Jörðin sem ruslahaugur – Tímamótaverk Andra Snæs

Um tímann og vatnið, gefin út af Máli og menningu 2019. Hönnun kápu, Börkur Arnarson og Einar Geir Ingvarsson. Mynd á kápu, Ari Magg.

suurland_14610927292_o.jpg
Auglýsing

Andri Snær Magna­son, lista­mað­ur, hefur um langt skeið verið í hópi fram­sækn­ustu rit­höf­unda þjóð­ar­innar og sá sem hefur haft hvað mest áhrif á þjóð­mála­um­ræðu á Íslandi í seinni tíð. 

Hann hefur ein­stakt lag á því að nálg­ast mik­il­væg mál - ekki síst á sviði umhverf­is­mála og nátt­úru­verndar - með því að stíga út fyrir rammann sem áður mót­aði umræð­una og búa til nýjan víg­völl rök­ræð­unn­ar. Fyrir vikið verður til nýtt sjón­ar­horn, ný sýn. 

Ný göng, nýir hell­ar, nýir dalir

Þetta víkkar út rammann. Að þessu leyti hefur Andri Snær haft svipuð áhrif á sam­fé­lagið og frum­kvöðl­ar. Þeir þenja út heild­ar­mynd sam­fé­lags­ins þegar vel tekst til, og reyndar líka oft þegar það tekst ekki vel til. 

Auglýsing

Dyr opn­ast sem áður voru lok­að­ar. Þeir lýsa inn í ný göng, nýja hella, nýja dali. 

Drauma­landið var slík bók en það á einnig við um aðrar bækur hans. Sagan af Bláa hnett­inum hefur farið sig­ur­för um heim­inn og ég gerði mér ekki almenni­lega grein fyrir hversu djúp­stæð áhrif sú bók hefur haft víða um heim fyrr en ég flutti úr landi. Ég þurfti bók­staf­lega að flytja til útlanda til að átta mig á þessu.

Ég lauk nýverið við að lesa bók Andra Snæs, Um tím­ann og vatn­ið, sem kom út í gær. Ég var reyndar hepp­inn að fá Andra Snæ í kaffi hér heim til okkar í Kirkland, í útjaðri Seatt­le, þar sem hann sagði mér frá bók­inni og spurn­ing­unum sem hann er að takast á við í henn­i. 

Kápa bókarinnar er áhrifamikil og falleg.Það eitt kveikti mik­inn áhuga en ég var samt ekki alveg viss um hvernig þetta ætti eftir að koma út í bók. Hann var þá að und­ir­búa fyr­ir­lestur í Elliot Bay Book Company, einni virt­ustu og líf­leg­ustu bóka­búð Seattle borgar og raunar Vest­ur­strand­ar­innar allr­ar, ef út í það er far­ið. Í kringum búð­ina er bóka­sam­fé­lag þar sem bóka­ormar allra landa sam­ein­ast.

Um hvað er svo bók­in? Þegar stórt er spurt, er stundum fátt um svör, en mér finnst það ekki eiga við um þessa bók. Bókin er heil­steypt stór­virki, þar sem tek­ist er á við mik­il­væg­ustu spurn­ingar sam­tím­ans. 

Hvernig við mann­fólkið erum að fara með jörð­ina með öllu til­heyr­andi - haf­inu, land­inu og sam­fé­lög­unum sem við höfum búið til. 

Bókin er um þetta. Hún fangar það sem Greta Thun­berg hefur fangað með skörpum skila­boðum sín­um, og bylgj­unni sem hún bjó til. Hún fangar líka hug­fars­breyt­ing­una sem við vitum að þarf að eiga sér stað, og veltir því upp hjá les­and­anum hvort við séum vilj­andi að horfa fram­hjá því sem er að ger­ast. En um leið er bókin stað­fest­ing á mik­il­vægi lista­manna í þess­ari umræðu. Eins og sagan sýnir þá eru það þeir sem stinga á kýl­um, róta upp í botn­fastri leðju.

Einn helsti styrkur bók­ar­innar er að hún er skrifuð af stíl­snilld en um leið tölu­verðri ákveðni. Þegar þess þarf þá er broddur í text­an­um, enda er Andra Snæ dauð­ans alvara í skrif­un­um.

Stað­reynd­irnar sem dregnar eru fram í bók­inni um þau hættu­merki sem sjást nú þegar á jörð­inni, ekki síst í haf­inu, eru slá­andi áminn­ing um að við getum ekki haldið svona áfram. Um leið er bókin ferða­lag eins og hann er svo góður í að setja saman fyrir les­and­ann. Við sögu komu áhrifa­mestu hug­mynda­smiðir ver­ald­ar­sög­unnar og líka minnstu smá­at­riði úr hvers­dags­leik­an­um. Allt teiknar þetta upp mynd af nátt­úr­unni og við­kvæmni henn­ar, sam­fé­lagi okkar og því sem er að ger­ast í haf­inu, jöklun­um, sönd­unum og fjalls­hlíð­un­um.

„Lífs­hættir rík­asta hluta jarð­ar­búa hafa meiri áhrif á sýru- og hita­stig hafs­ins heldur en fátæk­ari hlut­inn og ástandið er hvað verst þar sem allt er snyrti­leg­ast á yfir­borð­inu. Þar er losun koltví­oxíðs á mann lang­mest og verð­mætin sem fara til spillis í rusla­haugum rík­ari landa eru marg­föld á við það sem gengur og ger­ist í fátæk­ari ríkjum þar sem sóða­skapur er sýni­leg­ur. (bls. 224)“.

Fyrir alla

Í bók­inni felst ögrun við les­end­ur. Það er verið að minna þig á það, að þú getur kannski setið hér í róleg­heit­unum og lesið dásam­lega hug­hríf­andi bók, en að á meðan er í gangi stríð sem við mann­fólkið bjuggum til að miklu leyti að óþörfu. Þetta er óþægi­legur sann­leik­ur, og um leið stærsta við­fangs­efni sam­tím­ans. Það er ekki auð­velt að takast á við svona stórar spurn­ingar án þess að fara út af leið, en mér finnst frum­leg nálgun Andra Snæs setja bók­inni skorður sem halda allan tím­ann. 

Fyrir vikið er bókin fyrir fólk á öllum aldri, unga sem aldna. 

„Á Skeið­ar­ár­sandi er að verða til stærsti sjálfs­áni birki­skógur á Íslandi. Getur stærsti skógur á Íslandi heitið Skeið­ar­ár­sand­ur? Þá heitir skóg­ur­inn eftir jök­ulsá sem er horfin og sandi sem er fal­inn undir skóg­ar­botni. Þar sem ís, möl og sandur kemur undan jökli er nýtt land sem hefur legið frosið undir fargi í mörg hund­ruð ár og við jök­ul­rönd­ina er nauð­syn­legt að stíga var­lega til jarð­ar. Það er eins og landið sé hvorki ís, vatn né sand­ur, heldur allt í senn. Umbreyt­ingin á sér milli­stig í óreiðu eins og Völu­spá segir frá upp­hafi sköp­un­ar: Sól það né vissi hvar hún sali átti, stjörnur það né vissu, hvar þær staði áttu, máni það né vissi, hvað hann meg­ins átti. Óreiðan er ekki ein­skorðuð við jök­ul­rönd­ina. Eng­inn veit hvernig jafn­vægi kemst á þegar lífs­hættir okkar hafa valdið því að jöklar heims­ins verða að vatni, núver­andi strand­lengja verður sjór og akur­lönd að eyði­mörk­um. Þegar ég verð níræður mun ég sýna þrí­tugu barna­barni mínu myndir af Skeið­ar­ár­jökli á rúllug­ard­ínu, jökli sem þrjár kyn­slóðir fengu tæki­færi til að kynn­ast áður en hann hætti að vera til. Þegar ég tek ljós­mynd af jökl­inum er ég að taka upp söng gam­allar konu til að varð­veita. Eftir þús­und ár munu menn rýna í mynd­irnar eins og forn hand­rit og reyna að skilja hvað við vorum að hugsa. (bls. 188)“

Andi Guð­mundar Páls svífur yfir

Við lest­ur­inn á bók­inni fann maður fyrir anda Guð­mundar Páls Ólafs­sonar heit­ins og frænda míns, rit­höf­undar og nátt­úr­vernd­ar­sinna. Stór­virki hans um nátt­úru Íslands eru tíma­laus verk sem geyma galdra íslenskrar nátt­úru um ókomna tíð. Á vissan hátt er bók Andra Snæs eins konar brú á milli bókanna um fugl­ana, perlurn­ar, hálendið og vatn­ið. 

Upp í huga minn koma heim­sóknir Guð­mundar Páls á Garð­ars­braut­ina til mömmu og pabba, þegar hann kom í vinnu­ferðir norður og fékk að gista. Hlegið og pælt fram á kvöld, áður en nátt­úran var heim­sótt ýmist á landi, flugi eða í kafi. Andri Snær hefur sama eig­in­leika og Guð­mundur Páll þegar kemur að skrifum um Ísland. Það er virð­ing í text­an­um, sem er órjúf­an­legur hluti af skila­boð­un­um. 

„Þú verndar aðeins það sem þú elskar, þú elskar aðeins það sem þú þekk­ir. Þú þekkir aðeins það sem þér er kennt. - Guð­mundur Páll Ólafs­son (bls. 1)“

Bók Andra Snæs er tíma­móta­verk sem vekur les­endur til umhugs­unar um hvar við erum stödd, og af hverju okkur má ekki vera sama um jörð­ina og Ísland sem hluta af henni. Jörðin getur endað eins og rusla­haugur ef við gætum okkar ekki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk