Karolina Fund: Uppi og niðri og þar í miðju – úr alfaraleið

Nú er kvikmynduð tónleikaferð í júlí 2019 á Karolinafund.

Anna Jónsdóttir
Auglýsing

Uppi og niðri og þar í miðju – úr alfaraleið er kvikmynduð tónleikaferð í júlí næstkomandi, þar sem íslensk þjóðlög verða flutt á 6 mögnuðum stöðum á Íslandi. Þeir eru; Tjarnargígur í Lakagígum, Akranesviti, lýsistankur í Djúpavík, Stefánshellir í Hallmundarhrauni, Botnstjörn í Ásbyrgi og Emelíuklappir í Grímsey.

Tónleikaferðin, sem á fáa sína líka, verður í júlí nk. Anna Jónsdóttir sópransöngkona stendur á bak við verkefnið og er konan í brúnni. Með henni í för verða Dragos Alexandrescu kvikmyndatökumaður og myndlistarmaður og Árni Gylfason, hljóðmaður og kvikmyndatökumaður. Afurðirnar verða svo tónleikamynd ætluð fyrir sjónvarp, innsetningar sem verða notaðar á tónleikum síðar, og einnig sjálfstæð listaverk og tónlistarmyndbönd.

Auglýsing

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

Hugmyndin hefur verið að vaxa og dafna undanfarinn áratugi. Fyrsti vísirinn varð til þegar ég var gistilistamaður í Music Omi í Hudson í New York fylki 2010, og var þá beðin um að segja samlistamönnum mínum frá íslenskum tónlistararfi. Ég söng fyrir þau sýnidæmi og það var án meðleiks. Þetta féll í afar frjóan jarðveg, og ég vaknaði sjálf til vitundar um hversu kröftugt efni ég var með í farsteskinu, þar sem voru menningararfurinn og röddin. Þetta leiddi svo til útgáfu hljómdisksins VAR sem var hljóðritaður í lýsistanki á Djúpavík og í Akranesvita, stöðum sem ég valdi með tilliti til hljómburðar. Ég fylgdi disknum eftir með tónleikaferð sumarið 2015, á stöðum sem flestir eru þekktir fyrir annað en að vera eiginlegir tónleikastaðir, margir úti í náttúrunni.

Anna Jónsdóttir Mynd: Aðsend

Í þessari ferð sem mér fannst göldrum líkust, með sínum ótrúlegum stöðum, landslagi og fólki, vaknaði sú hugmynd að gera sambærilegt verkefni, en ganga skrefinu lengra og kvikmynda tónleikana og umhverfið og umstangið sem fylgdi. Ég hef verið að undirbúa þessa ferð leynt og ljóst síðan þá.

Þegar ég fór að leita að samstarfsaðilum heima og erlendis til að sjá um ýmsa þætti verkefnisins, komst ég í kynni við Dragos Alexandrescu, finnsk-rúmenskan kvikmyndagerðarmann. Hann sér um kvikmyndatöku, og tónleikaferðin verður jafnframt hluti af menningarverkefninu 6263, en það er alþjóðlegt samstarf listamanna á norðlægum breiddargráðum (62. og 63.). Árni Gylfason hljóðmaður og kvikmyndatökumaður bættist svo í hópinn og sér um hljóðið. Ingibjörg Hrönn Guðmundsdóttir, fatahönnuður sér svo um að hanna búning sérstaklega fyrir þetta verkefni.

Draumurinn er alveg að verða að veruleika og ég er mjög ánægð að hafa fengið þetta frábæra fólk í lið með mér. Ég á von á því að þarna muni verða ódauðlegir og ógleymanlegir tónleikar, viðburðir og samvera.

Stefánshellir – Anna Jónsdóttir Mynd: Aðsend

Segðu okkur frá þema verkefnisins

E.t.v. mætti segja að samruni sé þemað. Samruni tónlistar, ljóðlistar, náttúru, gjörnings, myndar, hljóðs, samveru og samvinnu sem renna saman í eina heild sem verður töfrandi andartak, í senn einstakt og ódauðlegt.

Samtakamáttur okkar og mikilvægi menningar- og náttúruvarðveislu?

Það er mikilvægt að geta leitað til fjöldans í gegnum fyrirbæri eins og Karolina fund, því að verkefni eins og þetta kostar svolítið meira en matarpeningarnir heimlisins leyfa.

Það er mikilvægt að varðveita menningararf og viðburði og fagurferði náttúru þarf líka að varðveita og gera ódauðlegt, enda gæfan fallvölt og lífið hverfult. Því er því gott að eiga góða að og hvert framlag skiptir máli í stóra samhenginu.

Hér er hægt að taka þátt í verkefninu hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk