Mest lesnu fréttaskýringar ársins 2019

Hvað eiga óhofleg fatakaup, eignarhaldið á Fréttatímanum, Casanova, knattspyrnufélagið Valur og Arion banki sameiginlegt? Allt voru þetta viðfangsefni mest lesnu fréttaskýringa ársins á Kjarnanum.

skýringar.jpg
Auglýsing

5. Frétta­tím­inn: Tekju­laus mið­ill sem er unnin í sjálf­boða­vinnu huldu­manna

Í byrjun árs 2018 keypti maður lén og Face­book-­síðu úr þrota­búi Frétta­tím­ans og end­ur­skráði mið­il­inn hjá fjöl­miðla­nefnd. Síðan þá hafa birst á miðl­inum fjöld­inn allur af fréttum sem eng­inn er skrif­aður fyr­ir. 

Ábyrgð­ar­maður mið­ils­ins, sæbjúgna­út­flytj­andi, segir að hann hafi engar tekj­ur, sé unn­inn í sjálf­boða­vinnu og sé í raun „bara í gamn­i“. Hann vill ekki upp­lýsa um hverjir skrifi á vef Frétta­tím­ans.

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni hér.



4. Það er eitt­hvað að ger­ast í Arion banka

Miklar breyt­ingar hafa orðið hjá stærsta bank­anum sem er einka­eigu á skömmum tíma. Inn­lendir einka­fjár­fest­ar, með sögu sem teygir sig aftur fyrir banka­hrun, eru orðnir stórir eig­endur í Arion banka. 

Auglýsing
Á skömmum tíma í vor hætti fram­kvæmda­stjóri sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækis bank­ans, skipt var um stjórn­ar­for­mann og banka­stjór­inn sagði upp. Mestu hrær­ingar í íslensku fjár­mála­kerfi frá hruni voru að eiga sér stað.

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni.



3. Casa­nova hand­tek­inn

,,Hann var bara svo sjar­­mer­andi og umhyggju­­sam­­ur“ sagði dönsk kona um unga Ísra­el­ann sem sagð­ist vera vopna- og dem­anta­sali, fyrr­ver­andi orr­ustuflug­­mað­­ur, og millj­­arða­­mær­ing­­ur. Hvorki hún, né aðrar konur sem ungi mað­­ur­inn heill­aði, grun­aði hann um græsku í upp­­hafi en svo kom önnur hlið í ljós.

Mað­­ur­inn sem um ræðir heitir Shimon Yehuda Hayut. Hann er 29 ára gam­all og ólst upp í bænum Bnei Brak, skammt frá Tel Aviv. Í bæn­um, sem er ein helsta mið­­stöð strang­­trú­aðra gyð­inga, ríkir mikil fátækt.

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinn­i. 

2. Sagan af því hvernig Valur varð rík­asta íþrótta­fé­lag á Íslandi

Knatt­spyrnu­fé­lagið Valur er rík­asta íþrótta­fé­lag á Íslandi. Sú staða gerir Val kleift að bjóða upp á aðstöðu, aðstæður og launa­greiðslur sem önnur íþrótta­fé­lög geta illa eða ekki keppt við. Nið­ur­staðan er sú að Valur er í fremstu röð á öllum víg­stöðum helstu hóp­í­þrótta á Íslandi hjá báðum kynjum og hirðir hvern tit­il­inn á fætur öðr­um.

Sagan á bak­við hinn mikla upp­gang Vals er stór og mik­il. Hún teygir sig aftur fyrir síð­ustu ald­ar­mót og felur í sér margar hraða­hindr­anir og allskyns átök, bæði inn­an­búðar meðal Vals­manna og við aðra sem vildu standa í vegi fyrir veg­ferð­inni af ýmsum ástæð­um. Öll þessi saga var rakin í Kjarn­anum í maí.

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni.



1. Óhóf­leg fata­kaup Íslend­inga draga dilk á eftir sér

Vit­und­ar­vakn­ing hefur orðið um umhverf­is­mál hér á landi á und­an­förnum árum. Í nýlegri umhverfiskönnun Gallups sögð­ust tveir af hverjum þremur Íslend­ingum hafa breytt hegðun sinni til þess lág­marka áhrif á umhverfi og lofts­lags­breyt­ing­ar. Í neyslu­sam­fé­lagi nútím­ans er hægt að breyta mörgu í þeirri von að draga úr umhverf­is­fótspor­inu. Fólk hefur meðal ann­ars verið hvatt til að breyta ferða­venjum sín­um, flokka meira, breyta matar­æði og kaupa minna.

Fata­sóun Íslend­inga hefur hins vegar auk­ist veru­lega á síð­ustu árum. Árið 2016 henti hver íbúi að með­al­tali 15 kílóum af textíl og skóm yfir árið, það er nærri því tvö­falt meira magn en fjórum árum áður. Meiri­hluti þess úrgangs fer í urðun en auk þess voru yfir 3000 tonn send frá Íslandi til ann­arra landa í end­ur­vinnslu árið 2018. Umhverf­is­ráðu­neytið stefnir á að draga úr fata­sóun á hvern íbúa um fimm kíló en umhverf­is­spor hverrar flíkur er gíf­ur­legt, allt frá fram­leiðslu til förg­un­ar.“

Lesið frétta­skýr­ing­una í heild sinni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk