Besta platan með Pearl Jam - Vitalogy

Vitalogy var gefin út af Epic Records þann 22. nóvember 1994, 15 lög á 55 mínútum og 30 sekúndum.

snæbjörnrag.jpeg
Auglýsing

Hugmyndin um bestu plötuna hverju sinni byggist eingöngu á skoðun minni og þekkingu. Skoðunin er oftast mjög sterk en þekkingin getur verið allavega. Þannig hika ég ekki við að tilnefna bestu plötuna og þá skiptir engu hvort ég þekki allar útgáfur viðkomandi mjög vel eða bara þessa einu – já eða eitthvað þar á milli. 

Ég er þess vegna alltaf til í rökræður og uppfræðslu frá lesendum sem annað hvort vita betur eða telja sig vita betur. Aðalmálið er að hlusta á og ræða hljómplötur sem heild, bestu plötuna í hvert skipti. 

Hljómsveitin Pearl Jam var stofnuð árið 1990 í Seattle, í Washington-ríki Bandaríkjanna. Pearl Jam hefur gefið út 10 breiðskífur á ferlinum:

Auglýsing

Ten (1991)

Vs. (1993)

Vitalogy (1994)

No Code (1996)

Yield (1998)

Binaural (2000)

Riot Act (2002)

Pearl Jam (2006)

Backspacer (2009)

Lightning Bolt (2013)

Eftir fjögur ótrúleg ár voru Pearl Jam-liðar komnir á slæman stað. Tvær plötur í rassvasanum, Ten (1991) og Vs. (1993), báðar hornsteinar Grunge-stefnunnar sem hafa samtals selst í vel yfir 20 milljónum eintaka. En nú var allt á leið í vaskinn.

Jöwröwmööw

Ég var ekki sérlega mikill Pearl Jam-maður á fyrstu árum bandsins. Ég hlustaði á þungarokk og pönk. Nirvana náði mér á fyrstu sekúndunni en restin af Grunge-böndunum ekki. Mér fannst þetta frekar lint og ansi tilgerðarlegt sem hafði sennilega með söngstílinn að gera. Stálpaðir menn sem sungu eins og þeir væru linnulaust sárkvaldir á sál og líkama og notuðu helst bara eina gerð sérhljóða sem var einhverskonar blanda af a, o, ö og ú en þó sungið rétt fyrir aftan tungurótina. Ætli „öw“ sé ekki ígildi hljóðritunar sem við gætum notað í hallæri. Ég átti alltaf afar erfitt með að heyra Eddie Vedder jarma „Jöwröwmööw spööwk öööwn clööööwss töwdöööööööw,“ og á raunar enn.


Hröð, kaótísk, ljót og óskiljanleg

Ég fékk Vitalogy í jólagjöf árið 1994, mánuði eftir að hún kom út. Geisladisk reyndar en hann kom ekki út fyrr en 1. desember, níu dögum á eftir vínylútgáfunni. Vínyllinn seldist í 34.000 eintökum fyrstu vikuna, heimsmet sem stóð allt til ársins 2014 þegar Jack White gaf út Lazaretto og seldi 40.000. Vitalogy var hittari, ótrúlegt en satt. Eftir brjálaða velgengni og gríðarlegt álag frá útgáfu Ten var Pearl Jam að liðast í sundur. Meðlimir töluðust ekki við nema af nauðsyn, valdabarátta gerði vart við sig, ótæpileg eiturlyfja- og áfengisneysla gerði samskiptin enn flóknari og svo mætti lengi telja. Þau fáu lög sem samin voru í samvinnu urðu til á tónleikaferðalaginu árið áður, Vedder átti eins og eitt gamalt lag í fórum sínum en annars varð lítið úr verki fyrr en í hljóðverið var komið. Þar gerðust hlutirnir hins vegar bæði hratt og harkalega, eða svo lýsa meðlimirnir sem og pródúserinn Brendan O’Brien ástandinu núna þegar árin hafa liðið og öldurnar lægt. Þeir ganga svo langt að segja að gerð plötunnar hafi verið knúin áfram af vilja til þess að eyðileggja allt sem þeir höfðu byggt upp fram að því. 

Lögin eru oft hröð, kaótísk, ljót og óskiljanleg, samin hálftíma eða klukkutíma áður en þau voru tekin upp og allt látið standa. Seint í ferlinu þurfti trommarinn Dave Abbruzzese að bregða sér af bæ til að láta taka úr sér nefkirtla. Í hans fjarveru varð lagið Satan’s Bed til sem aðstoðarmaður Dave trommaði inn á teipið. Sú taka stendur og stuttu síðar var Abbruzzese látinn fara. Þetta sem og önnur niðurrifsstarfssemi hefði getað þýtt endalok Pearl Jam. Platan er enda afar undarleg á margan hátt, sér í lagi ef hún er borin saman við fyrirrennarana sem eru í raun ekkert annað en frekar fyrirsjáanlegar rokkplötur þótt góðar séu. Vitalogy hefði getað fallið vitlausu megin (eða réttu megin kannski, ef takmarkið var í alvörunni að skemma ferilinn) og floppað.

Hulstrið sem passaði ekki í hillur

Ég man eftir því að hafa tekið plastið utan af diskinum og furðað mig á umslaginu. Það var ógeðslega flott, eins og gömul bók, en djöfull lét ég fara í taugarnar á mér að það skyldi snúa svona vitlaust. Ég átti þá þegar mörghundruð diska og sá fram á að þessi myndi annað hvort standa upp úr bunkanum eða þurfa að snúa rangt. Skýringin er sú að hulstrið er fengið að láni af læknavísindabók frá miðri tuttugustu öld og Jam-liðar vildu halda sem mest í útlit og form bókarinnar, framleiðendum, búðareigendum og mér til ama. En sum sé, aðfangadagskvöld 1994 og ég hálfsvekktur með þessa gjöf. Jólin 1993 hafði ég fengið In Utero með Nirvana í svipuðum pakka og sat núna með heyrnartólin á stofugólfinu við Marantz-græjurnar hans pabba í nákvæmlega sömu aðstæðum og árið áður. 

Nema hvað að In Utero var vitanlega frábær. Nú hafði ég bara fengið eitthvað drasl með Pearl Jam. Ég hugsaði um að skipta gjöfinni fyrir einhvern disk sem mig langaði í en féll frá því. Bæði þótti mér vænt um frændur mína sem gáfu mér plötuna og svo upplifði ég þarna þá tilfinningu sem við sem njótum tónlistar þekkjum flest: „Hvað ef ég er vandamálið? Get ég setið hérna á gólfinu í foreldrahúsum og púað á hljómsveit sem hefur selt 20.000.000 eintök af plötunum sínum? Hefur fjöldinn rétt fyrr sér?“ Ég hef alltaf átt erfitt með þá skilgreiningu. Þetta lag er til að mynda með 2.259.766.725 áhorf á YouTube þegar þetta er skrifað en gerir nákvæmlega ekkert fyrir mig. Ég prófaði meira að segja að hlusta 10 sinnum í röð:


Getur fólk í alvöru haft rangt fyrir sér vel á þriðja milljarð sinnum?

Besta lag Pearl Jam frá upphafi

Fyrsta lagið rann að mig minnir bara framhjá mér meðan ég skoðaði hulstrið. Ekkert slæmt, en ekkert frábært. Flott gítarsánd samt. En svo kom lag númer tvö, Spin the Black Circle sem ég vissi ekki þá en hafði verið valið sem fyrsta smáskífulag af plötunni. 

Óskiljanleg ákvörðun hreinlega, pönkskotið og alls ekki líklegt til útvarpsvinsælda og mjög í takt við allt niðurrifið. En þetta var frábært! Heift, áræðni og miklu minna öw! Og þarna var þetta komið. Ég sat og hlustaði á plötuna í gegn og trúði því varla að þetta væri Pearl Jam. Nokkur laganna eru óskiljanleg og rétt að segja leiðinleg, bæði tilraunakennd og voðaleg. En það er bara eitthvað svo frábært. Hápunktarnir eru þó vissulega lögin sem virðast aðeins meira yfirveguð og úthugsuð en mig grunar að galdurinn á bakvið þau sé allt brjálæðið sem knýr hin lögin. Kannski torskiljanleg pæling en ég ætla að standa við hana.

Vitalogy undir nálinni.Bestu lögin eru Better Man, lagið sem Vedder átti á lager og hafði reyndar samið áður en Pearl Jam varð til, Immortality, Corduroy og Nothingman, sem mér finnst vera besta lag Pearl Jam frá upphafi. Allt frekar afslöppuð og aðgengileg lög sem virðast standa eins og blóm upp úr óárennilegum arfanum sem þekur jörðina allt um kring. Stórkostlegt jafnvægi.

Platan seldist hratt og hlaut mikið lof, þvert á væntingar margra og kannski fyrirætlanir. Sveitin vann sín fyrstu Grammy-verðlaun, Best Hard Rock Performance, fyrir Spin the Black Circle árið 1996 og hlaut fleiri tilnefningar þetta sama ár. Vitalogy hefur aldrei náð að setjast á sömu syllu og plöturnar tvær sem á undan komu hvað varðar vinsældir en situr þó ansi örugglega í þriðja sæti þegar kemur að sölu og útbreiðslu. Hvað cult-status varðar trónir hún ótvírætt á hæstu tindum.

Gömlukallaband?

Neibb! Þótt Pearl Jam hafi ekki gefið út breiðskífu síðan 2013 eru þeir langt frá því orðnir gömlukallaband. Þeir viðhalda ferskleikanum og selja tónleikamiða í gámavís. Í dag eru það aðeins tvö af lögunum af Vitalogy sem fá mjög reglulega spilun á tónleikum, Corduroy og Better Man, en þó eru þeir mjög duglegir við að rótera á prógraminu, svo mjög að varla er til það lag af ferlinum sem aldrei heyrist læf. Næstu afleysingalög af Vitalogy eru Spin the Black Circle og Nothingman, Not for You og jafnvel Last Exit sem öll heyrast nokkrum sinnum á hverjum túr. Önnur heyrast sjaldnar en fæst aldrei. Meira að segja hið stórundarlega Bugs fékk síðast að hljóma árið 2013 (og reyndar oftar á sólótónleikum hjá Vedder).

Ég þekki seinni ára feril Pearl Jam ekki mjög vel. Það sem ég hef heyrt fellur yfirleitt í flokkinn „þetta bætir engu við,“ sem er sagan með margt listafólk sem byrjar ferilinn á því að slá í gegn. Bandið hefur þó farið minna í taugarnar á mér eftir því sem árin líða, meira að segja öw og fyrstu plöturnar tvær. Þeir halda í heilindin, fjórir af fimm eru stofnmeðlimir og Matt Cameron hefur setið við settið síðan 1998. Það þarf sterk bein til að þola góða daga.

Ég hvet ykkur öll til að hlusta á þetta meistaraverk í heild. Hér er mín skoðun en ég skal glaður rökræða hana: Vitalogy er besta platan með Pearl Jam

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk