5. Fréttatíminn: Tekjulaus miðill sem er unnin í sjálfboðavinnu huldumanna
Í byrjun árs 2018 keypti maður lén og Facebook-síðu úr þrotabúi Fréttatímans og endurskráði miðilinn hjá fjölmiðlanefnd. Síðan þá hafa birst á miðlinum fjöldinn allur af fréttum sem enginn er skrifaður fyrir.
Ábyrgðarmaður miðilsins, sæbjúgnaútflytjandi, segir að hann hafi engar tekjur, sé unninn í sjálfboðavinnu og sé í raun „bara í gamni“. Hann vill ekki upplýsa um hverjir skrifi á vef Fréttatímans.
Lesið fréttaskýringuna í heild sinni hér.
4. Það er eitthvað að gerast í Arion banka
Miklar breytingar hafa orðið hjá stærsta bankanum sem er einkaeigu á skömmum tíma. Innlendir einkafjárfestar, með sögu sem teygir sig aftur fyrir bankahrun, eru orðnir stórir eigendur í Arion banka.
Lesið fréttaskýringuna í heild sinni.
3. Casanova handtekinn
,,Hann var bara svo sjarmerandi og umhyggjusamur“ sagði dönsk kona um unga Ísraelann sem sagðist vera vopna- og demantasali, fyrrverandi orrustuflugmaður, og milljarðamæringur. Hvorki hún, né aðrar konur sem ungi maðurinn heillaði, grunaði hann um græsku í upphafi en svo kom önnur hlið í ljós.
Maðurinn sem um ræðir heitir Shimon Yehuda Hayut. Hann er 29 ára gamall og ólst upp í bænum Bnei Brak, skammt frá Tel Aviv. Í bænum, sem er ein helsta miðstöð strangtrúaðra gyðinga, ríkir mikil fátækt.
Lesið fréttaskýringuna í heild sinni.
2. Sagan af því hvernig Valur varð ríkasta íþróttafélag á Íslandi
Knattspyrnufélagið Valur er ríkasta íþróttafélag á Íslandi. Sú staða gerir Val kleift að bjóða upp á aðstöðu, aðstæður og launagreiðslur sem önnur íþróttafélög geta illa eða ekki keppt við. Niðurstaðan er sú að Valur er í fremstu röð á öllum vígstöðum helstu hópíþrótta á Íslandi hjá báðum kynjum og hirðir hvern titilinn á fætur öðrum.
Sagan á bakvið hinn mikla uppgang Vals er stór og mikil. Hún teygir sig aftur fyrir síðustu aldarmót og felur í sér margar hraðahindranir og allskyns átök, bæði innanbúðar meðal Valsmanna og við aðra sem vildu standa í vegi fyrir vegferðinni af ýmsum ástæðum. Öll þessi saga var rakin í Kjarnanum í maí.
Lesið fréttaskýringuna í heild sinni.
1. Óhófleg fatakaup Íslendinga draga dilk á eftir sér
Vitundarvakning hefur orðið um umhverfismál hér á landi á undanförnum árum. Í nýlegri umhverfiskönnun Gallups sögðust tveir af hverjum þremur Íslendingum hafa breytt hegðun sinni til þess lágmarka áhrif á umhverfi og loftslagsbreytingar. Í neyslusamfélagi nútímans er hægt að breyta mörgu í þeirri von að draga úr umhverfisfótsporinu. Fólk hefur meðal annars verið hvatt til að breyta ferðavenjum sínum, flokka meira, breyta mataræði og kaupa minna.
Fatasóun Íslendinga hefur hins vegar aukist verulega á síðustu árum. Árið 2016 henti hver íbúi að meðaltali 15 kílóum af textíl og skóm yfir árið, það er nærri því tvöfalt meira magn en fjórum árum áður. Meirihluti þess úrgangs fer í urðun en auk þess voru yfir 3000 tonn send frá Íslandi til annarra landa í endurvinnslu árið 2018. Umhverfisráðuneytið stefnir á að draga úr fatasóun á hvern íbúa um fimm kíló en umhverfisspor hverrar flíkur er gífurlegt, allt frá framleiðslu til förgunar.“