Spásögn eða áhrínsorð – nútíminn talar við Atómstöðina!

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Atómstöðina – endurlit í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur í Þjóðleikhúsinu.

Atómstöðin – endurlit Mynd: Þjóðleikhúsið
Auglýsing

Þjóð­leik­hús­ið: Atóm­stöðin – end­ur­lit

Leik­stjóri: Una Þor­leifs­dóttir

Höf­undur leik­gerð­ar: Hall­dór Lax­ness Hall­dórs­son í sam­vinnu við Unu Þor­leifs­dóttur

Höf­undur skáld­sögu: Hall­dór Lax­ness

Leik­mynd og bún­ing­ar: Mirek Kaczma­rek

Lýs­ing: Ólafur Ágúst Stef­áns­son

Tón­list: Gísli Galdur Þor­geirs­son

Hljóð­mynd: Aron Þór Arn­ars­son, Krist­inn Gauti Ein­ars­son og Gísli Galdur Þor­geirs­son.

Drama­t­úrg­ur: Gréta Kristín Ómars­dóttir

Leik­ar­ar: Ebba Katrín Finns­dótt­ir, Björn Thors, Birgitta Birg­is­dótt­ir, Arn­mundur Ernst Bachman, Snæ­fríður Ingv­ars­dótt­ir, Hall­grímur Ólafs­son, Stefán Jóns­son, Oddur Júl­í­us­son, Snorri Eng­il­berts­son, Hildur Vala Bald­urs­dótt­ir, Edda Arn­ljóts­dóttir og Egg­ert Þor­leifs­son.

Það er án efa engin til­viljun að „járn­tjald­ið“ blasir við áhorf­endum þegar gengið er inn í sal stóra sviðs Þjóð­leik­húss­ins. „Járn­tjald­ið“ er bruna­varn­ar­tjaldið milli sviðs og salar en hér er það hluti af leik­mynd­inni – enda fjallar Atóm­stöðin um þá tíma þegar járn­tjaldið var dregið fyrir milli aust­urs og vestur eftir lok síð­ari heims­styrj­ald­ar; sagt er að eng­inn minni maður en Churchill hafi gert hug­takið frægt í ræðu sinni í Fulton í Mis­so­uri árið 1946. En þótt Churchill sé eign­aður heið­ur­inn af hug­tak­inu á það sér eldri sögu: það mun hafa verið hin þýskætt­aða Elísa­bet drottn­ing af Bæj­ara­landi og Belgíu sem sagði þetta fyrst manna árið 1914 (!!!) og Göbbels ku hafa nýtt sér járn­tjalds­mynd­ina til að lýsa hvaða skelf­ing myndi ger­ast ef Sov­ét­ríkin myndu nú vinna síð­ari heims­styrj­öld­ina. Svona herma nú karl­arnir eftir kon­unum án þess að láta þeirra get­ið!

Auglýsing

Járn­tjaldið skapar sem­sagt ákveðin hug­renn­inga­tengsl við þá tíma þegar skáld­saga Hall­dórs Lax­ness, Atóm­stöð­in, varð til og var út gefin og þá ekki síður ákveðna stemn­ingu yfir sýn­ingu Þjóð­leik­húss­ins á Atóm­stöð­inni – end­ur­lit; skáld­saga Lax­ness olli miklu pólítísku fjaðrafoki og var auk­in­heldur skrifuð við berg­málið af járn­tjalds­skell­inum sem festi í sessi þau skil milli aust­urs og vest­urs sem við búum enn við; hvort leik­gerðin nú sé á sama hátt skrifuð inn í okkar sam­tíð er spenn­andi spurn­ing.

Leik­gerðin er skrifuð af dótt­ur­syni skálds­ins, Hall­dóri Lax­ness Hall­dórs­syni, betur þekktur sem Dóri DNA og hefur hann notið aðstoðar leik­stjór­ans, Unu Þor­leifs­dóttur við leik­gerð­ina. Leik­gerð­ar­höf­undur sýnir afa­verk­inu fyllsta trúnað en leggur þó í að rjúfa þráð hinnar upp­haf­legu sögu og leyfa nútím­anum að skipta sér af. Það er enda rök­rétt; hug­tak­inu „end­ur­lit“ er bætt við titil sýn­ing­ar­innar og vænt­an­lega er þá hugs­unin að sjá hversu vel hin upp­haf­lega saga rímar við raun­veru­leik­ann eins og hann birt­ist okkur í dag.

Nú skal tekið fram að und­ir­rit­aður sá Atóm­stöð­ina – end­ur­lit tvisvar sinn­um, í fyrra skiptið á frum­sýn­ingu en í síð­ara skiptið 4. sýn­ingu þann 13. nóv­em­ber og var það í raun til­viljun að sú sýn­ing varð fyrir val­inu. En Atóm­stöðin – end­ur­lit er um margt flókin sýn­ing að bygg­ingu og útliti og ekki síður þegar kemur að nálgun á frum­sög­unni og þótti und­ir­rit­uðum því viss­ara að hafa vaðið fyrir neðan sig og sjá sýn­ing­una tvisvar. Það er þó engin trygg­ing fyrir því að umsögnin verði gáfu­legri, svo því sé haldið til haga!

Áður en járn­tjald­inu er lyft flytur Hildur Vala Bald­urs­dóttir eins konar for­mála sem tengdur er útgáfu­sögu skáld­sögu Lax­ness og þeirri stað­reynd að Lax­ness er óneit­an­lega á stall haf­inn sem einn fremsti rit­höf­undur vorrar þjóðar – þetta er fyndið stíl­bragð og dregur úr hátíð­leik­anum sem kynni ann­ars að fylgja nafni höf­undar og höf­und­ar­verki hans; það er aug­ljóst að eitt­hvað annað er í vændum en að bregða upp svip­myndum úr sög­unni, enda er ekki end­ur­lit í vænd­um? Hildur Vala er klædd í her­grænan sam­fest­ing sem boðar engin vett­linga­tök. Þetta stíl­bragð er svo end­ur­tekið eftir hlé; járn­tjaldið niðri og Hildur Vala flytur þá for­mála um vænt­an­legan ágóða Þjóð­leik­húss­ins af sýn­ing­unni - fagni hún því láni að verða vin­sælt kassa­stykki!

Þetta stíl­bragð er í ætt við „ver­fremd­ung“ aust­ur­þýska leik­hús­manns­ins Ber­told Brecht; hug­takið einatt þýtt með fram­and­gerv­ing, og er þá átt við að hlut­irnir eru teknir úr sínu hefð­bundna sam­hengi til að forð­ast inn­lifun áhorf­and­ans (sem er borg­ara­legt fyr­ir­bæri – það á að „skilja“ það sem fram fer, ekki „lifa sig inn í“ það) og sú sýn­ing sem í hönd fer er mor­andi í slíkri fram­and­gerv­ingu.

Þegar járn­tjald­inu er lyft og sviðið blasir við er horft inn í fern­ings­laga gímald, eins konar risa­kassa sem nær yfir allt sviðið og virð­ist jafnt á alla vegu – frá vinstri vegg til þess hægri, frá svið­brún og inn í sviðs­botn. Þennan kassa höfum við reyndar séð í svip­uðu formi áður – fyrir fáum árum var Mak­beð komið fyrir í við­líka rými og sömu­leiðis gerð­ist Lodd­ar­inn í svona kassa, þótt vissu­lega væri unnið með það rými á annan hátt. Hér er rýmið alhvítt, nán­ast ster­ílt – er þetta atóm­stöðin sjálf, sem horft er inn í? – og það eina sem breytir ásýnd þess­arar leik­myndar fyrir utan hreyf­ingar og stöður leik­ar­anna er lýs­ing­in, en hún er líka galdri lík­ust og þeim sem þetta ritar er til efs að hafa séð fal­legri lýs­ingu, svo vel vinnur hún úr form­um, línum og yfir­borðs­á­ferð leik­mynd­ar­inn­ar, svo vel fylgir hún sög­unni, áherslum og blæ­brigðum leiks og leik­stjórn­ar. Ólafur Ágúst Stef­áns­son nær að töfra fram hug­hrif sem þjóna heild­inni og leik­myndin með lýs­ingu Ólafs Ágústar verður ein­stök. Á sviðs­gólf­inu standa bekkir sem þjóna öllum sviðs­mynd­um, hvort sem það er kirkjan sem faðir Uglu byggir í afdal í fjar­ska, heim­ili Búa Árland, heima hjá org­anist­anum eða úti­við í Reykja­vík – alls staðar nær leik­myndin að anda frá sér réttu and­rúms­lofti. Það er fal­legur leik­hús­gald­ur, sem fyrst og fremst má þakka hönnun Mireks Kaczma­reks.

Atómstöðin – endurlit Mynd: Þjóðleikhúsið

Hönnun leik­myndar og sömu­leiðis bún­inga er í höndum hans, en þau Una Þor­leifs­dóttir leik­stjóri hafa áður unnið saman far­sæl­lega í ≈[um það bil] árið 2015; í leik­mynd Atóm­stöðv­ar­innar gætir áhrifa frá evr­ópskum leik­hús­mönnum fyrri hluta nýlið­innar ald­ar, Appia, Craig, svo hinir þekkt­ustu séu nefnd­ir, en hér má einnig greina skemmti­leg áhrif frá dada­istum og – svo nefndur sé að lokum – Ber­tolt Brecht sem áður er get­ið. Allir þessir leik­hús­menn telj­ast góðir full­trúar þess alþýðu­leik­húss, sem braust fram uppúr umbrotum kringum alda­mótin 1900 og er það vissu­lega við hæfi þegar um ræðir Atóm­stöð Hall­dórs Lax­ness. Eldri.

Hall­dór Lax­ness yngri fylgir sögu afa síns sæmi­lega vand­lega en hvenær sem þörf krefur er leik­ur­inn rof­inn og gerðar athuga­semdir við rás atvika, sum deilu­at­riðin færð til nútíma, önnur bein­línis sögð óvið­eig­andi og til þess eins fallin að villa um fyrir fólki – Atóm­stöðin fjallar um sölu lands og kúgun borg­ara­stéttar á hinni vinn­andi alþýðu – ekki um eitt­hvert ást­ar­æv­in­týri borg­ara­legrar þing­manns­druslu með sveita­stelpu – sú saga er afvega­leið­ing, en það hug­tak kemur fyrir oftar en einu sinni í sýn­ing­unni og er sem áminn­ing um að borg­ara­stéttin mun ávallt reyna að bregða fæti fyrir þá umræðu sem tekur á kjarna mála og leiða hana á villu­göt­ur. Frammí­gripin eru gerð af eins konar bylt­ing­ar­hópi, sem Piltur fer fyr­ir, leik­inn af Snorra Eng­il­berts­syni. Þessi Piltur og hóp­ur­inn á bak við hann telur sig höndla sann­leik­ann og þjónar jafn­framt því hlut­verki að vera félagar á sellu­fundi í upp­runa­legum tíma sögunnar. En Pilt­ur­inn og bylt­ing­ar­hóp­ur­inn eru líka per­sónur í nútíma og hluti af þeim (ósam­stæða) leik­hóp sem setur Atóm­stöð­ina á svið hér og nú.

Það er hlaupið frjáls­lega á milli tíma­skeiða og frammí­grip þessa bylt­ing­ar­hóps nútím­ans fleyta sýn­ing­unni ágæt­lega áfram í upp­hafi en verða á end­anum að nokkuð fyr­ir­sjá­an­legum stíl­brigð­um; hér hefði örugg­lega mátt stytta og þjappa – skapa þá sam­kennd með áhorf­endum að „við vitum hvað er í gangi“ án þess að það sé sagt fullum fetum í hvert skipti.

En hér kemur einnig annað til: Atóm­stöð Hall­dórs Lax­ness (eldri) fjallar um annað og meira en bara sölu lands og hvort byggja skuli vöggu­stofu handa alþýð­unni – sem voru vissu­lega brýn­ustu mál á sínum tíma. Sala lands er brýnt mál einnig í dag - það nægir að nefna breskan millj­arða­mær­ing og inn­lend og erlend orku­fyr­ir­tæki því til stað­fest­ingar - en vöggu­stofur eru trú­lega í augum nútím­ans frekar kát­legt barn síns tíma, eins og sellu­fund­irn­ir. Hins vegar er þar að finna annað þema hjá Lax­ness, sem er mis­mun­andi staða kynja og birt­ist í stöðu fjög­urra kvenna í bók­inni: Þær Ugla, Ald­in­blóð, Kleópatra og eig­in­kona guðs­ins Brilj­antín gjalda allar kyn­ferðis síns á einn eða annan hátt, þrjár þeirra að minnsta kosti verða ólétt­ar; Búi Árland kostar fóst­ur­eyð­ingu upp á dóttur sína Ald­in­blóð til að forða hneyksli, eig­in­kona guðs­ins Brilj­antín lætur föð­ur­inn sjá um barnið meðan hún skemmtir sér með könum, Kleópatra eign­ast ekki barn, en er gleði­konan sem sefur einu sinni hjá þrjá­tíu mönnum eins og org­anist­inn kemst að orði í vel­þekktri til­vitn­un. Ugla ákveður að fara aftur heim í sveit­ina sína og eiga sitt barn. Hefði ekki mátt gera meira úr kon­unum og bylt­ing­ar­hóp­ur­inn mátt sjá að stöðu kvenna í nútíma­sam­fé­lagi má ekki síður bæta nú einsog þá. En þetta er örugg­lega með­vitað val hjá höf­undum hand­rits og sýn­ingar og verður að telj­ast smekks­at­riði.

Auglýsing

Í skipt­ing­unum milli tíma og sögu­sviða – Reykja­víkur Atóm­stöðvar Lax­ness og þess nútíma sem við lifum í – hefði mátt sýna meiri dirfsku, þótt ekki væri nema til að gefa ástæðu bundna í tíma og rúmi fyrir því hve mun­ur­inn er mik­ill á upp­haf­legum texta og við­bótum Hall­dórs yngri og Unu. Þar sem texti bók­ar­innar fær að njóta sín er leiktext­inn skáld­leg­ur, jafn­vel seið­andi, þökk sé stíl­snilli höf­undar og óbrigðulu valdi á áhrifum text­ans á áheyr­end­ur/á­horf­end­ur.

Það eru ekki síst langar ein­ræður Uglu sem lokka og draga áhorf­and­ann inn í heim hennar OG leik­húss­ins enda er þetta sýn­ing Uglu í fleiri en einum skiln­ingi.

Ugla er eins og þekkt er mið­punktur sög­unnar og Ugla er einnig sú per­sóna sem Atóm­stöðin – end­ur­lit hverf­ist um. Það eru ekki mörg and­ar­tök sem Ugla hverfur af svið­inu og er þá einnig fjar­vera hennar þrungin merk­ingu. Ugla Ebbu Katrínar Finns­dóttur er per­sóna tveggja tíma, hún er vissu­lega aðal­karakter þeirrar sögu sem verið er að leika, en hún er líka sú, sem upp­götvar þá sögu sem varð til fyrir um sjö­tíu árum og leiðir okkur inn í þann tíma – jafn­framt því sem hún ræður litlu um bægsla­gang bylt­ing­ar­hóps­ins, finnur sig jafn­vel í and­stöðu við hann. Þar skap­ast ákaf­lega skemmti­leg spenna sem vekur og heldur athygli áhorf­enda og það er fyrst og fremst karakter Uglu sem tengir saman þessa ólíku tíma. Ebba Katrín tengir þá saman í leik, fasi og svip­brigðum glæsi­lega og af tækni­legu öryggi, texti Lax­ness leikur henni í munni og það er ekki síst Ebbu Katrínu að þakka að sýn­ingin nær svo skil­mála­laust og örugglega til okk­ar. Ebba Katrín vinnur stór­kost­legan leik­sigur í hlut­verki Uglu og það er full ástæða til að óska bæði henni og íslensku leik­húsi til ham­ingju.

Atómstöðin – endurlit. Ebba Katrín Finnsdóttir sem Ugla. Mynd: Þjóðleikhúsið

En text­inn sem við er bætt er einkum til þess að gera athuga­semdir við sög­una úr nútíma, nútím­inn talar líkt og við hina sjö­tíu ára sögu og það má virð­ast hel­stil ein­föld lausn á almennu spurn­ing­unni hvernig nútím­inn yfir­leitt nálg­ast þetta rúm­lega sjö­tíu ára skáld­verk. Má búast við jafn hatrömmum deilum um Atóm­stöð­ina og þegar bókin kom fyrst út. Það er vissu­lega spurn­ing sem á fullan rétt á sér og svo það sé sagt hreint út: Hver getur ekki verið bet­ur­viti eft­irá?!

Hefði ekki verið hægt að finna meira spenn­andi leið og nota for­spár­kraft­inn sem í sög­unni býr og láta nútím­ann tala til fram­tíð­ar? Til okk­ar, til barna okkar og barna­barna? Hefði ekki Atóm­stöð­in, saga Hall­dórs Lax­ness, þá hlotið þann sess að verða að mögu­legum áhríns­orðum um það sem koma skal?

Eins og áður var getið sá und­ir­rit­aður sýn­ing­una tvisvar. Og það verður að segj­ast eins og er að það voru tvær alger­lega ólíkar sýn­ing­ar, þótt engu hafi verið breytt. Hér var heldur ekki um að ræða að sýn­ingin hafi vax­ið, sem svo er oft kall­að, þegar leik­arar venj­ast því að leika fyrir áhorf­end­ur, þeir verða örugg­ari og sýn­ingin þétt­ist og þroskast. Nei, það var ekki það. Það var allt annað og meira, sem gerði Atóm­stöð­ina mið­viku­dag­inn 13. nóv­em­ber að annarri sýn­ingu en frum­sýn­ing­ar­dag­inn 1. nóv­em­ber.

Þriðju­dag­inn 12. nóv­em­ber var frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Kveikur sýndur á RÚV og fjall­aði um mútu- og spill­ing­ar­mál stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækis Íslend­inga, Sam­herja, og hvers konar við­skipta­hætti það hefur við­haft í Afr­íku­rík­inu Namib­íu. Það vildi svo ein­kenni­lega til – en þó eru eldri dæmi til um þetta í leik­hús­sög­unni – að Atóm­stöðin varð allt í einu að nútíma­sögu. Atóm­stöðin fjall­aði allt í einu um Sam­herja, kap­ít­al­íska mútu­menn­ingu og hvernig við Íslend­ingar höfum komið fram við aðra þjóð sem hafði þó verið lofað öðru.

Við­brögð áhorf­enda voru allt önnur á 4. sýn­ingu en á frum­sýn­ingu. 4. sýn­ing fjall­aði um Sam­herj­a­málið og hún var sett upp í berg­mál­inu af Kveik, ekki járn­tjald­inu milli aust­urs og vest­urs. Sem segir sitt­hvað bæði um okkar pólítíska skiln­ing, en ekki síður hvernig lista­skáld vinnur með sögu­efni sitt. Löngu eftir að járn­tjaldið er fallið hefur Hall­dóri Lax­ness tek­ist sú list að glæða skáld­verk sitt nýju lífi - í seinni sýn­ing­unni sem ég sá, þann 13. nóv­em­ber hefði Búi Árland allt eins getað heitið Þor­steinn Már Bald­vins­son. Það hefði litlu breytt um þann pólítíska veru­leika sem umlykur sýn­ing­una.

Það er sjald­gæft að sjá sýn­ingu á fjölum Þjóð­leik­húss­ins sem líkt og fyrir til­viljun talar til áhorf­enda sinna og hefur fram að færa bein­skeyttan og brýnan boð­skap. Það er full ástæða að hvetja fólk að sjá Atóm­stöð­ina – end­ur­lit.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk