Lumar þú á Munch málverki

Á undanförnum árum hafa tugir listaverka hins heimsfræga norska myndlistarmanns Edvards Munch horfið úr söfnum í Ósló. Enginn veit hvar þessi verk eru nú niðurkomin en sum verkanna eru metin á milljónatugi.

Sjálfsmynd, eitt síðasta verk Edvard Munch.
Sjálfsmynd, eitt síðasta verk Edvard Munch.
Auglýsing

Á und­an­förn­um árum hafa tugir lista­verka hins heims­fræga norska mynd­list­ar­manns Edvards Munch horfið úr söfnum hans í Ósló. Eng­inn veit hvar þessi verk eru nú nið­ur­kom­in.

Þegar minnst er á heims­þekkta Norð­menn koma nokkur nöfn ­upp í hug­ann. Leik­rita­skáldið Hen­rik Ibsen, tón­skáldið Edvard Grieg, rit­höf­und­ur­inn Knut Hamsun, land­könn­uð­ur­inn Thor Heyer­da­hl, pólfar­inn Roald Amund­sen land­könn­uð­ur­inn Frid­tjof Nan­sen og stjórn­mála­mað­ur­inn Vidkun Quisl­ing. Fleiri ­mætti tína til, en hér hefur ekki verið nefndur sá sem kannski er þekkt­ast­ur allra Norð­manna fyrr og síð­ar: mynd­list­ar­mað­ur­inn Edvard Munch.

Edvard Munch (12. des­em­ber 1863 - 23. jan­úar 1944) fædd­ist og ólst upp á bóndabæ við þorp­ið Ådals­bruk á Heið­mörku. For­eldrar hans, þau Laura Cat­hrine Bjøl­stad og Christ­i­an Munch gengu í hjóna­band árið 1861, hún var þá 22 ára en hann 44 ára. Christ­i­an Munch var her­læknir og vegna atvinnu hans flutti fjöl­skyldan til Christ­i­ani­a (­sem síðar fékk nafnið Krist­i­ania og enn síðar Ósló) þegar Edvard var árs ­gam­all. Eins og margir í fjöl­skyldu Lauru var hún berkla­veik og lést árið 1868, þegar son­ur­inn Edvard var fimm ára, þá höfðu hjónin eign­ast fimm börn. Karen Bjøl­sta­d, ­systir Lauru, varð ráðs­kona á heim­ili mágs síns og börnin litu á hana sem móð­ur­ sína.

Auglýsing

Snemma beyg­ist krók­ur­inn

Edvar­d ­byrj­aði mjög ungur að teikna. Í end­ur­minn­ingum sínum minn­ist hann þess að hafa ­legið á gólf­inu með kola­mola og teikn­að. Fað­ir­inn Christ­ian og frænkan Karen hvöttu börnin til að teikna þegar fjöl­skyldan sat saman á kvöldin og Christ­i­an læknir las upp­hátt og sagði sög­ur. Munch fjöl­skyldan flutti nokkrum sinn­um milli bæj­ar­hluta á næstu árum og bjó við þröngan kost enda lækn­is­launin lág. Ed­vard var heilsu­veill og var lang­tímum saman fjar­ver­andi úr skól­an­um. Tals­vert er til af teikn­ingum Edvards frá þessum árum, við­fangs­efnin það sem fyrir aug­u bar inn­an­dyra, hús­gögn, verk­færi, bækur o.fl þess hátt­ar. Fimmtán ára gam­all tók Edvard inn­töku­próf í tækni­skóla og sett­ist í verk­fræði­deild­ina. Dvölin þar varð aðeins eitt ár, veik­indin tóku sinn toll, en mestu réði þó að Edvard hafð­i ekki áhuga á nám­inu, föður hans til mik­illa von­brigða. Í nóv­em­ber 1880 skrif­að­i Ed­vard í dag­bók sína „ég hef skráð mig úr skól­an­um. Hef nefni­lega ákveðið að verða mál­ari.“ Honum var hins­vegar ljóst að  ­nauð­syn­legt væri að afla sér mennt­unar á því sviði, var fyrst einn vet­ur í kvöld­skóla (Tegneskolen, Kon­ung­legi lista- og hönn­un­ar­skól­inn) en síðan í fullu námi við sama skóla. Aðal kenn­arar hans voru mynd­höggv­ar­inn Juli­us Midd­elt­hun og list­málar­inn Christ­ian Krogh, báðir í fremstu röð norskra lista­manna á sinni tíð.

Edvar­d vakti strax athygli fyrir óvenju­lega færni og í gögnum skól­ans má sjá að hann hefur verið tal­inn skara fram­úr.

Áhrifa­vald­arnir

Árið 1883 sýndi Edvard Munch í fyrsta sinn opin­ber­lega (Industri- og k­unstut­still­in­gen) og fékk góða dóma. Hér verður ekki reynt að rekja lífs­hlaup Munch en tvær ferðir hans til Par­ísar árin 1885 og 1889 mörk­uðu tíma­mót í líf­i hans. Í París kynnt­ist hann verkum Vincent van Gogh og Paul Gauga­in. Síðar varð Munch fyrir miklum áhrifum af verkum Ágúst Strind­bergs. „Mér varð ljóst að ­mann­eskj­unni er ætlað að lifa í ein­mana­leika og ang­ist.“ Í þeim fjöl­mörgu bók­um ­sem skrif­aðar hafa verið um Munch og líf hans kemur alls staðar fram að þess­ir t­veir þætt­ir, ein­mana­leiki og ang­ist, séu grunn­tónn­inn í list hans. Munch hafi alla ævi lifað í eins konar sál­ar­kreppu. Hann var alla tíð heilsu­veill lík­am­lega, og ekki síður and­lega og dvaldi marg­sinnis, um lengri og skemmri tíma á geð­sjúkra­hús­um. Hann veikt­ist alvar­lega árið 1919, af spænsku veik­inni og árið 1930 sprakk æð í hægra auga hans og minnstu mun­aði að hann missti sjón­ina, en ­sjón hans á vinstra auga var alla ævi mjög tak­mörk­uð.

Heims­frægð

Frá 1885 og fram undir 1930 ferð­að­ist Munch mik­ið, dvaldi lang­dvölum í Þýska­landi og Par­ís. ­Sýndi margoft í Frakk­landi og Þýska­landi, Dan­mörku, Nor­egi, Ítalíu og víð­ar­. ­Sjálfur taldi hann sýn­ingu sína í Prag árið 1905 þá merk­ustu á ferl­in­um.

Verk eftir MunchUm alda­mótin 1900 var Munch orð­inn heims­frægur fyrir list sína. Mál­verk og graf­ík­myndir hans urðu mörgum lista­mönn­um, sem aðhyllt­ust expressioníska túlk­un, fyr­ir­mynd. Þótt hann sé þekkt­astur fyrir mál­verk og graf­ík­myndir gerð­i hann einnig bóka­skreyt­ingar og vegg­mynd­ir, m.a. í opin­berum bygg­ing­um.

Eins og áður var nefnt sýndi Munch oft í Þýska­landi. Þýsku nas­ist­arnir voru ekki hrifnir af verkum Munch, seldu mörg verk sem voru í opin­berri eigu í Þýska­land­i og vildu jafn­vel eyði­leggja verk hans. Lang­flestum verkum Munch var þó forð­að, sumum var komið úr landi og önnur fal­in.

Ánafn­aði Ósló borg verk sín

Þótt Munch hafi ferð­ast mikið og dvalið lang­dvölum erlendis var Nor­egur þó ætíð hans heima­höfn. Árið 1916 keypti hann lít­inn búgarð, Ekely, í útjaðri Ósló og bjó þar til ævi­loka 23. jan­úar 1944.

Nokkru ­fyrir dauða sinn ánafn­aði Munch Ósló borg verk sín og eig­ur, ekki þó búgarð­inn, Ósló borg keypti hann síð­ar. Í safni því sem Mubch ánafn­aði borg­inni voru 1100 ­mál­verk, 4500 vatns­lita- og krít­armynd­ir, 20.000 graf­íkverk og teikn­ing­ar, 6 mynda­stytt­ur, stórt bóka- og bréfa­safn og ýmis­legt fleira.

Sten­er­sen safnið og stúd­enta­garð­arnir

Einn af vinum Munch var Rolf E. Sten­er­sen (1899- 1978). Sten­er­sen var á yngri árum marg­fald­ur Nor­egs­meist­ari í sprett­hlaup­um, skrif­aði síðar all­margar bækur og leik­rit en auðg­að­ist á verð­bréfa­við­skipt­um. Eftir að Sten­er­sen kynnt­ist Munch sá hann um fjár­mál lista­manns­ins og keypti sjálfur fjöl­mörg verka hans. Árið 1936 gaf Sten­er­sen sveit­ar­fé­lag­inu Aker 900 lista­verk, lang­flest eftir Munch. Gef­and­inn lagði áherslu á að verk­unum yrði fund­inn við­eig­andi sama­stað­ur, innan þriggja ára. Áður en það hafði gerst braust síð­ari heims­styrj­öldin út og þá voru önnur verk­efn­i brýnni. 1948 sam­ein­að­ist Aker sveit­ar­fé­lagið Ósló og þá var Stenergjöfin flutt í geymslu í Ráð­hús­inu í Ósló, sem þá var nýbyggt. Þar voru verkin geymd en árið 1952 voru flest verk­anna hengd upp á nýbyggðum stúd­enta­görð­um, Sogn. Rolf E. Sten­er­sen hafði setið í bygg­ing­ar­nefnd­inni og hann var mjög hlynntur því að lista­verkin yrðu hengd upp á stúd­entagörð­un­um. Engar sér­stakar var­úð­ar­ráð­staf­anir voru gerðar þótt, verkin ein­fald­lega hengd á krók, rétt eins og í heima­húsi.  

Stúdentagarðarnir Sogn

Blaða­menn ger­ast „þjófar“

Árið 1972 sat Jon Magnus blaða­maður VG (Ver­dens gang) á kaffi­húsi í Ósló. Þar heyrð­i hann á tal tveggja ungra manna sem ræddu sín á milli um mál­verkin á stúd­enta­görð­unum og hve auð­velt væri að ræna þeim, engin gæsla og ekk­ert ­ör­ygg­is­eft­ir­lit. Blaða­mað­ur­inn ákvað, með leyfi rit­stjórnar VG að kanna mál­ið. Hann og ljós­mynd­ari fóru á stað­inn og í tvígang gengu þeir út með mál­verk Munch og sneru jafn­harðan til baka og hengdu verkin upp aft­ur. Í þriðja skipt­ið ­spurði eft­ir­lits­maður í hús­inu hvert þeir væru að fara með þetta lista­verk. „Við ­sögðum sem satt var að við værum blaða­menn og værum að rann­saka hve auð­velt væri að fjar­lægja dýr­mæt lista­verk sem þarna héngu á veggj­u­m.“ Blaða­menn­irn­ir voru kærðir til lög­reglu, en málið síðar látið niður falla.  

Mál þetta vakti mikla athygli í Nor­egi og í kjöl­farið var gerð „vörutaln­ing“ á stúd­enta­görð­un­um. Þá kom í ljós að fjöld­inn allur af verkum var horf­inn. Lítið gerð­ist fyrr en haustið 1973, eftir að mjög verð­mætu verki eftir Munch hafði verið stolið úr ­setu­stofu á einum stúd­enta­garð­anna, en það fannst reyndar 11 mán­uðum síð­ar­, ó­skemmt. Þá var ákveðið að flytja verkin í Munch safnið í Ósló. Sér­stakt safn, ­kennt við Stener­sen, var opnað árið 1994 og þar eru nú flest þau verk sem hann gaf árið 1936, og mörg verk sem hann bætti við síð­ar.

Að minnsta kosti 47 myndir horfnar

Skömmu ­fyrir nýliðin ára­mót birti norska blaðið Dag­bla­det langa grein um horfin Munch ­mál­verk. Þar kemur fram að í það minnsta 47 verk eft­irs Munch sem eru (eða voru) í eigu Munch safns­ins í Ósló (Sten­er­sen safnið er nú hluti þess) sé ekki að finna í safn­inu. Hvar þessi verk eru nið­ur­komin veit eng­inn. Týndu verkin eru mis­verð­mæt, sum metin á millj­óna­tugi eða meira, önnur minna virði, í pen­ingum talið.

Ópið er frægasta verk Munch.Munch safnið flytur í nýtt hús, í Bjør­vika, skammt frá Óperu­hús­inu í Ósló árið 2020. For­stöðu­maður safns­ins segir að þar verði örygg­is­mál með allt öðrum og betri hætti en nú er.

Verð­mætasta og þekktasta verk Edvard Munch er án efa Ópið. Það var málað árið 1893. Frá­ hendi mál­ar­ans eru fjögur mál­verk með þessum tit­li, ein litografía og tvær krít­armynd­ir. Önnur þess­ara krít­armynda var seld hjá upp­boðs­húsi í New York árið 2012 fyrir upp­hæð sem sam­svarar 13 millj­örðum íslenskra króna.

  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk