Jólahryllingssögur er ný bóka sería sem Ingi Þór Tryggvason skrifar og heitir fyrsta sagan „Eltingarleikurinn við Grýlu". Sögurnar eru skrifaðar í ljóðum og fjalla um huldufólk, jólasveina og tröll. Bókin hefur smá húmor og góðan boðskap. Þórir Celin skreytir bókina töfrandi myndum.
Fyrsta sagan fjallar um strák sem horfir á Grýlu taka kærustu sína og ákveður fara á eftir tröllinu og reyna bjarga stelpunni. Sagan leiðir lesandann inn í þann magnaðann ævintýraheim sem gömlu þjóðsögur íslands hafa að geima.
Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?
„Þetta byrjaði sem grín á hljómsveitaræfingu hjá Mosa. Ég var að hlusta á gamalt lag sem heitir Grýlukvæði eftir Gunnar Þórðarson sem ég kann afskaplega vel við. Það hefur þennan gamaldags drunga sem gömlu sögurnar af jólasveinunum höfðu áður en allt varð sykurhúðað.
Það kveikti í mér og ég fór að gæla við þá hugmynd að halda Jólatónleika með svona drungalegum jólasögur og fór að leika mér á píanó og um leið kom hugmynd. Sem þróaðist í texta og þá fór hugmyndin af stað en svo gerðist ekkert meira í tvö ár þangað til ég fann þetta lag sem ég byrjaði á og tók upp þráðinn.
Þá komu fleiri hugmyndir og þetta þróaðist yfir í að vera bók, en ég er einnig að semja tónlist sem er viðbót við bókina og ætla að vera með sýningu á sviði með sögumanni og hljómsveit þar sem Grýla og fleiri taka lagið. Fyrsta lagið er að koma út á næstu dögum en sýningin verður ekki tilbúin fyrr en á næsta ári.“
Segðu okkur frá þema verkefnisins?
„Þemað eru gamaldags hræðslusögur frá Íslandi. Enginn sykur, bara dularfullur ævintýraheimur sem gerðist fyrir löngu á þessari eyju sem kennd er við ís þegar tröll, huldufólk og fleiri goðsagnir bjuggu á meðan manna á landinu. Þetta er fjársjóður sem við eigum að geta notað persónur eins og Grýlu og búa til ný ævintýri um jólasveinana okkar og líka alla hina 30 jólasveinana sem Grýla átti með fyrsta karlinum sínum. En næsta bók mun einmitt fjalla um það þegar Grýla rak þau tröllabörn í burtu og át föður þeirra þegar hún kynntist Leppalúða og átti Stekkjarstaur. Það er nóg til að skrifa um.
Það stendur til að halda kynningu á Jólahryllingssögum næsta laugardag kl. 16.00 á Prikinu þar sem ég mun lesa upp ljóð úr bókinni og kynna verkefnið og söfnunina. Smá tónlist drykkir og menning í boði.“