Besta platan með Pearl Jam - Vitalogy

Vitalogy var gefin út af Epic Records þann 22. nóvember 1994, 15 lög á 55 mínútum og 30 sekúndum.

snæbjörnrag.jpeg
Auglýsing

Hug­myndin um bestu plöt­una hverju sinni bygg­ist ein­göngu á skoðun minni og þekk­ingu. Skoð­unin er oft­ast mjög sterk en þekk­ingin getur verið alla­vega. Þannig hika ég ekki við að til­nefna bestu plöt­una og þá skiptir engu hvort ég þekki allar útgáfur við­kom­andi mjög vel eða bara þessa einu – já eða eitt­hvað þar á milli. 

Ég er þess vegna alltaf til í rök­ræður og upp­fræðslu frá les­endum sem annað hvort vita betur eða telja sig vita bet­ur. Aðal­málið er að hlusta á og ræða hljóm­plötur sem heild, bestu plöt­una í hvert skipt­i. 

Hljóm­sveitin Pearl Jam var stofnuð árið 1990 í Seatt­le, í Was­hington-­ríki Banda­ríkj­anna. Pearl Jam hefur gefið út 10 breið­skífur á ferl­in­um:

Auglýsing

Ten (1991)

Vs. (1993)

Vita­logy (1994)

No Code (1996)

Yield (1998)

Binaural (2000)

Riot Act­ (2002)

Pearl Jam (2006)

Back­spacer (2009)

Lightn­ing Bolt (2013)

Eftir fjögur ótrú­leg ár voru Pearl Jam-liðar komnir á slæman stað. Tvær plötur í rassvas­an­um, Ten (1991) og Vs. (1993), báðar horn­steinar Grun­ge-­stefn­unnar sem hafa sam­tals selst í vel yfir 20 millj­ónum ein­taka. En nú var allt á leið í vaskinn.

Jöwröw­mööw

Ég var ekki sér­lega mik­ill Pearl Jam-­maður á fyrstu árum bands­ins. Ég hlust­aði á þung­arokk og pönk. Nir­vana náði mér á fyrstu sek­únd­unni en restin af Grun­ge-­bönd­unum ekki. Mér fannst þetta frekar lint og ansi til­gerð­ar­legt sem hafði senni­lega með söngstíl­inn að gera. Stálp­aðir menn sem sungu eins og þeir væru linnu­laust sár­k­valdir á sál og lík­ama og not­uðu helst bara eina gerð sér­hljóða sem var ein­hvers­konar blanda af a, o, ö og ú en þó sungið rétt fyrir aftan tungurót­ina. Ætli „öw“ sé ekki ígildi hljóð­rit­unar sem við gætum notað í hall­æri. Ég átti alltaf afar erfitt með að heyra Eddie Vedder jarma „Jöwröw­mööw spööwk öööwn clööööwss töwdöööööööw,“ og á raunar enn.



Hröð, kaó­tísk, ljót og óskilj­an­leg

Ég fékk Vita­logy í jóla­gjöf árið 1994, mán­uði eftir að hún kom út. Geisla­disk reyndar en hann kom ekki út fyrr en 1. des­em­ber, níu dögum á eftir vín­yl­út­gáf­unni. Vín­yll­inn seld­ist í 34.000 ein­tökum fyrstu vik­una, heims­met sem stóð allt til árs­ins 2014 þegar Jack White gaf út Laz­ar­etto og seldi 40.000. Vita­logy var hitt­ari, ótrú­legt en satt. Eftir brjál­aða vel­gengni og gríð­ar­legt álag frá útgáfu Ten var Pearl Jam að lið­ast í sund­ur. Með­limir töl­uð­ust ekki við nema af nauð­syn, valda­bar­átta gerði vart við sig, ótæpi­leg eit­ur­lyfja- og áfeng­is­neysla gerði sam­skiptin enn flókn­ari og svo mætti lengi telja. Þau fáu lög sem samin voru í sam­vinnu urðu til á tón­leika­ferða­lag­inu árið áður, Vedder átti eins og eitt gam­alt lag í fórum sínum en ann­ars varð lítið úr verki fyrr en í hljóð­verið var kom­ið. Þar gerð­ust hlut­irnir hins vegar bæði hratt og harka­lega, eða svo lýsa með­lim­irnir sem og pródús­er­inn Brendan O’Brien ástand­inu núna þegar árin hafa liðið og öld­urnar lægt. Þeir ganga svo langt að segja að gerð plöt­unnar hafi verið knúin áfram af vilja til þess að eyði­leggja allt sem þeir höfðu byggt upp fram að því. 

Lögin eru oft hröð, kaó­tísk, ljót og óskilj­an­leg, samin hálf­tíma eða klukku­tíma áður en þau voru tekin upp og allt látið standa. Seint í ferl­inu þurfti trommar­inn Dave Abbruzzese að bregða sér af bæ til að láta taka úr sér nef­kirtla. Í hans fjar­veru varð lagið Satan’s Bed til sem aðstoð­ar­maður Dave tromm­aði inn á teip­ið. Sú taka stendur og stuttu síðar var Abbruzzese lát­inn fara. Þetta sem og önnur nið­ur­rifs­starfs­semi hefði getað þýtt enda­lok Pearl Jam. Platan er enda afar und­ar­leg á margan hátt, sér í lagi ef hún er borin saman við fyr­ir­renn­ar­ana sem eru í raun ekk­ert annað en frekar fyr­ir­sjá­an­legar rokk­plötur þótt góðar séu. Vita­logy hefði getað fallið vit­lausu megin (eða réttu megin kannski, ef tak­markið var í alvör­unni að skemma fer­il­inn) og flopp­að.

Hulstrið sem pass­aði ekki í hillur

Ég man eftir því að hafa tekið plastið utan af disk­inum og furðað mig á umslag­inu. Það var ógeðs­lega flott, eins og gömul bók, en djöf­ull lét ég fara í taug­arnar á mér að það skyldi snúa svona vit­laust. Ég átti þá þegar mörg­hund­ruð diska og sá fram á að þessi myndi annað hvort standa upp úr bunk­anum eða þurfa að snúa rangt. Skýr­ingin er sú að hulstrið er fengið að láni af lækna­vís­inda­bók frá miðri tutt­ug­ustu öld og Jam-liðar vildu halda sem mest í útlit og form bók­ar­inn­ar, fram­leið­end­um, búð­ar­eig­endum og mér til ama. En sum sé, aðfanga­dags­kvöld 1994 og ég hálf­svekktur með þessa gjöf. Jólin 1993 hafði ég fengið In Utero með Nir­vana í svip­uðum pakka og sat núna með heyrn­ar­tólin á stofu­gólf­inu við Mar­antz-græjurnar hans pabba í nákvæm­lega sömu aðstæðum og árið áður. 

Nema hvað að In Utero var vit­an­lega frá­bær. Nú hafði ég bara fengið eitt­hvað drasl með Pearl Jam. Ég hugs­aði um að skipta gjöf­inni fyrir ein­hvern disk sem mig lang­aði í en féll frá því. Bæði þótti mér vænt um frændur mína sem gáfu mér plöt­una og svo upp­lifði ég þarna þá til­finn­ingu sem við sem njótum tón­listar þekkjum flest: „Hvað ef ég er vanda­mál­ið? Get ég setið hérna á gólf­inu í for­eldra­húsum og púað á hljóm­sveit sem hefur selt 20.000.000 ein­tök af plöt­unum sín­um? Hefur fjöld­inn rétt fyrr sér?“ Ég hef alltaf átt erfitt með þá skil­grein­ingu. Þetta lag er til að mynda með 2.259.766.725 áhorf á YouTube þegar þetta er skrifað en gerir nákvæm­lega ekk­ert fyrir mig. Ég próf­aði meira að segja að hlusta 10 sinnum í röð:



Getur fólk í alvöru haft rangt fyrir sér vel á þriðja millj­arð sinn­um?

Besta lag Pearl Jam frá upp­hafi

Fyrsta lagið rann að mig minnir bara fram­hjá mér meðan ég skoð­aði hulstr­ið. Ekk­ert slæmt, en ekk­ert frá­bært. Flott gít­arsánd samt. En svo kom lag númer tvö, Spin the Black Circle sem ég vissi ekki þá en hafði verið valið sem fyrsta smá­skífu­lag af plöt­unn­i. 

Óskilj­an­leg ákvörðun hrein­lega, pönk­skotið og alls ekki lík­legt til útvarps­vin­sælda og mjög í takt við allt nið­ur­rif­ið. En þetta var frá­bært! Heift, áræðni og miklu minna öw! Og þarna var þetta kom­ið. Ég sat og hlust­aði á plöt­una í gegn og trúði því varla að þetta væri Pearl Jam. Nokkur lag­anna eru óskilj­an­leg og rétt að segja leið­in­leg, bæði til­rauna­kennd og voða­leg. En það er bara eitt­hvað svo frá­bært. Hápunkt­arnir eru þó vissu­lega lögin sem virð­ast aðeins meira yfir­veguð og úthugsuð en mig grunar að gald­ur­inn á bak­við þau sé allt brjál­æðið sem knýr hin lög­in. Kannski torskilj­an­leg pæl­ing en ég ætla að standa við hana.

Vitalogy undir nálinni.Bestu lögin eru Better Man, lagið sem Vedder átti á lager og hafði reyndar samið áður en Pearl Jam varð til, Imm­orta­lity, Corduroy og Not­hing­man, sem mér finnst vera besta lag Pearl Jam frá upp­hafi. Allt frekar afslöppuð og aðgengi­leg lög sem virð­ast standa eins og blóm upp úr óárenni­legum arf­a­num sem þekur jörð­ina allt um kring. Stór­kost­legt jafn­vægi.

Platan seld­ist hratt og hlaut mikið lof, þvert á vænt­ingar margra og kannski fyr­ir­ætl­an­ir. Sveitin vann sín fyrstu Gram­my-verð­laun, Best Hard Rock Per­for­mance, fyrir Spin the Black Circle árið 1996 og hlaut fleiri til­nefn­ingar þetta sama ár. Vita­logy hefur aldrei náð að setj­ast á sömu syllu og plöt­urnar tvær sem á undan komu hvað varðar vin­sældir en situr þó ansi örugg­lega í þriðja sæti þegar kemur að sölu og útbreiðslu. Hvað cult-sta­tus varðar trónir hún ótví­rætt á hæstu tind­um.

Gömlu­kalla­band?

Neibb! Þótt Pearl Jam hafi ekki gefið út breið­skífu síðan 2013 eru þeir langt frá því orðnir gömlu­kalla­band. Þeir við­halda fersk­leik­anum og selja tón­leika­miða í gáma­vís. Í dag eru það aðeins tvö af lög­unum af Vita­logy sem fá mjög reglu­lega spilun á tón­leik­um, Corduroy og Better Man, en þó eru þeir mjög dug­legir við að rótera á prógram­inu, svo mjög að varla er til það lag af ferl­inum sem aldrei heyr­ist læf. Næstu afleys­inga­lög af Vita­logy eru Spin the Black Circle og Not­hing­man, Not for You og jafn­vel Last Exit sem öll heyr­ast nokkrum sinnum á hverjum túr. Önnur heyr­ast sjaldnar en fæst aldrei. Meira að segja hið stór­und­ar­lega Bugs fékk síð­ast að hljóma árið 2013 (og reyndar oftar á sól­ótón­leikum hjá Vedd­er).

Ég þekki seinni ára feril Pearl Jam ekki mjög vel. Það sem ég hef heyrt fellur yfir­leitt í flokk­inn „þetta bætir engu við,“ sem er sagan með margt lista­fólk sem byrjar fer­il­inn á því að slá í gegn. Bandið hefur þó farið minna í taug­arnar á mér eftir því sem árin líða, meira að segja öw og fyrstu plöt­urnar tvær. Þeir halda í heil­ind­in, fjórir af fimm eru stofn­með­limir og Matt Cameron hefur setið við settið síðan 1998. Það þarf sterk bein til að þola góða daga.

Ég hvet ykkur öll til að hlusta á þetta meist­ara­verk í heild. Hér er mín skoðun en ég skal glaður rök­ræða hana: Vita­logy er besta platan með Pearl Jam

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk