Sverrir Guðjónsson kontratenór gefur út tvær vinyl-hljómplötur í samstarfi við leiðandi íslensk tónskáld, sem semja fyrir raddsvið Sverris, verk sem hann hefur frumflutt.
Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?
„Rökkursöngvar/Twilight Songs er verkefni sem ég hef unnið að á undanförnum árum í samstarfi við leiðandi íslensk tónskáld, sem hafa samið tónlist fyrir mitt kontratenór-raddsvið. Verkið er gefið út á tveimur ‘vinyl’ hljómplötum sem mynda ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar.
Segðu okkur frá þema verkefnisins?
„Mig langaði að vinna með ákveðið heildarþema, og ber hver hlið ákveðinn titil sem segir sína sögu: I Rökkur; II Nótt; III Maður lifandi; IV Bæn. Vögguvísan „Litfríð og ljóshærð” á vinsælli plötu þegar ég var tólf ára, skapar upphaf og endi þessa ferðalags.
Til þess að myndgera hið tónlistarlega ferðalag lagði ég upp í leit að ferjubáti, sem fannst við hafið, og myndar miðjuna í listrænni útfærslu Rökkursöngva. Þetta verkefni hefur verið í undirbúningi á undanförnum árum og er nú loks tilbúið til útgáfu, og er ég afar þakklátur öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn.“