Karolina Fund: Á söguslóð Þórðar kakala

Sýning: hljóðleiðsögn og 30 listaverk í Skagafirði.

Sigurður Hansen, Pavel Khatsilouski frá Hvíta-Rússlandi, Guðmundur Stefán Sigurðarson og Ercan Bilir frá Tyrklandi fyrir utan Kakalaskála.
Sigurður Hansen, Pavel Khatsilouski frá Hvíta-Rússlandi, Guðmundur Stefán Sigurðarson og Ercan Bilir frá Tyrklandi fyrir utan Kakalaskála.
Auglýsing

Verk­efnið Á sögu­slóð Þórðar kakala á sér langan aðdrag­anda, en Sig­urður Han­sen, bóndi í Kringlu­mýri í Skaga­firði, og sjálf­mennt­aður sér­fræð­ingur í Sturl­ungu, hefur ásam­t fleirum staðið að upp­bygg­ingu á staðnum frá árinu 2006.

Sig­urður hlaut ridd­ara­kross hinnar íslensku fálka­orðu fyrir fram­lag sitt til kynn­ingar á sögu og arf­leifð Sturl­unga­aldar í árs­byrjun 2015 og hefur það verið honum mikil hvatn­ing.

Sýn­ingin Á sögu­slóð Þórðar kakala er sögu- og lista­verk­sýn­ing sem leggur áherslu á Sturl­unga­öld, og mun hún sam­an­standa af hljóð­leið­sögn og 30 lista­verk­um, auk korta og skýr­ing­ar­mynda. Til stendur að opna sýn­ing­una sum­arið 2019.

Auglýsing

Lista­verkin munu sýna fólk, atburði og staði er tengj­ast lífi Þórðar kakala, en hann var einn áhrifa­mesti ein­stak­lingur Sturl­unga­ald­ar. Fjór­tan lista­menn, bæði inn­lendir og erlend­ir, hafa verið valdir úr hópi tæp­lega nítíu umsækj­enda til að vinna verkin 30. Jón Adólf Stein­ólfs­son, mynd­höggv­ari, er list­rænn stjórn­andi sýn­ing­ar­inn­ar. Lista­menn­irnir koma saman í Lista­manna­búðum í Kringlu­mýri dag­ana 25. mars til 15. apríl og verður opið hús á laug­ar­dögum frá kl. 14 til 17 á meðan á þeim stend­ur.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu? 

„Eftir að ég hætti að búa árið 2005 fór sú hug­mynd að kvikna að sinna þessu áhuga­máli, þar að segja Sturl­unga­öld­inni. Við vorum fleiri í Skaga­firði sem deildum þessum áhuga og stofn­uðum við félagið Á Sturl­unga­slóð, sem meðal ann­ars hefur merkt sögu­staði og staðið fyrir ýmis­konar kynn­ingum og fræðslu.

Verk­efnið hófst með því að ég svið­setti Haug­s­nes­bar­daga á áreyr­unum rétt hjá Kringlu­mýri þar sem ég bý ásamt eig­in­konu minni Maríu Guð­munds­dótt­ur. Um er að ræða stórt úti­lista­verk sem sam­anstendur af 1300 steinum sem hver og einn stendur fyrir einn bar­daga­mann. Verkið gengur undir nafn­inu Grjóther­inn, en Haug­s­nes­bar­dagi, sem átti sér stað 1246, er tal­inn mann­skæð­asti bar­dagi Íslands­sög­unn­ar.

Eftir að því verki lauk ákváðum við hjónin að inn­rétta hús sem fyrir voru á staðnum og gera þar mót­t­töku fyrir gesti. Var þar m.a. inn­rétt­aður salur sem gengur undir nafn­inu Kakala­skáli, eftir Þórði kakala sem var að mínu mati mesti stjórn­mála­maður sinnar tíð­ar.

Sigurður Hansen byrjaði á að fara með hópinn að útlistaverkinu Grjóthernum á Haugsnesgrundum í Skagafirði.

Þar hef ég sagt sögur frá Sturl­unga­öld og höfum við fjöl­skyldan tekið á móti allt að 3000 gestum á ári und­an­farin ár. Meðan verið var að inn­rétta skál­ann fengum við Jón Adólf Stein­ólfs­son, mynd­höggv­ari, þá hug­mynd að setja upp sögu- og lista­verka­sýn­ingu með áherslu á líf Þórðar kakala í sama húsi.

Nú er búið að und­ir­búa sýn­ing­ar­rýmið og hafa verið ráðnir 14 lista­menn til að vinna 30 lista­verk sem hvert fyrir sig túlkar ákveðna þætti úr sögu Þórðar kakala. Til stendur að kvik­mynda allt ferlið og það verður virki­lega spenn­andi að sjá hvaða augum lista­menn­irnir sjá sög­una.

Þema verk­efn­is­ins er Sturl­unga­öld, eða 13. öld. Við í Kringlu­mýri höfum verið að taka á móti fjölda fólks árlega, og hefur stór hluti þeirra komið til að fá leið­sögn um svið­setn­ingu Haug­s­nes­bar­daga, eða Grjóther­inn. Nú ætlum við að bæta við sögu- og lista­verka­sýn­ing­unni um Þórð kakala og vonum að fólki finn­ist hún spenn­andi við­bót og geri sér ferð til okkar í Kringlu­mýri. Það má nefna það hér að góð leið til að tryggja sér aðgang að sýn­ing­unni er að styrkja okkur á Karolina­fund.“

Eitt­hvað sér­stakt sem þú vilt að komi fram um þitt verk­efni? 

„Mig langar að koma á fram­færi þökkum til allra þeirra sem stutt hafa verk­efnið með ýmsum hætti, en við höfum fengið mynd­ar­legan stuðn­ing við verk­efnið frá ýmsum, s.s. Kaup­fé­lagi Skag­firð­inga, Upp­bygg­ing­ar­sjóði Norð­ur­lands vestra, Fram­kvæmda­sjóði ferða­manna­staða, Átaki til atvinnu­sköp­unar og fleir­um. Svo ekki sé minnst á ómælda sjálf­boða­liða­vinnu vina og vanda­manna í gegnum tíð­ina. Jón Adólf Stein­ólfs­son og Kar­in Esther Gorter kona hans hafa verið okkur ómet­an­legir banda­menn við und­ir­bún­ing sýn­ing­ar­inn­ar. Við erum núna á loka­metr­unum í verk­efn­inu og það er ekki síst öllum þessu góða stuðn­ingi, og öllu þessu góða fólki, að þakka.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í söfn­un­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk