Mest lesnu fréttaskýringar ársins 2018

Hvað eiga ketó-mataræði, valdatafl í Sjálfstæðisflokknum, Skeljungsmálið, skattar og metoo sameiginlegt? Allt voru þetta viðfangsefni mest lesnu fréttaskýringa ársins á Kjarnanum.

Mest lesnu fréttaskýringar 2018
Auglýsing

5. Valdatafl í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík

„Nýjustu átökin sem átt hefur sér stað á milli þessara fylkinga hófust í fyrra. Nánar tiltekið í fyrrasumar, áður en að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk, leit fyrir að næstu stórátök á hinu pólitíska sviði yrðu borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara í lok maí 2018.

Fyrsta alvöru orustan var háð á fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, 9. ágúst 2017. Í aðdraganda fundarins var ekkert sem benti til þess að til stæði að fjalla um val á lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Þar af leiðandi var ekki fullmætt á fundinn. Engin dagskrá var send til stjórnarmanna áður en að hann fór fram. Á fundinum ákvað Gísli Kr. Björnsson, formaður Varðar, hins vegar að halda umræðu og atkvæðagreiðslu um að leiðtogakjör yrði haldið í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna. Sú tillaga var samþykkt.

Það að farið yrði í leiðtogakjör en stillt upp í önnur sæti á lista var fjarri því sem tíðkast hefur innan Sjálfstæðisflokksins, þar sem prófkjör þykja lýðræðislegasta leiðin til að velja á lista og allar hömlur á slíku, líkt og til að mynda kynjakvótar þótt til óþurftar.“

Auglýsing

Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér.

4. Af hverju eru allir að tala um ketó?

„Ketó er stytt­ing á hug­tak­inu ketósa (e. ketos­is) sem er ekki megr­un­ar­kúr, heldur ástands sem lík­am­inn kemst í þegar hann skiptir orku­bú­skap lík­am­ans úr glúkósa (sykri) í fitu.

Þannig verður lík­am­inn nán­ast alveg laus við kol­vetni og afleið­ing þess verður sú að lifrin fer að fram­leiða ketóna sem lík­am­inn notar sem orku­gjafa í stað glúkós­ans. Til að kalla fram þetta ástand þarf sem sagt að tak­marka kol­vetni veru­lega í matar­æði en neyta þess í stað mik­illar fitu, svo­kall­aðrar „góðr­ar“ fitu, og hóf­legs magns af kol­vetn­um.

Þegar lík­am­inn hefur ekki glúkósa til að vinna úr nýtir hann ketón­ana sem orku­gjafa og brennir fitu­forða sem elds­neyti.“

Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér.

3. Sagan öll: Þetta er það sem verið er að rannsaka í Skeljungsmálinu

„Næstu árin virtist allt hafa gengið upp hjá Skelj­ungi. Félagið hagn­að­ist um tæpan 1,5 millj­arð króna á árunum 2010 og 2011. Í febr­úar 2012 end­ur­fjár­magn­aði Arion banki allar skuldir móð­ur­fé­lags Skelj­ungs sem greiddi með því upp allar skuldir sínar við Íslands­banka. Þar með var slitið á tengslin við for­tíð­ina. Heild­ar­skuldir voru enn háar, um 10,6 millj­arðar króna í lok árs 2011, en eig­in­fjár­staðan var jákvæð um 3,7 millj­arða króna.

Í til­kynn­ingu frá félag­inu vegna þess­arar afkomu sagði að mark­miðið með þessum við­skiptum hefði verið að stuðla „að vexti félags­ins, auka verð­gildi þess og jafn­framt að gera það að áhuga­verð­ari fjár­fest­ing­ar­kost­i". Þar sagði enn fremur að „mikil umbreyt­ing [hefði] átt sér stað á rekstri og efna­hag Skelj­ungs á und­an­förnum árum […] Nettó vaxta­ber­andi skuldir þess eru kr. 4.882 millj. og hafa lækkað um kr. 6.980 millj. síðan núver­andi eig­endur komu að rekstr­inum haustið 2008".

Skýr­ingar á þess­ari lækkun á skuldum voru nokkr­ar. Sú sem mestu skipti var svokölluð höf­uð­stólsleið­rétt­ing á skuldum sem Íslands­banki bauð fyr­ir­tækjum upp á. Við hana voru erlend lán Skelj­ungs færð yfir í krón­ur. Í öðru lagi hafði hagn­aður félags­ins verið ágætur auk þess sem það seldi höf­uð­stöðvar sínar árið 2011. Það gerði Skelj­ungi kleift að greiða hraðar niður skuld­ir.“

Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér.

2. Tekjuhæstu Íslendingarnir borga ekki endilega hæstu skattana

„Einar Friðrik Sigurðsson og Ármann Einarsson voru báðir á meðal eigenda útgerðarfyrirtækisins Auðbjargar, sem selt var til Skinneyjar Þinganess á árinu 2016. Einar Friðrik var með rúmlega 1,9 milljarða króna í fjármagnstekjur vegna þeirrar sölu og Ármann fékk um 794 milljónir króna í sinn hlut vegna hennar. Þetta gerði þá að fjórða og sjöunda tekjuhæsta Íslendingnum á árinu 2016.

Það vekur raunar athygli að þorri tekjuhæsta fólks landsins gefur upp mjög lágar launatekjur í flestu eðlilegu samhengi. Sá sem situr til dæmis í níunda sæti yfir tekjuhæstu landsmenn ársins 2016, Grímur Garðarsson, var með 52.789 krónur á mánuði í laun en 744 milljónir króna í fjármagnstekjur.

Eini einstaklingurinn á topp tíu yfir tekjuhæstu landsmennina sem gefur upp laun sem eru yfir einni milljón króna er Guðmundur Kristjánsson, oftast kenndur við Brim en í dag forstjóri og aðaleigandi HB Granda. Hann var með launatekjur upp á 2.830 þúsund krónur á mánuði á árinu 2016 en þénaði fjármagnstekjur upp á tæplega 1,1 milljarð króna á því ári. Fyrirtæki Guðmundar, sem þá hét Brim en heitir nú Útgerðarfélag Reykjavíkur, var auðvitað kaupandinn að Ögurvík, viðskiptum sem skilaði þeim sem sitja í efstu sætum tekjulistans. Áhrif Guðmundar á tekjur Íslendinga eru því veruleg.“

Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér.

1. #Metoo: Konur af erlendum uppruna stíga fram

„Frásagnir þeirra eru átakanlegar. Ein fjallar um það að eiginmaður hafi litið á eiginkonu sína sem hlut sem hann gat notað þegar hann vildi. Nánast alltaf var um að ræða kynferðislegt athæfi og maðurinn kom fram vilja sínum þrátt fyrir kona hans segði skýrt nei.

Önnur frásögn er af því þegar kona sem ráðin var til að þrífa heima hjá auðugum íslenskum hjónum verður fyrir kynferðisofbeldi af hendi vinnuveitanda síns sem hélt henni nauðugri, sleikti í framan og niður að brjóstum hennar. Í kjölfarið sagði maðurinn að honum hafi alltaf langað til að vita hvernig lituð kona bragðaðist. Tveimur dögum síðar var konan rekin úr starfi af eiginkonu mannsins.

Ein konan segir frá því að hún hafi þurft að „borga“ fyrir að komast til Íslands með því að stunda kynlíf með manninum sem flutti hana hingað. Hún var einnig neydd til þess að stunda kynlíf með tveimur vinum hans. Þetta ástand hafi staðið yfir í þrjú ár, eða þar til að kvalari hennar fann sér yngri innflytjanda í hennar stað. Hún segist hata karlmenn í dag og að hún muni aldrei geta notið kynlífs eftir reynslu sína. „Ég vil aldrei fæða barn inn í heim þar sem svona hlutir geta átt sér stað,“ segir konan í frásögn sinni.“

Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk