111. Það kom til þannig að Spessi og Ámundi Sigurðsson hönnuðu bókina 111 eins og heimildamynd og tónlist The Clash var spiluð undir. Lögin sem voru notuð voru; London calling sem var fyrir inngang bókarinnar, Should I stay or should I go og Guns of Brixton voru meginkafli bókarinnar. Í niðurlagi bókarinnar kom svo Magnificent seven. Haukur Gröndal útsetti þessi lög Clash fyrir brassband til að spila á opnun sýningar Spessa á Listahátíð í sumar. Þeir fengu nafnið Magnificent 7 og mynduðu svokallað second line skrúðgönguband á opnuninni. Það var ljóst þá að það var eitthvað við þessi lög Clash í þessum búningi sem þyrfti að gera meira með. Þá stakk Sammi uppá því að gerðar yrðu 111 vínylplötur.
Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?
Þegar ég var að vinna 111 vann ég þetta eins og heimildarmynd þó þetta væri myndlistarverk. Samhliða sýningunni kom út bók, 111. Við Ámundi Sigurðsson settum bókina upp með taktinn úr lögum The Clash í eyrunum. Ég fór í gegnum allan Clash katalókin og valdi þessi lög. Tónlist Clash passaði alveg við þessar myndir. Pólitíkin í textunum munstraðist vel við myndirnar og pólitíkina í bókinni.
Þegar leið að sýningaropnun hafði Óskar Guðjónsson vinur minn samband við mig og spyr hvort að han ætti ekki að gera eitthvað gigg á opnuninni. Þá sagði ég Óskari frá pælingum okkar Ámunda með bókina og það varð úr að við ákváðum að nota Clash á opnun sýningarinnar það eru þau lög sem eru á þessum vinyl sem við erum að safna fyrir. Í sameiningu ákváðum við Óskar að gera þetta New Orleans second line (jarðarfara mars) stíl. Og á opnuninni Marseraði hljómsveitin eftir göngustígnum sem gengur í gegnum Fellin og stoppaði fyrir framan Galleríið og spilaði þar fyrir gesti. Síðan marseraði hljómsveitin sömu leið og þeir komu í Laginu Guns of Brixton. (Það er til vídeó af þessu)
Segðu okkur frá þema verkefnisins
Þetta er byggt utanum gleðina og góðan vinskap, þegar vinir hittast þá gerist einhver galdur og úr verður allskonar. Í þetta skipti kom hugmynd af vinyl og svo fannst okkur bara góð hugmynd að kýla á það!
Það væri náttúrulega ekkert verkefni ef mér hefði ekki verið svona vel tekið af Breiðhyltingum sem opnuðu heimili sitt og hjarta fyrir mér og það leiddi mig svo áfram í frábæra sýningu á Listahátíð sem mættu yfir 600 manns að sjá, bókin sem kom út á sama tíma seldist upp hjá útgefanda eins og skot, og var önnur prentun að detta í hús. Þeir sem vilja tryggja sér bók, vinylinn , mynd eða hreinlega tónleika með bandinu geta tryggt sér þetta allt á Karolina Fund.
Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið.
https://www.karolinafund.com/project/view/2270