Karolina Fund: Hlynur Ben gefur út II Úlfar

Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben er nú í óða önn að klára sína þriðju breiðskífu og vonast hann til að geta gefið hana út á afmælisdaginn sinn, þann 30. ágúst næstkomandi.

hlynurben
Auglýsing

Hlynur Ben hefur komið víða við á ferli sínum sem tón­list­ar­maður og skemmti­kraft­ur, bæði einn síns liðs og með hljóm­sveitum eins og Mono, Gleði­sveit Ing­ólfs, Búálf­unum og Rufuz. Hann sigr­aði fyrst­u ­trú­badora­keppn­i F­M957, sem fór fram árið 2009, og hefur mest komið fram sem trú­bador und­an­farin ár. Eftir hann liggur fjöldin allur af tón­list sem er eins ólík og hljóm­sveit­irnar sem hann hefur verið í gegnum tíð­ina. Þó ber helst að nefna sóló­plöt­urn­ar Tell­ing ta­les (2008) og Leiðin heim (2014), en sú síðar nefnda sló heldur betur í gegn og hljóm­uðu lögin Hróp­um, Kaldur bæði og sár, Það er allt í lagi og Vakn­aðu mikið á öldum ljós­vakans.



Þriðja platan mun bera heit­ið I­I ­ÚLFAR og safnar Hlynur nú fyrir útgáf­unni á Karol­ina Fund þar sem hægt er að styrkja verk­efn­ið, kaupa plöt­una í for­sölu og næla sér í sér­staka við­hafnar­út­gáfu sem inni­heldur upp­tökur úr Akra­nes­vita, svo eitt­hvað sé nefnt.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að plöt­unni?

„Eftir frá­bærar við­tökur á fyrstu tveimur plöt­unum mínum hef ég alltaf stefnt að því að gefa út meira sól­ó­efni. Ég glími við visst góð­ær­is­vanda­mál að því leit­inu til að ég á svo mikið af frum­sömdu efni og þá er erfitt að ákveða hvað á að gefa út fyrst.

Fyrir ári síðan var ég svo búinn að raða saman lögum sem passa frá­bær­lega saman og platan virkar sem ein heild, þó að hvert lag standi líka eitt og sér.

Auglýsing
Þá fór í gang skipu­lags­ferli og nú er verk­efnið komið á fullt skrið. 

Hægt er að fylgj­ast með plöt­unni verða til á Face­book síðu sem ég opn­aði fyrir verk­efn­ið. 

Það er ýmis­legt sem gengur á bak við tjöldin sem fólki þykir kannski fróð­legt og skemmti­legt að sjá. T.d. varð eins­konar auka­plata til þegar ég fór í Akra­nes­vita og kann­aði hljóm­burð­inn fyrir upp­tökur á söng og kassagít­ar. Ég tók upp fullt af lögum í kassagít­ar­út­gáfum sem enda svo á auka­disk er fylgir við­hafnar­út­gáf­unn­i.“

Þú segir að lögin á plöt­unni passi vel sam­an. Er eitt­hvað þema sem tengir þau?

„Já, í raun má alveg segja það. Án þess að það hafi verið ætl­unin þá fór ég að sjá rauðan þráð og sögu­línu í heild­ar­verk­inu þegar hlust­aði á prufu­upp­tök­urnar í þeirri röð sem lögin rað­ast niður á plöt­una.

Það þurfti bara aðeins að snurfusa hér og þar og þá var komin ein­hver miklu stærri heild­ar­mynd sem mig sjálfan óraði ekki fyr­ir. Hvort sem það var und­ir­með­vit­undin að verki eða bara ótrú­leg til­viljun þá er þetta skemmti­legt.

Það er þó ekki svo að sögu­þráð­ur­inn sé ­borð­leggj­and­i ­fyrir hvern sem hlust­ar. Ég elska texta­gerð og til að texti sé áhuga­verður fyrir mig þá verður hann að vera örlítið óræð­ur. Þannig að hver geti túlkað hann á sinn hátt. 

Af þeim lögum sem ég hef gefið út þykir mér alltaf vænst um þau sem snerta ólíkt fólk á ólík­a ­vegu, algjör­lega háð reynslu og ­upp­lif­un­um ­sem fólk hefur orðið fyrir í líf­inu. Þannig á góður texti að ver­a. 

Grunn­hug­myndin eru þó þessir tveir úlfar sem eru innra með okk­ur. Annar táknar það góða og hinn hið illa. Svo er það bara okkar að ákveða hvorn úlfinn við viljum fóðra því sá sterk­ari stjórnar háttum okkar og gjörðum í líf­in­u.“

Áætluð útgáfa er á afmæl­is­dag­inn þinn, var það löngu ákveð­ið?

„Nei alls ekki. Þegar ég fór að velta fyrir mér hvernig væri best að fjár­magna upp­tök­urnar og útgáf­una varð Karol­ina Fund hópsöfnun fyrir val­inu. Þetta er frá­bær leið til að sjá hvort ein­hver grund­völlur sé fyrir útgáfu sem þess­ari. Því ef næst ekki að safna þeim lág­marks­kostn­aði sem þarf til, þá fellur það bara um sjálft sig og allir fá end­ur­greitt.

En það gefur auga­leið að þú biður fólk ekk­ert að fjár­festa í eða styrkja eitt­hvað nema búið sé að kort­leggja ferlið og setja loka­dag­setn­ingu á verk­ið.

Þó að ég fái smá kjána­hroll þegar ég við­ur­kenni það, þá er stað­reyndin samt sú að ég vakn­aði einn morg­un­inn alveg sann­færður um að töl­urnar 7, 9 og 13 myndu leika stóran part í vel­gengni plöt­unn­ar. Það tók mig svo nokkra daga að átta mig á því að 7 stendur fyrir 37. afmæl­is­dag­inn minn, 9 er síð­asta talan í ártal­inu og ég var þegar búinn að ákveða að það yrðu 13 lög á plöt­unni.

Svo skemmir ekk­ert fyrir að 30. ágúst kemur niður á föstu­degi þetta árið, sem er full­kom­inn dagur fyrir útgáfu­tón­leika og almennan fögn­uð.“

Hér er hægt að skoða og styrkja verk­efn­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk