Lög til að dansa berfættur við á dimmum miðvikudagskvöldum

Símon Vestarr, sem ólst upp í Efra-Breiðholti, safnar fyrir útgáfu sólóplötunnar Fever Dream á Karolina Fund. Hún á að vera eftir háum hljómgæðastaðli.

Auglýsing
Símon Vestarr
Símon Vestarr

Símon Vestarr er söngvari, hljóðfæraleikari og lagahöfundur sem ólst upp í Efra-Breiðholti. Faðir hans vígði hann inn í hljóðfæraleik þegar hann var tólf ára og hlaut hann upprunalega tónlistarþjálfun sína að miklu leyti í kirkjustarfi, sem hann hefur síðar fjarlægst. Hann hefur verið lengi að í músík og tekið þátt í ýmsum gjörningum en að mestu leyti hefur hann flögrað undir radarnum í hinni íslensku tónlistarsenu í gegnum árin og lítið gefið út af eigin efni.

Á síðari árum hefur hann haft sig meir í frammi, sérstaklega með rokktríóinu sínu, Kingkiller. Sú sveit hefur gefið út lög sem hafa hlotið mikla stúdíó-meðferð á meðan sólóefni Símonar hefur verið í örlítið hrárri hljómgæðum. 

Auglýsing

Nú þótti honum hins vegar kominn tími til að gera sólóplötu eftir háum hljómgæðastaðli og því hafði hann samband við Karolina Fund.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Allt frá því að ég var unglingur að stelast í diska hjá frændfólki og kunningjum með hljómsveitum eins Led Zeppelin, Trúbrot og Santana hefur mig langað að gefa út plötu sem er að mestu leyti tekin upp á órafmögnuð hljóðfæri og vísar í tíðarandann sem var í tónlist í kringum 1970. Tolkien-innblásnar ballöður Led Zeppelin, seiðandi slagverk Santana og stóru raddanirnar hjá Trúbrot og CSNY sendu mig alltaf á framandi staði í huganum og ég vildi búa til mínar eigin hugarlendur í tónum og textum. Að gefa þá tónlist út á vínyl skipti líka miklu máli.Símon Vestarr – Fever Dream.

Eyvindur Karlsson, spilafélagi minn til margra ára, lét verða af þessu á síðasta ári. Hann gaf út sitt efni á disk og plötu undir listamannsnafni sínu, One Bad Day, eftir að hafa
safnað fyrir framkvæmdinni á Karolina Fund. Og eftir að hafa fylgst nokkrum sinnum með stúdíóvinnu Ása Jó (trymbilsins í Kingkiller) small hugmyndin saman. Ég átti lög sem ég vildi að sem flestir fengju að heyra; sum ný af nálinni, önnur sem voru örlítið eldri á demó- upptökum og eitt eða tvö sem höfðu verið samin fyrir lifandis löngu. Mér fannst þau öll verðskulda vandaðan flutning og hljóðblöndun og spilun í útvarpi.“

Segðu okkur frá þema verkefnisins?

„Fever Dream er heiti titillagsins en líka heildarstef allrar plötunnar. Textarnir í lögunum fjalla allir á einn eða annan hátt um að eltast við eitthvað sem gufar upp um leið og hönd á festir.

Hugmyndin um veruleikaskynjun okkar sem óráðsmartröð er eitt helsta viðfangsefni austrænna heimspekihefða og varð ég fyrst almennilega hugfanginn af henni eftir að hafa séð mexíkósku kvikmyndina La Montaña Sagrada. Ljóð plötunnar fjalla á ská um guðdóm og rómantík og fleira sem við teljum okkur skilja en sjáum í gegnum kámugan glugga sjálfsmeðvitaðrar hugsunar.

Platan er mjög innileg í eðli sínu og markmið mitt er að hún hreyfi við hlustandanum. Svo eru mörg lögin líka ryþmísk og vel til þess fallin að dansa berfættur við innan um kerti og reykelsi í stofunni á dimmum miðvikudagskvöldum.“

Verður haldið upp á það þegar söfnuninni lýkur?

„Svo sannarlega. Útgáfutónleikar verða haldnir í Hannesarholti og hægt er að kaupa sér miða á þá með áheiti, auk þess sem hlustunarpartí verður haldið þegar mixi og master er lokið. Hægt er að gerast þátttakandi í þeim gleðskap, þar sem hlustað verður á plötuna í fyrsta sinn og sungið og trallað á óguðlegum tíma heima hjá mér, með áheiti. Einnig er hægt að bóka mig til að halda lengri eða styttri tónleika með því að leggja í púkk. Ég hlakka til að hitta sem allra flesta á þessum viðburðum. Að deila lögunum mínum með fólki sem elskar tónlist er eitt það skemmtilegasta sem ég geri.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í verkefninu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk