Lortur í lauginni

Safnað fyrir íslensku blekkingarspili á Karolina Fund. Fyrir liggur 30 ára áætlun fyrir framtakið.

hUAtOLWY.jpeg
Auglýsing

Lortur í laug­inni er íslenskt blekk­ing­ar­spil sem á sér stað í sund­laug austur á landi. Í hverri umferð kepp­ast leik­menn um að háfa burt lort sem tveir óprút­tnir aðilar hafa komið fyrir í sund­laug­inni. Vanda­málið er að tveir leik­menn af fimm eru komnir í laug­ina til að villa um fyrir hinum og því er það þraut­inni þyngra að finna hvar skal háfa burt lort­inn þegar þú veist ekki hvaða sund­lauga gest þú getur treyst. Spilið heit­ir Pool Pooper á ensku og það er ætl­unin að selja það erlendis árið 2020 



Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Hug­myndin kveikn­aði eftir spila­kvöld í bústað­ar­ferð í jan­úar síð­ast­liðn­um. Ég var yfir mig hrif­inn af því að spila var­úlf í fyrsta skipti (við spil­uðum það lík­lega 20x þá helg­ina) en það fór í taug­arnar á mér að fólk datt úr leik í hverri umferð og að karakt­er­arnir væru yfir­nátt­úru­legar per­sónur þar sem ein­hver er drep­inn. Þetta fór aðal­lega í taug­arnar á mér því ég var reglu­lega kos­inn snemma út.  

Auglýsing
Því lang­aði mig að búa til spil sem væri kómískt og hefði eig­in­leika sem mér fannst að hægt væri að byggja ofan á var­úlf. Síðan er þetta búið að vera rúm­lega 9 mán­aða skemmti­ganga með fjöld­anum öllum af prufu­spil­unum og bæt­ingum sem gerði gang­verk leiks­ins eins og hann er í dag þar sem leik­menn draga spjöld til að fá upp­lýs­ingar áður en umræður hefj­ast. Á seinni stigum hef ég kom­ist að því að leikn­um ­svipar ör­lítið meira til­ A­valon en var­úlf en æðsta mark­mið leiks­ins var alltaf að búa til skemmti­legt spil sem hefur húmor og eng­inn þarf að deyja í - það hefur að mínu mati tek­ist.“



Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins?

„Þegar mér datt í hug að búa til íslenskt blekk­ing­ar­spil þá hugs­aði ég í fyrstu til vík­inga, þjóð­há­tíðar og fleira sem manni finnst vera sér­ís­lenskt. Það var svo bara í sundi sem mér fannst ég ekki geta fundið betri aðstæður fyrir leik og síðan var ekki aftur snú­ið. Stuttu seinna var ég með hönnuð til að hjálpa mér að búa til karakt­er­ana sem áttu allir að ver­a ­ster­eótýp­ur. Pott­verj­inn eða þessi bess­erviss­er ­sem er alla morgna í pott­inum en fer ekk­ert endi­lega að synda heldur er bara í pott­inum og spjall­ar. Sund­konan sem akkúrat mætir til að synda. Næstu karakt­erar þar á eftir voru aðeins inni­halds­laus­ari eins og kaf­ari, litli dreng­ur­inn sem kúkar í sund­laug­ina og sund­laug­ar­vörð­ur­inn sem hjálpar honum til að kom­ast heim úr vinn­unni. Eftir prufu­spilun ákvað ég að taka út Bik­in­i ­bomb­una sem þótti ekki smekk­leg en gæti lík­lega heitið áhrifa­valdur í dag. Hún virt­ist stuða marga svo ég tók hana út frekar en að eiga á þeirri hættu að fólk verði pirrað. Í söfn­un­inn­i stóð til boða að kaupa 3 nýja karakt­era í spilið og núna er ég að kepp­ast við að klára þá svo hægt verði að hefja prent um leið og söfnun lík­ur. 

Auglýsing
Að búa til borð­spil á 9 mán­uðum er djúp laug til að henda sér í og það er ekki hægt án þess að kynn­ast borð­spila­sen­unni á íslandi sem lifir í spila­vinum á fimmtu­dags­kvöldum og á face­book ­síðu. Ég hélt að spilið væri til­búið í byrjun júní þegar ég bað ókunn­uga um að taka spilið í sínar hendur og pru­fa­spila það í borð­spila­hóp á Face­book ­sem ég fann í jan­ú­ar. Það kom í ljós að gang­verkið var í raun mjög brotið þó ég hafi náð að spila það með vinum og fjöl­skyldu án vand­ræða frá apríl til júní. Því er ekki hægt annað en að taka hatt­inn ofan fyrir öllum þeim sjálf­boða­liðum sem vildu taka spilið og spila það, senda mér rit­gerð af athuga­semdum og beina áfram á beinu braut­ina. Ég á þessu fólki, vinum og fjöl­skyldu miklar þakkir fyrir að hafa lagt verk­efn­inu lið end­ur­gjalds­laust en í von um að fá þau með mér í lið náði ég að fá Stjörnu­snakk til að ­sponsora prufuspilun. Nær allir afþökk­uðu enda er það ekki pent að vera með­ snakk­putta innan um borð­spil:)“



Hægt er að fylgj­ast með verk­efn­inu á face­book eða heima­síðu spils­ins og mark­miðið er að selja 250 ein­tök í gegn­um Karol­ina Fund hér.

Á síð­ustu dög­um ­söfn­un­ar­inn­ar verður send út 30 ára áætl­un ­borð­spils­ins Lortur í laug­inn­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk