Karolina Fund: Vatnið, gríman og geltið

Vatnið, gríman og geltið er saga af þunglyndi, sjálfsvígstilraunum, dulúð vatnsins, grímunum sem við berum öll og geltandi, svörtum hundum. Sagan er byggð á upplifun höfundar á geðsjúkdómum.

karomyndinapríl.jpg
Auglýsing

Silja Björk er 27 ára skúffu­skáld og ötull tals­maður geð­heil­brigð­is­mála. Hún hefur skrifað fjölda greina um mál­efn­ið, veitt ótal við­töl og var þátt­tak­andi í sjón­varps­þátt­un­um Bara geð­veik,sem voru sýndir á Stöð 2 haustið 2016. Hún er einnig einn stofn­andi #éger­ekkita­bú ­sam­fé­lags­miðla­bylt­ing­ar­innar og hélt fyr­ir­lestur á TEDx ráð­stefnu í Hörpu vorið 2014, um upp­lifun mína af sjálfs­vígs­hugs­un­um. Fyr­ir­lest­ur­inn er titl­aður „The Ta­boo of Depression" og má finna á YouTu­be og er fyr­ir­lest­ur­inn með rúm 140.000 áhorf.

Bókin er sjálfsævi­skeiðs­saga og ákvað Silja Björk að gefa hana sjálf út til að halda sann­leiks­gildum sög­unn­ar. ­Mark­mið söfn­un­ar­innar er að safna fyrir yfir­lestri, rit­stjórn og umbroti bók­ar­inn­ar, útgáfu hennar og litlu ­fögn­uð­ar­teiti. SIlja Björk byrj­að­i að skrifa þessa bók fyrir sex árum, löngu áður en hún vissi að þetta gæti orðið bók. Henni leið mjög illa eftir inn­lögn­ina á geð­deild og þurfti að koma til­finn­ing­unum frá sér og not­aði skrifin til þess. 

Auglýsing
Eftir rúm­lega ár af skrifum ákvað hún að einn dag­inn skyldi þessi bók koma út. Nú þegar hand­ritið er nán­ast til­búið var ekk­ert henni að van­bún­aði að hefja hóp­fjár­mögnun og bíður hún spennt eftir að söfn­unin náist.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Ég er greind með þung­lyndi og kvíða og sum­arið 2013 reyndi ég að fremja sjálfs­víg og end­aði í kjöl­farið inni á geð­deild. Eftir þetta mikla áfall, að reyna sjálfs­víg og vera lögð inn, fannst mér ég þurfa að skrifa frá mér hugs­anir mín­ar. Ég byrj­að­i ein­fald­lega bara á því að setj­ast fyrir framan tölv­una og skrifa án þess að hugsa. Ég greip í skrifin þegar mér leið illa eða þegar ég þurfti að vinna úr ein­hverju, sam­bands­slit­um, geð­deild­inni, sjálfs­vígs­hugs­un­unum og hvernig leið mín lá þang­að. Það var ekki fyrr en ári eftir að ég hafði skrifað fyrstu setn­ing­arnar að ég las yfir text­ann almenni­lega og hugs­aði með mér að þetta gæti kannski orðið að bók. Síðan þá hef ég unnið í hand­rit­inu, síð­ustu sex ár eða svo, bætt við, breytt og tekið út og ég held að þessi langi tími með hand­rit­inu sé engin til­vilj­un. Ég hef þroskast mikið og lært á þessum tíma, ég hef aðra sýn á atburð­ina og það gefur mér vald á text­anum sem ég hafði kannski ekki fyrst eftir geð­deild­ina. 

Verk­efnið er bók. Bókin fjallar um eins og áður seg­ir, geð­sjúk­dóma og afleið­ingar sjálfs­vígstil­rauna. Þetta er sagan mín, hún er öll sönn en ég leyfi mér að skreyta frá­sögn­ina á ljóð­rænan hátt. Vatn­ið, gríman og geltið er því ekki þurr ævi­saga og upp­taln­ing á sjúk­dóms­ein­kennum heldur fágæt inn­sýn í hug­ar­heim veikrar konu á erf­iðum tím­um. Ég tala um allt og ekk­ert, gjör­sam­lega hisp­urs­laust og í bók­inni leyn­ast ýmis leynd­ar­mál sem ég hef engum sagt. Tit­ill­inn er vísun í þrjár meg­in­mynd­lík­ingar sem ég vinn með í text­an­um, vatnið táknar eilífa hringrás lífs­ins, von­ina og end­ur­fæð­ingu. Grím­urnar vísa í þær grímur sem við berum sem sjúk­ling­ar, grímur sem við notum til að fela veik­indi okkar og van­líðan og geltið er vísun í gam­al­gróna ­mynd­lík­ingu þess að þung­lyndið sé eins og að eiga svartan hund, sem eltir þig um allt og ásækir þig. Bókin er þannig ljóð­ræn og fag­ur­fræði­lega frá­brugðin hefðbundnum ævi­sögu­frá­sögn­um. 

Margar hendur vinna létt verk og ég hefði aldrei getað staðið að þessu verk­efni ef ekki væri fyrir stuðn­ing frá fjöl­skyldu minni og vinum sem hafa lesið hand­ritið spjald­anna á milli í gegnum árin og komið með góða punkta. Það hefur ekki verið auð­velt, enda eru kaflar um fjöl­skyld­una mína og vin­konur mín­ar, og það er örugg­lega ekki auð­velt að lesa svona um sjálfan sig. Bókin hefur hjálpað okkur í sam­ein­ingu að takast á við áfallið og til­finn­ingar okkar og ég vona að það verði inn­blástur fyrir les­endur mína. Ég vil líka þakka Ísak, kærast­anum mínum og teym­inu mínu, þeim Frank og Sillu sem hafa hjálpað mér að setja upp sam­fé­lags­miðla­her­ferð fyr­ir­ Karol­ina Fund. Það koma kynn­ing­ar­mynd­bönd á næstu vikum sem verður spenn­andi að fylgj­ast með, þar sem ég ræði við þrjá þekkta geð­sjúk­linga um geð­heil­brigð­is­mál. 

Ég vil síðan þakka stuðn­ing ykkar allra sem styrkið verk­efn­ið, það er ómet­an­legt að hafa tæki­færi til þess að láta drauma sína ræt­ast á þennan hátt og ég hlakka til að geta boðið í útgáfu­teiti og áritað bæk­urnar fyrir ykk­ur!“

Hér er hægt að skoða og styrkja verk­efn­ið.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk