Kristín Guðmundsdóttir hefur verið að skrifa síðan 2008 eftir tvö námskeið „Frá neista yfir í nýja bók“ hjá Endurmenntun háskóla Íslands. Margar hugmyndir komu upp og núna eru komnar átta sögur fyrir fullorðna að ýmsu tagi ásamt þessari bók. Vinkona hennar Becky teiknaði myndirnar í bókinni. Þær hafa
þekkst síðan 1998 þegar Becky var að kenna Kristínu spænsku með góðum árangri. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Kristín hefur sett upp facebook síðu og þar getur fólk fylgjst með framvindu mála.
Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?
Frá vinkona mín Becky sem er frá Spáni og hefur búið hér á landi síðan 1995. Hún talaði um að það vantaði góðar bækur fyrir fólk að erlendum uppruna. Til voru bækur fyrir þá sem eru að byrja læra tungumálið, það er allt gott um það að segja. En ef fólk vill lesa eitthvað meira þá er ekki auðugan garð að gresja. Við ákváðum að kýla á þetta og skráðum okkur á Karolina fund. Ég plataði kunningjakona mína og JCI félaga Guðlaugu Birnu Björnsdóttur að hanna kápuna, sem hún gerði listavel og höfum við unnið saman í mörgum verkefnum. Hún miklar þakkir skildar.
Segðu okkur frá þema verkefnisins
Bókin inniheldur 12 léttlestrar sögur. Hver saga er sjálfstæð og það er ekkert sérstakt þema, nema íslensk málfræði. Ég reyni að útskýra orðin og orðasamböndin sem fyrir koma, með því að láta persónurnar tala um það, upplifa það eða útskýra á auðveldan hátt. Ég reyni að hafa sögurnar sem fjölbreyttastar og það farið um víðan völl. Mér hefur tekist það nokkuð vel að ég held, Becky var himinlifandi þegar hún las þær. Ég kem inn á sögu Íslands, matarhefðir og margt fleira sem tengist íslensku samfélagi. Um leið er fólk að læra íslensku.
Hver er aðal markhópurinn?
Fullorðið fólk, mér var sagt af sérkennara að fullorðinsfræðslan þurfi á svona bókum að halda. Fullorðið fólk er lengur að ná tungumálinu en krakkarnir eins og gefur að skilja. Sögurnar eru líka fyrir börn en það er vel haldið utan um þau. Fólk verður að taka lítil skref í einu ef það ætlar að læra okkar flókna tungumál. Mér finnst að fólk verði að lesa eitthvað skemmtilegt það allt ferlið mun auðveldara.