Issamwera er íslensk afro-latin-djass hljómsveit uppfull af framandi suðrænum rytmum og flæðandi djassstraumum. Nafnið Issamwera varð til þegar orðinu „mwera”, sem þýðir „að koma saman” á norður-mósambísku tungumáli, og orðinu „samvera” úr íslensku var blandað saman. Til varð orðið Issamwera með þá þýðingu að vera velkomin.
Hljómsveitin safnar nú fyrir útgáfu á sinni fyrstu plötu í gegnum Karolina fund.
Hverjir eru Issamwera?
„Fjúsjon bandið þar sem afrískir taktar eru í fararbroddi varð til árið 2013 þegar Yara Polana, einnig þekkt sem Monace, fór að finna fyrir fjarveru afrískrar tónlistar og fór að heyra í því sem hún kallar ,,öskri taktanna”.
Issamwera stuðlar að fjölbreytileika og leggur áherslu á að vekja athygli á og styrkja konur af lit í tónlistarbransanum. Hljómsveitin vinnur að því að halda í rætur sínar en að stuðla einnig að nýsköpun og nýrri hugsun. Með tónlistinni vilja þau hafa áhrif út í heiminn á fólk af lit, og ná sérstaklega til þeirra sem búa á Íslandi og á öðrum Norðurlöndum. Issamwera kynnir til allra tóna, lifnaðarhætti, sögu og gleði afrískra ættbálka og þannig afrískra tónlist.“
Hjálpið þeim með því að styrkja verkefnið í gegnumKarolina Fund.