„Að hanna er eins og að anda með heilanum“

Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.

Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
Auglýsing

„Að hanna er eins og að anda með heil­an­um,“ segir Guð­rún Mar­grét Jóhanns­dóttir hönn­uð­ur. Hún segir að ferlið verði mjög til­finn­inga­lega tengt og nái hápunkti þegar hug­vit, útlit og virkni falla í ljúfa löð. Ferlið fái svo ákveðna mynd á sig og ver­ald­legan til­gang sem svo finni sinn far­veg. „Sá far­vegur gæti verið á mat­ar­borð­inu heima hjá þér, inní eld­hús­inu þínu, á öxl­inni þinni eða í allt öðru sam­hengi, jafn­vel án þess efn­is­læga.“

Hún ólst upp á opn­unum mynd­lista­sýn­inga hér­lendis sem erlend­is. Hún man bara eftir að hafa farið á jóla­böll í sal Ásmundar Sveins­sonar mynd­höggv­ara sem barn og allar utan­lands­ferðir með for­eldrum hennar gengu út á að fara á lista­festi­völ og fleira í þeim dúr.

Guð­rún Mar­grét safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karol­ina Fund sem hún kallar hvít­lauks­skál­ina. Hún er í senn verk­færi og borð­bún­aður og auð­veld í þrif­um. „Með skál­inni er lífið dans á rósum og ham­ingjan óend­an­leg! Þú nuddar hvít­lauknum við rifjárnið í botni hennar og hellir olíu yfir og útkoman er; hvít­lauksol­í­a!“ segir í kynn­ing­ar­text­an­um.

Auglýsing

„Hönnun í mínum huga þýðir ekki að eiga fullt heldur þvert á móti, að eiga fátt sem þjónar þér og þínu lífi og þú getur átt lengi. Ég nán­ast til­bið hand­verkið vegna þess að ég dýrka slátt­inn í hinum líf­ræna tím­an­um, að verja honum og ekki eyða, þessi kombína­sjón er fyrir mér sama sem súr­efnið sem heldur í okkur lífi og elur af sér vilja í verki og þ.a.l. gefur okkur roða í kinn­arn­ar,“ segir Guð­rún Mar­grét.

Hún seg­ist velja að setja sig ekki undir einn hat í hönn­un, þar sem hönnun fyrir henni sé ekk­ert nema lífið sjálft með öllum sínum útur­dúrum í bland við kóríógraf­í­una sem endrum og eins gengur upp og slær í gegn.

„Ég hef fengið svo mörg og ólík verk­efni upp í hend­urnar og tel ég það kost og til­efni til þess að getað þroskast sem mann­eskja og hönn­uð­ur.

Ég hef til dæmis yndi af hönnun sem þjónar fleiri en einum til­gangi, eins og Hvít­lauks­skálin sem í senn er verk­færið og borða­bún­að­ur­inn í eina og sama hlutn­um,“ segir hún.

„Hæg hönnun er annar vín­k­ill sem ég gef allan minn gaum og er í miklu upp­á­haldi hjá mér, því ég tel hana eins þarfa nátt­úr­unni og öllu því sem bær­ist á jarð­kúl­unni eins og höf­uð­átt­irnar eru ferða­lang­anum úti í víð­átt­unni uppi á hálend­inu. Þar er merg­ur­inn máls­ins að sam­eina hugs­un­ina, til­finn­ing­una og gjörð­ina eða þörf­ina og heið­ar­leik­inn tekur öll völd því ferlið fær sitt sjálf­stæði í tím­anum sem það tekur og því ekki kom­ist hjá umhugsun og að velta vöngum í allar áttir og draga djúpt inn and­ann.“

Hvítlauksolíuskálin Mynd: Aðsend

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Ég var búsett í Barcelona þegar ég kynnt­ist pan con tomate aðferð­inni þeirra Kata­lóníu búa sem er ristað brauð smurt með tómati, svo er salti stráð yfir og síðan olífu olíu hellt yfir og önnur brauð­sneið notuð til að þjappa gums­inu öllu vel sam­an. En þar sem ég er mikil pizzu­gerða kona og hrein­lega elska hvít­lauk og alls hins góða sem hann hefur okkur upp á að bjóða, þá nudda ég alltaf fyrst afskornum hvít­lauk í sárið á brauð­sneið­inni og bæti svo öllu hinu við. Og svo hef ég alltaf átt í basli með hvít­lauks­press­una og hjálp­aði það basl til við að fá hug­mynd­ina að Hvít­lauks­skál­inni. Hún er dæmi um hönnun sem þjónar tvennum til­gangi en einnig fækkun hluta.“

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins

„Að varpa ljósi á mik­il­vægi hönn­unar en í leið­inni að nær­gætni gagn­vart okkar nán­asta umhverfi er mikið þarfa­þing. Skálin er óður til jarð­ar­innar og eins konar minn­is­varði hennar og þess vegna fannst mér mik­il­vægt að bein snert­ing með fingr­unum utanum hvít­l­auk­inn ætti sér stað svo að til­finn­ing­in, verkn­að­ur­inn og útkoman rynni í eitt. Er ekki allt komið af jörðu og af jörðu skal allt verða?

Hversu mik­il­vægt er að vera mann­eskja og vilja og kunna að fram­kalla hug­myndir sínar til þess að geta borið á borð góðan mál­stað. Og hvað baslið getur orðið eitt­hvað lýrískt og harm­ónískt ef maður kýs að horfa þanig á vand­ræði breyt­ast þau í verk­efni. Það er eins og það sé ástæða fyrir öllu og þegar maður fer að taka eftir því fer allt að meika sens. Sem skúlp­t­úristi, hönn­uður og lista­kenn­ari finnst mér dálítið mitt mis­sjón í líf­inu að leggja áherslu á mik­il­vægi þess að fá að vera í takt við ryðman sem á við okkur sem og jörð­ina. Allt á sinn sama upp­runna þó mynd­irnar séu eins og ólíkar og þær eru marg­ar.“

Hægt er að styrkja verk­efnið hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk