Mest lesnu fréttir ársins 2018

Hvað eiga Ásmundur Friðriksson, tekjur.is, Jónas Þór Guðmundsson, Sveinn Mar­geirs­son og tekjur áhrifavalda sameiginlegt? Allt voru þetta viðfangsefni mest lesnu frétta ársins á Kjarnanum.

Mest lesnu fréttir 2018
Auglýsing

5. Mað­ur­inn sem ber ábyrgð á skjálft­anum á vinnu­mark­aði

„Jónas Þór Guð­­munds­­son hæsta­rétt­­ar­lög­­maður er full­­trúi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í kjara­ráði og stjórn Lands­­virkj­un­­ar. Ákvarð­­anir sem bæði ráðið og fyr­ir­tæk­ið, undir hans stjórn, hafa tekið hefur sett stöð­ug­­leika á vinn­u­­mark­aði í algjört upp­­­nám og gætu jafn­­vel orðið þess vald­andi að kjara­­samn­ingum verði sagt upp í dag. For­­manna­fundur ASÍ fundar nú á Hilton Nor­d­ica hót­­el­inu þar sem kosið verður um upp­­­sögn kjara­­samn­inga.

Jónas hefur tekið virkan þátt í starfi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í fjölda ára. Hann var stjórn­­­ar­­með­­­limur í Stefni, félagi ungra sjálf­­stæð­is­­manna í Hafn­­ar­­firði frá árunum 1994 til 1998 og þar af for­­maður í eitt ár. Á árunum 1997 til 1999 var hann vara­­for­­maður Sam­­bands ungra sjálf­­stæð­is­­manna, en þá gegndi Ásdís Halla Braga­dóttir for­­mennsku. Jónas bauð sig fram í það emb­ætti en laut í lægra haldi fyrir Sig­­urði Kára Krist­jáns­­syni í kosn­­ingu árið 1999, sem síðar varð þing­­maður flokks­ins.

Jónas hefur í gegnum tíð­ina gegnt mörgum trún­­að­­ar­­störfum fyrir Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn. Þar meðal setið í emb­ætti for­­manns kjör­­stjórnar í Suð­vest­­ur­­kjör­­dæmi sem og gegnt for­­mennsku í kjör­­dæm­is­ráði Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í sama kjör­­dæmi. Hann hefur setið í mið­­stjórn flokks­ins sem og flokks­ráði þess. Fram­­kvæmda­­stjórn flokks­ins er í höndum mið­­stjórnar sem ber ábyrgð á öllu innra starfi flokks­ins, hefur eft­ir­lits- og úrskurð­­ar­­vald um allar fram­­kvæmdir á vegum hans, hefur umráð yfir eignum og gætir þess að skipu­lags­­reglum sé fylgt. Flokks­ráð Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins hefur það hlut­verk að marka stjórn­­­mála­­stefnu flokks­ins ef ekki liggja fyrir ákvarð­­anir lands­fund­­ar. Ekki má taka ákvörðun um afstöðu flokks­ins til ann­­arra stjórn­­­mála­­flokka nema með sam­­þykki flokks­ráðs og kemur ráðið því til dæmis saman þegar ný rík­­is­­stjórn er mynduð með aðild Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins.“

Lesið frétt­ina í heild sinni hér.

Auglýsing

4. Ásmundur sá sem keyrði fyrir 385 þús­und krónur á mán­uði

„Ás­mundur Frið­­riks­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, er sá þing­­maður sem fékk 4,6 millj­­ónir króna end­­ur­greiddar vegna akst­­­ur­s­­­kostn­aðar í fyrra. Það þýðir að hann fékk um 385 þús­und krónur á mán­uði í end­­­ur­greiðslu úr rík­­­is­­­sjóði vegna keyrslu sinn­­­ar. Alls keyrði Ásmundur 47.644 kíló­­metra í fyrra, og fékk end­­ur­greitt frá rík­­inu vegna kostn­aðar fyrir þann akst­­ur.

Til sam­an­­­burðar má nefna að Hring­­­veg­­­ur­inn, Þjóð­­­vegur 1, er 1.322 kíló­­­metr­­­ar. Ásmundur keyrði því tæp­­­lega 36 sinnum hring­inn í kringum landið á síð­­­asta ári.

Ásmundur sagði í Morg­un­út­­varpi Rásar 2í morgun að hann keyrði 20 til 25 þús­und kíló­­metra á ári til að fara í vinnu. Hann sinni auk þess kjör­­dæmi sínu, sem sé 700 kíló­­metra langt, afar vel. „Það líða ekki margar helgar sem ég hef frí frá því að sinna erindum í kjör­­dæm­in­u, fara út á meðal fólks, mæta á alls­­konar upp­­á­komur og svo eru sumrin upp­­­tekin af alls­­konar bæj­­­ar­há­­tíð­u­m.““

Lesið frétt­ina í heild sinni hér.

3. Tekjur áhrifa­vald­anna

„Áhrifa­­valdar verða sífellt meira áber­andi í íslenskri dæg­­ur­­málaum­­fjöllun en ekki síður umfjöllun um mark­aðs­­mál. Áhrifa­­valdar eru þau kölluð sem sinna mark­aðs­­setn­ingu í gegnum sam­­fé­lags­miðla en mikil umræða hefur verið um svo­­kall­aðar duldar aug­lýs­ingar og vöru­inn­­setn­ingar hjá þessum hópi. Mark­aðs- og aug­lýs­inga­­stofur hafa beint fjár­­­magni í meira mæli en áður til þess­­ara ein­stak­l­inga sem geta náð beint til sinna fylgj­enda í gegnum mið­l­ana.

DV birti í Tekju­­blaði sínu skráð mán­að­­ar­­laun nokk­­urra vin­­sæl­­ustu áhrifa­­valda lands­ins.

Sól­­rún Diego áhrifa­­valdur og þrif­­bóka­­rit­höf­und er með skráðar tekjur upp á 320 þús­und á mán­uði sam­­kvæmt Tekju­­blaði DV. Sól­­rún er einn vin­­sæl­­asti snapp­­ari lands­ins og nær til þús­unda í gegnum sam­­skipta­­for­­ritin Snapchat og Instagram, þar sem hún er með um 26 þús­und fylgj­end­­ur. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir til­­­burði sína þegar kemur að þrifum og gaf fyrir jólin út met­­sölu­­bók­ina Heima þar sem hún gaf góð ráð í heim­il­is­hald­i.“

Lesið frétt­ina í heild sinni hér.

2. Vefur opn­aður þar sem hægt er að fletta upp tekjum allra full­orð­inna Íslend­inga

„Búið að er að opna upp­­lýs­inga­vef­inn Tekj­­ur.is þar sem birtar eru upp­­lýs­ingar um launa- og fjár­­­magnstekjur allra full­orð­inna Íslend­inga eins og þær birt­ust í skatt­­skrá rík­­is­skatt­­stjóra 2017. Upp­­lýs­ing­­arnar sýna því tekjur allra lands­­manna á árinu 2016. Hægt er ein­fald­­lega að fletta þeim ein­stak­l­ingi upp sem við­kom­andi hefur áhuga á að vita hvað var með í tekjur á árinu. greiða þarf fyrir aðgang­inn.

Í til­­kynn­ingu frá Tekj­­ur.is, sem rekið er af fyr­ir­tæk­inu Visku­brunni ehf., segir að mikil umræða hafi gjarnan sprottið af birt­ingu upp­­lýs­inga um laun ein­stak­l­inga þegar álagn­ing­­ar­­skrár yfir hæstu greið­endur opin­berra gjalda eru birtar opin­ber­­lega einu sinni á ári.

Þá gefa nokkrir fjöl­miðlar út sér­­­stök tekju­blöð með upp­­lýs­ingum um áætl­­aðar mán­að­­ar­­tekjur nokkur þús­und Íslend­inga út frá því sem þeir greiddi í skatt. Þetta gefur hins vegar ekki raunsanna mynd af stöðu mála, sam­­kvæmt for­svar­s­­mönnum Tekj­­ur.­­is. „Um ára­bil hefur tíðkast að birta fréttir og gefa út tíma­­rit með upp­­lýs­ingum um tekjur val­inna skatt­greið­enda, byggðar á upp­­lýs­ingum úr á­lagn­ing­­ar­­skrá. Hins vegar hefur ekki tíðkast að birta upp­­lýs­ingar úr end­an­­legri skatt­­skrá, sem þó gefur ítar­­legri upp­­lýs­ingar en álagn­ing­­ar­­skrá um fram­taldar tekj­­ur. Rétt er að taka fram, að Alþingi hefur sér­­stak­­lega veitt heim­ild til þess að upp­­lýs­ingar úr skatt­­skrá séu birtar opin­ber­­lega í heild eða að hluta og er slík birt­ing heim­il hverjum sem er[...]Þeir sem fagnað hafa útgáfu tíma­­rit­anna geta nú glaðst yfir­ til­­komu tekj­­ur.is, enda sýnir vef­­ur­inn fram­lag allra skatt­greið­enda í sam­eig­in­­lega sjóði og stuðlar að auknu gagn­­sæi í umræðu um ­tekju­dreif­ingu í sam­­fé­lag­in­u.““

Lesið frétt­ina í heild sinni hér.

1. Þrjár konur kvarta nafn­laust yfir fram­komu for­stjóra Matís

„Þrjár konur sem starfa hjá Matís sendu nafn­­laust bréf til stjórnar fyr­ir­tæk­is­ins í kjöl­far umræðu í byrjun des­em­ber síð­­ast­lið­ins um mót­­mæli fyrir framan heim­ili Stein­unnar Val­­dísar Ósk­­ar­s­dóttur árið 2010.

Segir í bréf­inu að til­­efni þess sé að þær séu væg­­ast sagt ósáttar við að for­­stjóri stofn­un­­ar­inn­­ar, Sveinn Mar­­geir­s­­son, skuli hafa farið fremstur í flokki og að auki staðið að hvatn­ingu og skipu­lagn­ingu í aðdrag­and­an­um, þegar mjög óvægin og afar ósann­­gjörn aðför hafi verið gerð að kyn­­systur þeirra, Stein­unni Val­­dísi Ósk­­ar­s­dótt­­ur, eins og hafði verið dregið fram í dags­­ljós­ið.

Sjöfn Sig­­ur­gísla­dóttir stjórn­­­ar­­for­­maður Matís segir málið í skoðun og Sveinn seg­ist í sam­tali við Kjarn­ann ekki vilja tjá sig um bréfið eða efni þess að svo stödd­u.“

Lesið frétt­ina í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk