Lög til að dansa berfættur við á dimmum miðvikudagskvöldum

Símon Vestarr, sem ólst upp í Efra-Breiðholti, safnar fyrir útgáfu sólóplötunnar Fever Dream á Karolina Fund. Hún á að vera eftir háum hljómgæðastaðli.

Auglýsing
Símon Vestarr
Símon Vestarr

Símon Vest­arr er söngv­ari, hljóð­færa­leik­ari og laga­höf­undur sem ólst upp í Efra-Breið­holti. Faðir hans vígði hann inn í hljóð­færa­leik þegar hann var tólf ára og hlaut hann upp­runa­lega tón­list­ar­þjálfun sína að miklu leyti í kirkju­starfi, sem hann hefur síðar fjar­lægst. Hann hefur verið lengi að í músík og tekið þátt í ýmsum gjörn­ingum en að mestu leyti hefur hann flögrað undir rad­arnum í hinni íslensku tón­list­ar­senu í gegnum árin og lítið gefið út af eigin efni.

Á síð­ari árum hefur hann haft sig meir í frammi, sér­stak­lega með rokktríó­inu sín­u, K­ing­k­ill­er. Sú sveit hefur gefið út lög sem hafa hlotið mikla stúd­íó-­með­ferð á meðan sól­ó­efni Sím­onar hefur verið í örlítið hrárri hljóm­gæð­u­m. 

Auglýsing

Nú þótti honum hins vegar kom­inn tími til að gera sóló­plötu eftir háum hljóm­gæða­staðli og því hafði hann sam­band við Karol­ina Fund.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Allt frá því að ég var ung­lingur að stel­ast í diska hjá frænd­fólki og kunn­ingjum með hljóm­sveitum eins Led Zepp­el­in, Trú­brot og Sant­ana hefur mig langað að gefa út plötu sem er að mestu leyti tekin upp á óraf­mögnuð hljóð­færi og vísar í tíð­ar­and­ann sem var í tón­list í kringum 1970. Tolki­en-inn­blásnar ball­öð­ur­ Led Zepp­el­in, seið­andi slag­verk Sant­ana og stóru radd­an­irn­ar hjá Trú­brot og CSNY ­sendu mig alltaf á fram­andi staði í hug­anum og ég vildi búa til mínar eigin hug­ar­lendur í tónum og text­um. Að gefa þá tón­list út á vínyl skipti líka miklu máli.Símon Vestarr – Fever Dream.

Eyvindur Karls­son, spila­fé­lagi minn til margra ára, lét verða af þessu á síð­asta ári. Hann gaf út sitt efni á disk og plötu undir lista­manns­nafni sín­u, O­ne Bad Day, eftir að hafa

safnað fyrir fram­kvæmd­inni á Karol­ina Fund. Og eftir að hafa fylgst nokkrum sinnum með stúd­íó­vinnu Ása Jó (trymbils­ins í K­ing­k­ill­er) small hug­myndin sam­an. Ég átti lög sem ég vildi að sem flestir fengju að heyra; sum ný af nál­inni, önnur sem voru örlítið eldri á demó- upp­tökum og eitt eða tvö sem höfðu verið samin fyrir lif­andis löngu. Mér fannst þau öll verð­skulda vand­aðan flutn­ing og hljóð­blöndun og spilun í útvarpi.“

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins?

„Fever Dr­eam er heiti tit­il­lags­ins en líka heild­ar­stef allrar plöt­unn­ar. Text­arnir í lög­unum fjalla allir á einn eða annan hátt um að elt­ast við eitt­hvað sem gufar upp um leið og hönd á fest­ir.

Hug­myndin um veru­leika­skynjun okkar sem óráðs­martröð er eitt helsta við­fangs­efni aust­rænna heim­speki­hefða og varð ég fyrst almenni­lega hug­fang­inn af henni eftir að hafa séð mexíkósku kvik­mynd­ina La Montaña Sa­grada. Ljóð plöt­unnar fjalla á ská um guð­dóm og róm­an­tík og fleira sem við teljum okkur skilja en sjáum í gegnum kámugan glugga sjálfs­með­vit­aðrar hugs­un­ar.

Platan er mjög inni­leg í eðli sínu og mark­mið mitt er að hún hreyfi við hlust­and­an­um. Svo eru mörg lögin lík­a ryþmísk og vel til þess fallin að dansa ber­fættur við innan um kerti og reyk­elsi í stof­unni á dimmum mið­viku­dags­kvöld­um.“

Verður haldið upp á það þegar söfn­un­inni lýk­ur?

„Svo sann­ar­lega. Útgáfu­tón­leikar verða haldnir í Hann­es­ar­holti og hægt er að kaupa sér miða á þá með áheiti, auk þess sem hlust­un­arpartí verður haldið þegar mixi og master er lok­ið. Hægt er að ger­ast þátt­tak­andi í þeim gleð­skap, þar sem hlustað verður á plöt­una í fyrsta sinn og sungið og trallað á óguð­legum tíma heima hjá mér, með áheiti. Einnig er hægt að bóka mig til að halda lengri eða styttri tón­leika með því að leggja í púkk. Ég hlakka til að hitta sem allra flesta á þessum við­burð­um. Að deila lög­unum mínum með fólki sem elskar tón­list er eitt það skemmti­leg­asta sem ég ger­i.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í verk­efn­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk