Lortur í lauginni er íslenskt blekkingarspil sem á sér stað í sundlaug austur á landi. Í hverri umferð keppast leikmenn um að háfa burt lort sem tveir óprúttnir aðilar hafa komið fyrir í sundlauginni. Vandamálið er að tveir leikmenn af fimm eru komnir í laugina til að villa um fyrir hinum og því er það þrautinni þyngra að finna hvar skal háfa burt lortinn þegar þú veist ekki hvaða sundlauga gest þú getur treyst. Spilið heitir Pool Pooper á ensku og það er ætlunin að selja það erlendis árið 2020
Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?
„Hugmyndin kveiknaði eftir spilakvöld í bústaðarferð í janúar síðastliðnum. Ég var yfir mig hrifinn af því að spila varúlf í fyrsta skipti (við spiluðum það líklega 20x þá helgina) en það fór í taugarnar á mér að fólk datt úr leik í hverri umferð og að karakterarnir væru yfirnáttúrulegar persónur þar sem einhver er drepinn. Þetta fór aðallega í taugarnar á mér því ég var reglulega kosinn snemma út.
Segðu okkur frá þema verkefnisins?
„Þegar mér datt í hug að búa til íslenskt blekkingarspil þá hugsaði ég í fyrstu til víkinga, þjóðhátíðar og fleira sem manni finnst vera séríslenskt. Það var svo bara í sundi sem mér fannst ég ekki geta fundið betri aðstæður fyrir leik og síðan var ekki aftur snúið. Stuttu seinna var ég með hönnuð til að hjálpa mér að búa til karakterana sem áttu allir að vera stereótýpur. Pottverjinn eða þessi besservisser sem er alla morgna í pottinum en fer ekkert endilega að synda heldur er bara í pottinum og spjallar. Sundkonan sem akkúrat mætir til að synda. Næstu karakterar þar á eftir voru aðeins innihaldslausari eins og kafari, litli drengurinn sem kúkar í sundlaugina og sundlaugarvörðurinn sem hjálpar honum til að komast heim úr vinnunni. Eftir prufuspilun ákvað ég að taka út Bikini bombuna sem þótti ekki smekkleg en gæti líklega heitið áhrifavaldur í dag. Hún virtist stuða marga svo ég tók hana út frekar en að eiga á þeirri hættu að fólk verði pirrað. Í söfnuninni stóð til boða að kaupa 3 nýja karaktera í spilið og núna er ég að keppast við að klára þá svo hægt verði að hefja prent um leið og söfnun líkur.
Hægt er að fylgjast með verkefninu á facebook eða heimasíðu spilsins og markmiðið er að selja 250 eintök í gegnum Karolina Fund hér.
Á síðustu dögum söfnunarinnar verður send út 30 ára áætlun borðspilsins Lortur í lauginni.