Mest lesnu fréttaskýringar ársins 2018

Hvað eiga ketó-mataræði, valdatafl í Sjálfstæðisflokknum, Skeljungsmálið, skattar og metoo sameiginlegt? Allt voru þetta viðfangsefni mest lesnu fréttaskýringa ársins á Kjarnanum.

Mest lesnu fréttaskýringar 2018
Auglýsing

5. Valda­tafl í Sjálf­stæð­is­flokknum í Reykja­vík

„Nýj­ustu átökin sem átt hefur sér stað á milli þess­ara fylk­inga hófust í fyrra. Nánar til­tekið í fyrra­sum­ar, áður en að rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar sprakk, leit fyrir að næstu stór­á­tök á hinu póli­tíska sviði yrðu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar sem fram fara í lok maí 2018.

Fyrsta alvöru orustan var háð á fundi Varð­ar, full­trúa­ráðs Sjálf­stæð­is­fé­lag­anna í Reykja­vík, 9. ágúst 2017. Í aðdrag­anda fund­ar­ins var ekk­ert sem benti til þess að til stæði að fjalla um val á lista fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar. Þar af leið­andi var ekki full­mætt á fund­inn. Engin dag­skrá var send til stjórn­ar­manna áður en að hann fór fram. Á fund­inum ákvað Gísli Kr. Björns­son, for­maður Varð­ar, hins vegar að halda umræðu og atkvæða­greiðslu um að leið­toga­kjör yrði haldið í aðdrag­anda borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna. Sú til­laga var sam­þykkt.

Það að farið yrði í leið­toga­kjör en stillt upp í önnur sæti á lista var fjarri því sem tíðkast hefur innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þar sem próf­kjör þykja lýð­ræð­is­leg­asta leiðin til að velja á lista og allar hömlur á slíku, líkt og til að mynda kynja­kvótar þótt til óþurft­ar.“

Auglýsing

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér.

4. Af hverju eru allir að tala um ketó?

„Ketó er stytt­ing á hug­tak­inu ketósa (e. ketos­is) sem er ekki megr­­un­­ar­kúr, heldur ástands sem lík­­am­inn kemst í þegar hann skiptir orku­­bú­­skap lík­­am­ans úr glúkósa (sykri) í fitu.

Þannig verður lík­­am­inn nán­­ast alveg laus við kol­vetni og afleið­ing þess verður sú að lifrin fer að fram­­leiða ketóna sem lík­­am­inn notar sem orku­gjafa í stað glúkós­ans. Til að kalla fram þetta ástand þarf sem sagt að tak­­marka kol­vetni veru­­lega í mat­ar­­æði en neyta þess í stað mik­illar fitu, svo­­kall­aðrar „góðr­­ar“ fitu, og hóf­­legs magns af kol­vetn­­um.

Þegar lík­­am­inn hefur ekki glúkósa til að vinna úr nýtir hann ketón­ana sem orku­gjafa og brennir fit­u­­forða sem elds­­neyt­i.“

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér.

3. Sagan öll: Þetta er það sem verið er að rann­saka í Skelj­ungs­mál­inu

„Næstu árin virt­ist allt hafa gengið upp hjá Skelj­ungi. Félagið hagn­að­ist um tæpan 1,5 millj­­arð króna á árunum 2010 og 2011. Í febr­­úar 2012 end­­ur­fjár­­­magn­aði Arion banki allar skuldir móð­­ur­­fé­lags Skelj­ungs sem greiddi með því upp allar skuldir sínar við Íslands­­­banka. Þar með var slitið á tengslin við for­­tíð­ina. Heild­­ar­skuldir voru enn háar, um 10,6 millj­­arðar króna í lok árs 2011, en eig­in­fjár­­­staðan var jákvæð um 3,7 millj­­arða króna.

Í til­­kynn­ingu frá félag­inu vegna þess­­arar afkomu sagði að mark­miðið með þessum við­­skiptum hefði verið að stuðla „að vexti félags­­ins, auka verð­­gildi þess og jafn­­framt að gera það að áhuga­verð­­ari fjár­­­fest­ing­­ar­­kost­i". Þar sagði enn fremur að „mikil umbreyt­ing [hefði] átt sér stað á rekstri og efna­hag Skelj­ungs á und­an­­förnum árum […] Nettó vaxta­ber­andi skuldir þess eru kr. 4.882 millj. og hafa lækkað um kr. 6.980 millj. síðan núver­andi eig­endur komu að rekstr­inum haustið 2008".

Skýr­ingar á þess­­ari lækkun á skuldum voru nokkr­­ar. Sú sem mestu skipti var svokölluð höf­uð­stólsleið­rétt­ing á skuldum sem Íslands­­­banki bauð fyr­ir­tækjum upp á. Við hana voru erlend lán Skelj­ungs færð yfir í krón­­ur. Í öðru lagi hafði hagn­aður félags­­ins verið ágætur auk þess sem það seldi höf­uð­­stöðvar sínar árið 2011. Það gerði Skelj­ungi kleift að greiða hraðar niður skuld­­ir.“

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér.

2. Tekju­hæstu Íslend­ing­arnir borga ekki endi­lega hæstu skatt­ana

„Einar Frið­rik Sig­urðs­son og Ármann Ein­ars­son voru báðir á meðal eig­enda útgerð­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Auð­bjarg­ar, sem selt var til Skinn­eyjar Þinga­ness á árinu 2016. Einar Frið­rik var með rúm­lega 1,9 millj­arða króna í fjár­magnstekjur vegna þeirrar sölu og Ármann fékk um 794 millj­ónir króna í sinn hlut vegna henn­ar. Þetta gerði þá að fjórða og sjö­unda tekju­hæsta Íslend­ingnum á árinu 2016.

Það vekur raunar athygli að þorri tekju­hæsta fólks lands­ins gefur upp mjög lágar launa­tekjur í flestu eðli­legu sam­hengi. Sá sem situr til dæmis í níunda sæti yfir tekju­hæstu lands­menn árs­ins 2016, Grímur Garð­ars­son, var með 52.789 krónur á mán­uði í laun en 744 millj­ónir króna í fjár­magnstekj­ur.

Eini ein­stak­ling­ur­inn á topp tíu yfir tekju­hæstu lands­menn­ina sem gefur upp laun sem eru yfir einni milljón króna er Guð­mundur Krist­jáns­son, oft­ast kenndur við Brim en í dag for­stjóri og aðal­eig­andi HB Granda. Hann var með launa­tekjur upp á 2.830 þús­und krónur á mán­uði á árinu 2016 en þén­aði fjár­magnstekjur upp á tæp­lega 1,1 millj­arð króna á því ári. Fyr­ir­tæki Guð­mund­ar, sem þá hét Brim en heitir nú Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, var auð­vitað kaup­and­inn að Ögur­vík, við­skiptum sem skil­aði þeim sem sitja í efstu sætum tekju­list­ans. Áhrif Guð­mundar á tekjur Íslend­inga eru því veru­leg.“

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér.

1. #Metoo: Konur af erlendum upp­runa stíga fram

„Frá­sagnir þeirra eru átak­an­leg­ar. Ein fjallar um það að eig­in­maður hafi litið á eig­in­konu sína sem hlut sem hann gat notað þegar hann vildi. Nán­ast alltaf var um að ræða kyn­ferð­is­legt athæfi og mað­ur­inn kom fram vilja sínum þrátt fyrir kona hans segði skýrt nei.

Önnur frá­sögn er af því þegar kona sem ráðin var til að þrífa heima hjá auð­ugum íslenskum hjónum verður fyrir kyn­ferð­is­of­beldi af hendi vinnu­veit­anda síns sem hélt henni nauð­u­gri, sleikti í framan og niður að brjóstum henn­ar. Í kjöl­farið sagði mað­ur­inn að honum hafi alltaf langað til að vita hvernig lituð kona bragð­að­ist. Tveimur dögum síðar var konan rekin úr starfi af eig­in­konu manns­ins.

Ein konan segir frá því að hún hafi þurft að „borga“ fyrir að kom­ast til Íslands með því að stunda kyn­líf með mann­inum sem flutti hana hing­að. Hún var einnig neydd til þess að stunda kyn­líf með tveimur vinum hans. Þetta ástand hafi staðið yfir í þrjú ár, eða þar til að kval­ari hennar fann sér yngri inn­flytj­anda í hennar stað. Hún seg­ist hata karl­menn í dag og að hún muni aldrei geta notið kyn­lífs eftir reynslu sína. „Ég vil aldrei fæða barn inn í heim þar sem svona hlutir geta átt sér stað,“ segir konan í frá­sögn sinn­i.“

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk