Besta platan með Metallica – Master of Puppets

Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.

master.jpeg
Auglýsing

Hug­myndin um bestu plöt­una hverju sinni bygg­ist ein­göng­u á skoðun minni og þekk­ingu. Skoð­unin er oft­ast mjög sterk en þekk­ingin get­ur verið alla­vega. Þannig hika ég ekki við að til­nefna bestu plöt­una og þá skipt­ir engu hvort ég þekki allar útgáfur við­kom­andi mjög vel eða bara þessa einu – já eða eitt­hvað þar á milli.

Ég er þess vegna alltaf til í rök­ræður og upp­fræðslu frá­ les­endum sem annað hvort vita betur eða telja sig vita bet­ur. Aðal­málið er að hlusta á og ræða hljóm­plötur sem heild, bestu plöt­una í hvert skipti.

Hljóm­sveitin Metall­ica var stofnuð árið 1981 í Los Ang­el­es, í Kali­forn­íu­fylki Banda­ríkj­anna. Metall­ica hefur gefið út 10 breið­skífur á ferl­in­um:

Auglýsing

Kill 'Em All (1983)

Ride the Lightn­ing (1984)

Master of Pupp­ets (1986)

...And Ju­st­ice for All (1988)

Metall­ica (1991)

Load (1996)

Reload (1997)

St. An­ger (2003)

Deat­h ­Magnet­ic (2008)

Hard­wired... to Sel­f-Destruct  (2016)

Þetta var ótrú­legt ár í heimi Thras­h-­málms­ins. Ant­hrax gaf út sitt meist­ara­verk, Among the Liv­ing réttu ári eftir að Metall­ica sendi frá sér Master of P­upp­ets en í milli­tíð­inni hafði Mega­deth gefið út Peace Sells... but Who’s Buy­ing og Slayer hrært í Reign in Blood. Allt þetta á einu ári. Og síðan hafa þessi bönd verið rétti­lega kölluð Hin fjög­ur fræknu – The Big Four.



Villi! Skil­aðu plöt­unum mín­um, hel­vítis Nagl­bít­ur­inn ­þinn!

Ég heyrði fyrst í Metall­ica 1988. Held ég alla­vega, þetta rennur aðeins sam­an. Ég var tíu ára og velti ekki mik­ið ­fyrir mér í hvaða röð plöt­urnar höfðu komið út og svo­leið­is. Ég eign­að­ist þær svo senni­lega á árunum 1990 og 1991, allar fjórar sem þá höfðu komið út auk ­for­láta smá­skífusafns, sex 12 tommu smá­skífur í svörtum pakka. Í þeim pakka var stórt plakat af band­inu þar sem Lars Ulrich sendir umheim­inum fing­ur­inn. Óóó­geðs­lega töff. Þetta plakat hékk uppi í bíl­skúrnum hjá Agga vini mínum þar sem við stofn­uð­u­m ­fyrstu hljóm­sveit­ina okkar í jan­úar 1991. Böbbi söng, eins og hann gerir í Skálmöld, og Aggi tromm­aði, eins og hann gerir meðal ann­arra verka í Ljót­u hálf­vit­un­um. Billi spil­aði á bassa og ég á gít­ar. Eftir að hafa eign­ast svört­u ­plöt­una 1991 lán­aði ég Villa Nagl­bít allar þessar plötur og hann mér­ Hendrix-safnið sitt í stað­inn. Og við það situr í dag. Mér hafa áskotn­ast önn­ur ein­tök af flestum Metall­ica-­plöt­unum síðan en ég vil endi­lega fara að end­ur­heimta mínar gömlu. Vil­helm!

Load er sölu­hærri en Kill 'Em All

Ég hef þá skoð­un að Master of Pupp­ets sé síð­asta efa­lausa plata Metall­ica, síð­asta platan þar ­sem allir voru full­kom­lega hand­vissir um hvernig allt átti að vera. Bandið var ­búið að vera starf­andi í fimm ár, gefa út tvær plöt­ur, drekka marga gáma af á­fengi og spila á stór­kost­lega mörgum tón­leik­um. Allt gekk upp og stefnan var bara í eina átt. Áfram! Metn­að­ur­inn var ótrú­legur og dugn­að­ur­inn sömu­leið­is. 

Masterofpuppets.Fyrstu plöt­urnar tvær eru báðar meist­ara­verk en þó gjör­ó­lík­ar, sú fyrsta ó­hefluð og hrá, næsta eins og tals­vert úthugs­aðri útgáfa af þeirri fyrri og þegar hér var komið sögu skyldi full­komna þessa þró­un. Það tókst. James Het­fi­eld, sem er besti gít­ar­leik­ari heims­ins, og Lars Ulrich, sem er alls ekki besti trommu­leik­ari heims­ins, eru ótrú­legt laga­smíðateymi og þarna á algerum há­punkti. Cliff Burton bassa­leik­ari kom tals­vert minna að smíð­unum en krydd­að­i þó allt saman með blöndu af snilli­gáfu og inn­sýn í klass­íska tón­list. Kirk Hammet tók nú eig­in­lega bara gít­ar­sóló, en gerði það svo sem ágæt­lega. Útkom­an er þaul­hugsað brjál­æði, fram­kvæmt af mönnum sem þá voru til­tölu­lega nýskriðn­ir ­yfir tví­tugt og graðir eftir því. Platan er hrein­lega yfir­þyrm­andi og svo mjög að hún breytti þung­arokk­inu til fram­búð­ar. Ég við­ur­kenni samt að hún var ekk­ert endi­lega upp­á­haldið mitt framan af. Þegar svarta platan án titils kom út hlust­aði ég mikið á hana en fann þó fljótt að þar var komin stefna sem hent­að­i mér síður en það sem hafði gerst á fyrstu fjórum plöt­un­um. 

Sú svarta breytti þó auð­vitað tón­list­ar­lands­lagi alheims­ins og gaman að velta því fyrir sér að á meðan Master of Pupp­ets er þriðja sölu­hæsta plata Metall­ica, 14.000.000 ein­tök ­seld á heims­vísu, er sú svarta kyrfi­lega á toppnum seld í 31.000.000 ein­taka. Til­ ­sam­an­burðar hefur Mega­deth selt um 38 millj­ónir af plöt­unum sínum sam­an­lag­t, Sla­yer milli 15 og 20 og Ant­hrax minna. Metall­ica sam­an­lagt? 121 millj­ón! Ann­ar á­huga­verður sam­an­burður fyrir nörda er að plöt­urnar Load og Ride the Lightn­ing hafa selst álíka mik­ið. Og einnig að hin arfa­slaka Reload hefur selst meira en ­sjálf Kill 'Em All!

...And Just­ice for All er fyrsta mís­stígið

Næst­sölu­hæsta ­plata Metall­ica er ...And Just­ice for All, 15.000.000 ein­tök seld. Og eftir á að hyggja var það þar sem bandið byrj­aði að hnigna.

Just­ice var leng­i ­upp­á­halds­platan mín og er að sumu leyti enn. En hún er fyrsta mis­stíg­ið, eft­ir ­fyrsta áfall­ið. Á tón­leika­ferð um Evr­ópu við eft­ir­fylgni Master of Pupp­ets lést bassa­leik­ar­inn Cliff Burton í rútu­slysi. Nóg hefur verið ritað um Cliff, líf hans og örlög, og óþarfi fyrir mig að eyða net­plássi í það. Frekar bendi ég les­endum á hina stór­kost­legu bók To Live Is To Die: The Life & Death Of ­Metall­ica's Cliff Burton eftir félaga minn Joel McI­ver og hlað­varpið Dead Rock Stars sem hann heldur úti við annan mann og fjall­ar ­meðal ann­ars um Burton.

Eins og gefur að skilja var dauði hans gríð­ar­legt áfall fyrir þá eft­ir­lif­andi sem unnu ýmist illa eða ekki úr aðstæð­um. Það síð­asta sem þeim datt í hug var að slaka á og eftir að hafa sjang­hæjað Jason New­sted til sín á bass­ann óðu þeir beint í að ­búa til nýja plötu. Og sú plata er ofboðs­leg. Hún er alveg gríð­ar­lega góð. Sem ­sagt alveg fram­úr­skar­andi stór­kost­leg. En hún er ekki galla­laus. Fyrir það ­fyrsta hljómar hún mjög und­ar­lega. Hún er hrein­lega illa mixuð og þá hel­st ­fyrir þær sakir að bass­inn heyr­ist sama og ekki neitt. 

Gít­ar­hljóm­ur­inn er á mót­i afar þrút­inn, hlut­irnir almennt á skjön og allt þetta má skrifa á þá félaga Ul­rich og Het­fi­eld sem voru allt í öllu, vinnu­þreyttir og mögu­lega haldn­ir ­mik­il­mennsku­brjál­æði. Þeir vildu heyra meira í sér og minna í hin­um. Ég vil þó árétta einu sinni enn að platan er meist­ara­verk þrátt fyrir allt þetta sem seg­ir ým­is­legt um gæði tón­list­ar­inn­ar, og ég set hana hik­laust í annað sæti á heild­ar­lista ­yfir plötur Metall­ica. En, þetta er fyrsti feill­inn á ferl­inum og fram­hjá því vil ég ekki líta. Til við­bótar bendir ýmis­legt til þess að sumar ákvarð­an­ir hafi verið teknar í óvissu. Senni­lega hefur efinn ekki verið nema í hæsta lagi 3% en það er nóg. Allt fram af því hafði verið fram­kvæmt af 103% öryggi.

Mun­iði þegar DV var ekki mann­skemm­andi sorp?

Þegar við vorum að byrja í hljóm­sveit í skúrnum á Húsa­vík keyptum við hljóð­færin okkar ýmist glæný í Tóna­búð­inni á Ak­ur­eyri eða notuð af þeim sem vildu selja. Þá komu smá­aug­lýs­ingar DV sterkar inn. Þar í gegn keypti ég fyrsta gít­armagnar­ann minn, agn­arsmáan Carls­bro sem ég á enn ásamt alls­konar öðru góð­gæti og það sama átti við um félaga mína. Agg­i keypti Adam-trommu­settið sitt auð­vitað nýtt, for­rétt­indapés­inn sem hann var, en fann hins­vegar annað skemmti­legt í smá­aug­lýs­ing­un­um. Nótna­bækur Metall­ica fyr­ir­ gít­ar, fyrstu fjórar plöt­urn­ar. Og hann keypti.

„Nótna-“ er reyndar ekki alveg rétt því þetta voru svo­kall­aðar tab-bækur þar sem tón­list er skrifuð niður eftir hin­u verka­mann­svæna Tablat­ure-kerf­i. ­Senni­lega voru nú nótur þarna líka til mála­mynda en við staut­uðum okkur miklu hraðar fram úr tabinu. Reyndar er líka ofsagt að þetta hafi verið bækur því það ­sem kom upp úr pakk­anum var mappa með ljós­rit­uðum sjó­ræn­ingja­út­gáfum af ­bók­un­um. Ég man að blöðin voru samt ljós­grá og renni­slétt, miklu meira fansí en ­ljós­rit­un­ar­papp­ír­inn sem maður fékk í skól­an­um. Ætli ein­hver muni eftir að hafa ­selt þetta norður í land snemma á tíunda ára­tugn­um? Það væri gaman að heyra frá­ við­kom­andi og hvar hann eða hún komst í svona fal­legan papp­ír. Okkur fann­st heil­mikið til þessa koma og þarna opn­að­ist heim­ur­inn. Við spændum lögin í okk­ur, sátum með gít­ar­ana og lásum í gegnum þessi ógur­legu riff sem við þekkt­u­m svo vel. 

Og allt í einu fór þetta að meika sens. Þarna skildi ég í fyrsta ­skipti hversu miklu hljóð­færið stjórnar þegar tón­list verður til. Ég sá ­ná­kvæm­lega hvernig þeir höfðu samið ákveð­inn part og síðan leiðst yfir í þann næsta gagn­gert vegna þess að það var lógísk handa­hreyf­ing. Þannig bráð­i heil­ag­leik­inn af tón­list­inni og hún opn­að­ist. Kannski var þetta ekki svona flók­ið. Kannski voru tón­smíðar ekki ljóð­rænn sann­leikur aðeins á færi þeirra ­sem höfðu með­fædda snilli­gáfu. Það sem ég tók með mér var ekki hljóð­færafim­i eða rokk­stjörnu­draum­ar. Það sem ég saug í mig var verk­fræð­in. Hvernig kafl­arn­ir voru smíð­aðir og hvernig þeir tengd­ust hver við ann­an, blönd­uð­ust, þró­uð­ust og breytt­ust. Hvernig flókið var látið hljóma ein­falt, hvernig snúið var upp á hlut­ina og þeir bundnir í alls­herj­ar­flækju sem síðan leyst­ist aftur að því virt­ist af sjálfu sér en samt svo alls ekki. Enda­laus snilld! En snilldin var ­mest á Pupp­ets. Og snilldin er mest á Pupp­ets. Og þess vegna er hún best. Ég var hooked og verð til ævi­loka.

Tru­jillo, bassa­leik­ar­inn sem gerði hið ómögu­lega

Tit­il­lag plöt­unnar er mest spil­aða tón­leika­lag Metall­ica frá upp­hafi og varla líður gigg hvar það heyr­ist ekki. Tvö­ lög til við­bótar heyr­ast mjög reglu­lega, Welcome Home (Sanit­ari­um) sem er slakasta lag plöt­unnar og opn­un­ar­lagið Batt­ery sem senni­lega er besta lag ­Metall­ica fyrr og síð­ar. Önnur heyr­ast minna en þó er það mis­jafnt milli ára. ­Lengi vel var Orion, meist­ara­verkið sem Burton átti stærstan þátt í að semja og bass­inn spilar risa­hlut­verk í, álitið ósnert­an­legt. Lag sem með­limir Metall­ica ­sjá í sér­stöku ljósi, líkt og sjá má í þessum stutta við­tals­stubbi:



Í seinni tíð hefur hinn ógur­legi bassamað­ur­ Ro­bert Tru­jillo sem gekk til liðs við teymið árið 2003 ráð­ist í það stór­virki að spila lagið og það með miklum bravúr. Ekki að það sé tækni­lega óleys­an­leg­t þótt krefj­andi sé, heldur var verk­efnið helst að nálg­ast þennan heilaga sálm af að því er virt­ist óyf­ir­stíg­an­legri virð­ingu.

Með þessu afreki Tru­jillo má segja að ekk­ert lag af plöt­unni sé utan færis á tón­leik­um. Ég er reyndar á því að ef þeir hefðu ekki fundið Tru­jillo væri Metall­ica ekki að fylla leik­vanga í dag en það er önnur saga og lengri.

Ég hef fylg­t ­Metall­ica þétt eftir í gegnum árin og hlustað gaum­gæfi­lega á allar plöt­urn­ar þeirra. Allt sem gerð­ist eftir svörtu plöt­una er misslæmt, sumt er afleitt og ekk­ert er gott. Eftir átta ára útgáfu­hlé sendu þeir þó frá sér hina marg­um­töl­uð­u Hard­wired... to Sel­f-Destruct­ árið 2016 sem er lang­sam­lega besta verk þeirra í 25 ár. Í sjálfu sér má segja að platan bæti litlu sem engu við þótt hún sé ljóm­andi fín en þó má ekki gleyma því að vel­gengni og vel heppnuð útgáfa á borð við þessa gefur byr í segl­in. Það er gaman á tón­leikum með Metall­ica og auð­vitað skemmta menn sér betur þegar þeir finna að þeir eru ennþá með­ð­etta en ekki bara á vegum fornrar frægð­ar.

Og að síðust­u: ­Fólk sem fall­beygir og seg­ist hlusta á „Metall­icu“ hefur rangt fyrir sér. Þetta er bann­að.

Ég hvet ykkur öll til að hlusta á þetta ­meist­ara­verk í heild. Hér er mín skoðun en ég skal glaður rök­ræða hana: Master of Pupp­ets er besta platan með Metall­ica.

Laga­listi:

01 – Batt­ery

02 – Master of Pupp­ets

03 – The Thing That Should Not Be

04 – Welcome Home (Sanit­ari­um)

05 – Disposa­ble Her­oes

06 – Leper ­Messiah

07 – Orion

08 – Damage, Inc.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk