Bjarni Bernharður er málari og skáld og býr í Reykjavík, fæddur 1950. Hann hefur frá 1975 sent frá sér 30 ljóðabækur, smásagnabók og frásögn af lífshlaupi sínu. Hin hálu þrep. Þá hefur Philip Roughton þýtt ljóð hans á ensku.
Bókin „Eitraður úrgangur“ er safn ljóða frá 1975 – 1988. Hér er um að ræða einstaka útgáfu sem er ríkulega myndskreytt með upphaflegum myndum. Full ástæða er til að vekja athygli á verkinu.
„Bækurnar átta í Eitruðum úrgangi eru útgefnar frá 1975 – 1988 og er löngu ófáanlegar, og því nauðsyn að gefa fólki færi á að kynna sér ljóðagerð mína frá þessum árum.
Í ljóðasafninu er ekki um eiginlegar þemabækur að ræða, öllu heldur má segja að ljóðin taki mið af upplifun minni af samfélaginu og tíðaranda.“
Bókin er myndskreytt með upphaflegum teikningum eftir höfund. Hér er um einstaka útgáfu að ræða sem verður gefin út í 300 eintökum.
Hér er hægt að skoða verkefnið og eignast bók eða listaverk eftir Bjarna Bernharð.