Eitur: Fagmennska og vandvirkni

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Eitur eftir Lot Vekemans sem sýnt er í Borgarleikhúsinu.

eitur 1
Auglýsing

Borg­ar­leik­hús­ið: Eitur

Höf­und­ur: Lot Vekem­ans

Þýð­ing: Ragna Sig­urð­ar­dóttir

Leik­stjórn: Kristín Jóhann­es­dóttir

Leik­mynd: Börkur Jóns­son

Bún­ing­ar: Þór­unn María Jóns­dóttir

Lýs­ing: Björn Berg­steinn Guð­munds­son

Tón­list og hljóð­mynd: Garðar Borg­þórs­son

Leik­ar­ar: Nína Dögg FIl­ipp­us­dótt­ir, Hilmir Snær Guðna­son

Hún er máttug og vold­ug, leik­mynd Barkar Jóns­son­ar, kirkjan sem gnæfir yfir sviði og sal Litla sviðs­ins í Borg­ar­leik­hús­inu; kirkju­blær en samt andar hlýju frá glugga, ekki síst vegna trjánna úti­við sem hvíla í föl­leitri birtu, anda frá sér kyrrð og vekja hug­renn­inga­tengsl við jap­anskt lands­lag. Það er ákveð­inn hátíð­leiki og form­leg­heit yfir sviðs­mynd­inni, veggirnir líkt og byggðir úr stein­steypu­blokkum og hverfa upp í loft­ið. Aðeins einn inn- og útgangur bak­sviðs, við glugg­ann nokkrir harðir bekkir eða stól­ar. Á þess­ari leik­mynd hvílir stíl­hrein lýs­ing Bjarnar Berg­steins Guð­munds­sonar og með bún­ingum Þór­unnar Maríu Jóns­dóttur verður hin sjón­ræna mynd að fal­legri umgjörð um þá atburða­rás sem senn fer af stað.

Nína Dögg Fil­ipp­us­dóttir og Hilmir Snær Guðna­son leika einu hlut­verk­in, þau eru nafn­laus og nefn­ast í leik­skrá ein­göngu "Hún" og "Hann". Við fáum næsta lítið að vita um for­tíð þeirra annað en að fljót­lega verður ljóst að þau hafa verið gift, en skildu í kjöl­far slyss sem eina barn varð fyrir og er jarð­sett í kirkju­garði þess­arar kirkju. Svo virð­ist sem nokkur tími sé lið­inn frá skiln­að­inum og þau hafa ekki haft neitt sam­band síð­an; en svo hefur Hann fengið bréf frá yfir­völdum þar sem tjáð er að vegna eit­urs í jarð­vegi kirkju­garðs­ins þarf að flytja grafir og aðstand­endur þurfa að mæta til að hægt sé að ganga frá praktískum atriðum varð­andi þá aðgerð.

Hann kemur í kirkj­una og á nokkurn veg að baki; Hún er mætt til að taka á móti honum og nú fer af stað upp­gjör. Í ljós kemur að hér hefur verið trassað að takast á við allt sem vekur með mann­inum sorg: barns­miss­ir, skiln­að­ur, brostnar von­ir, ham­ingju­miss­ir. Eitrið er víða, ekki síst í hugum okkar mann­anna.

Auglýsing
Lot Vekem­ans er hol­lensk og Eitur mun vera fyrsta verk hennar á íslensku leik­sviði. Það er vel valið verk. Það fjallar um mann­legt eðli og þján­ingu sem allir hafa ein­hvern tím­ann kynn­st, annað hvort á sjálfum sér eða af ein­hverjum í nán­asta umhverfi. Sorgin er sammann­leg og þó ekki - einatt er sagt að eng­inn fái lært af ann­ars reynslu og sjaldan á það betur við en þegar um er að ræða jafn gegn­um­gríp­andi til­finn­ingu og sorg­ina. En Lot Vekem­ans tekst í sam­ræðu Hans og Hennar að kom­ast hjá því að gera sorg­ina að einka­máli per­són­anna, það er ljóst þegar í upp­hafi leiks að þau eiga allar þessar sorgir sam­an. Missir barns, upp­lausn hjóna­bands, sem ekki verður annað skilið en hafi verið ást­ríkt og ham­ingju­samt í upp­hafi, og van­mátt­ur­inn að takast á við hvort tveggja, sem að sínu leyti vekur upp enn eitt sorg­ar­ferl­ið. Eitt er að takast ekki að standa sam­an, annað að geta ekki gert upp mis­tök­in, horft aftur fram á veg.

Upp­gjörið er mik­il­vægt til að geta sæst við for­tíð sína og sögu og hér er það kirfi­lega und­ir­strik­að. Í við­tali við höf­und­inn sem birt er í leik­skrá talar hún um hvernig við mann­eskjur forð­umst að tala um það sem gerst hef­ur, per­són­urnar Hún og Hann forð­ast af öllum mætti aug­ljósar spurn­ing­ar, spurn­ingar sem verður að taka á og svara svo unnt sé að öðl­ast sátt, ró, frið.

Leik­rits­formið hentar hér efn­inu betur en margt annað list­rænt form; leik­skáldið hefur ein­göngu hið tal­aða orð til að knýja áfram atburða­rás­ina og þróun sög­unn­ar, til­finn­inga per­són­anna - en með því fylgir einnig það tæki sem oft er van­met­ið: þögn­in. Hér er snilld­ar­lega farið með hvort tveggja: sam­talið – og þögn­ina.Úr Eitri. Mynd: Borgarleikhúsið.

Það skal segj­ast eins og er að sam­leikur þeirra Nínu Daggar og Hilmis Snæs er með miklum ágæt­um. Þau eru bæði í hópi okkar albestu leik­ara og geta með smáum með­ulum í fasi, látæði, svip­brigðum og augn­gotum skapað og við­haldið spennu. Hér eru þau bæði í sínu albesta essi og auð­fundið að var­færin og ákveðin leik­stjórn Krist­ínar Jóhann­es­dóttur leiðir þau far­sæl­lega frá upp­hafi til enda.

Auð­vitað má velta því fyrir sér, hvert höf­undur fer með hinar tragísku per­sónur sín­ar. Hvernig endar þessi saga? Hann er nokkuð óvænt­ur, endir­inn, þótt hann sé í full­kom­lega rök­réttu sam­hengi við það sem lagt er upp með. Ekki skal upp ljóstrað hvernig upp­gjöri Hennar og Hans lýk­ur, en eins og venja er þegar horft er á gott leik­hús, þá tekur hver það til sín sem þurfa þykir – og það er sitt­hvað sem má nær­ast á hér.

Það er vita­skuld auð­fundið þegar á heiti verks­ins, Eit­ur, að hér er engin grín­bomba á ferð­inni. Efnið er háal­var­legt og úr því unnið í sam­ræmi við það. En hver sá sem vill sjá leik­verk sem á erindi og sjá það gert af fag­mennsku og vand­virkni á ekki að láta Eitur fram­hjá sér fara.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk