Karolina Fund: 2052 - Svipmyndir úr framtíðinni

Bók um hvað Ísland getur orðið þegar það verður stórt.

Auglýsing
Hjörtur Smári

2052 – Svip­myndir úr fram­tíð­inni er bók með safni af smá­sögum sem allar eiga það sam­eig­in­legt að ger­ast á Íslandi árið 2052. Smá­sög­urnar koma úr ýmsum átt­um, en 25 mis­mun­andi höf­undar eiga sögur í bók­inni þar sem þeir koma með sitt sjón­ar­horn á hvernig Ísland geti þró­ast á næstu 30 árum. Sumar sög­urnar eru ansi myrkar og drunga­leg­ar, ekki af því að sú fram­tíð sé ósk höf­undar heldur frekar til að vera okkur víti til varn­aðar og minna okkur á hverjar afleið­ing­arnar geta orðið til lengri tíma af ákvörð­unum sem við tökum í dag. Aðrar sögur eru mun jákvæð­ari og hafa það hlut­verk að vera okkur inn­blástur og hvatn­ing til góðra verka. 

Auglýsing
Ritstjóri og útgef­andi bók­ar­innar er Hjörtur Smára­son en meðal höf­unda eru þing­menn og frum­kvöðl­ar, pró­fess­orar og nem­end­ur, leik­stjórar og lög­reglu­menn, svo eitt­hvað sé nefnt. Í sög­unum taka höf­und­arnir fyrir spurn­ingar um fram­tíð­ar­þróun hinna ýmsu sviða, eins og til dæmis ferða­þjón­ustu, búsetu, sjáv­ar­út­vegs, tungu­máls­ins og sam­fé­lags­miðla. Við sjáum spegl­ast í þessum sögum ógnir sem vofa yfir sam­fé­lag­inu eins og lofts­lags­breyt­ing­arn­ar, sam­hengi tækni­þró­unar og manns­lík­am­ans og áhrif inn­flytj­enda á sam­fé­lagið en einnig drauma höf­unda um hverju við getum áorkað þegar við tökum okkur saman og vinnum að metn­að­ar­fullum mark­mið­um.

Segðu okkur frá hug­mynd­inni að verk­efn­inu?

„Ég starfa sem ráð­gjafi fyrir borg­ar- og rík­is­stjórnir um hvernig laða eigi að fjár­magn, hæfi­leika­fólk og ferða­menn. Í því starfi eru sviðs­myndir fram­tíðar mik­il­vægur hluti af ferl­inu sem og skýr fram­tíð­ar­mark­mið fyrir þróun borg­ar­innar eða lands­ins. Mér hefur þótt hins vegar skorta á slíkri fram­tíð­ar­sýn fyrir Ísland eftir hrun og allt of mikil orka hafa farið í að ríf­ast um hverjum hlut­irnir eru að kenna, í stað þess að setj­ast nið­ur, læra af því sem miður fór og ákveða svo hvernig við getum gert bet­ur. Ég var síðan fengin til þess að skrifa sjálfur smá­sögur um fram­tíð­ina fyrir breskt útgáfu­fyr­ir­tæki og datt þá í hug að gaman gæti verið að safna saman íslenskum sögum fyrir íslenska fram­tíð.”

Hvert er mark­miðið með bók­inni?

„Það sem er mark­mið mitt með bók­inni er að skapa umræðu­grund­völl fyrir fram­tíð­ar­stefnu Íslands. Með því að kalla fram hug­myndir um bæði það sem getur farið vel og það sem getur farið illa von­ast ég til þess að þessar sögur geti verið upp­haf­s­punktar að umræðum um hvaða áhrif ákvarð­anir sem við tökum í dag geta haft á það hvernig sam­fé­lag við erum eftir 30 ár. Og það er svo sem ein af ástæð­unum líka fyrir því að ég vel þetta ártal, 2052. Upp­haf­lega ástæðan var að þetta ár væri jafn­langt í burtu og liðið er frá árinu 1984, sem gert var ódauð­legt í fram­tíð­ar­bók ­Ge­or­ge Orwell. Þetta er tími sem er ekki lengra í burtu en svo að við ættum að geta ímyndað okkur ýmis­legt um þennan tíma, en nægi­lega langt í burtu til þess að ákveðin grund­vall­ar­at­riði geti gjör­breyst sem að gefur okkur aukið frelsi í fram­tíð­ar­sýn­inni. Við getum flest séð fyrir okkur árið 1984 og mörg hver munum vel eftir því ári. Sumt hefur ekk­ert breyst á meðan annað hefur mót­ast af hug­myndum sem við gátum ekki einu sinni ímyndað okkur þá. Það gerir þetta að skemmti­legu ári til að fást við.“

Var eitt­hvað sem kom þér á óvart í þeim sögum bár­ust þér fyrir bók­ina?

„Já, ég hafði virki­lega gaman af því að lesa þær hug­myndir sem koma fram í bók­inni. Þær eru jafn ólíkar og þær eru margar og nokkrar þeirra eru alveg þannig að ég þurfti aðeins að draga and­ann og melta þær þegar ég var búinn að lesa þær. Þær ögra manni og þeim hug­myndum sem maður hefur og setja hlut­ina í nýtt sam­hengi. Verður virki­lega hægt að skapa sér fjöl­skyldu á þann hátt sem Mar­grét Pála lýs­ir? Eða munu á Íslandi búa tvær þjóð­ir, önnur á Norð­aust­ur­horn­inu dyggi­lega studd af kín­verskum fjár­fest­ingum og hin á suð­vest­ur­horn­inu þar sem amer­ísku áhrifin munu halda uppi gömlu valda­klík­unum eins og pró­fessor í stjórn­mála­fræði lýsir á mjög skemmti­legan hátt í sínn­i ­sögu? Ég held að það sé margt þarna sem á eftir að koma fólki í opna skjöldu og fá það til þess að hugsa um hvernig sam­fé­lag það er sem við viljum búa í eftir þrjá­tíu og hvað það er sem við þurfum að gera til þess að Ísland verði sá staður sem við gjarnan viljum sjá.“

Hér er hægt að taka þátt í verk­efn­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk