Eitur: Fagmennska og vandvirkni

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Eitur eftir Lot Vekemans sem sýnt er í Borgarleikhúsinu.

eitur 1
Auglýsing

Borgarleikhúsið: Eitur

Höfundur: Lot Vekemans

Þýðing: Ragna Sigurðardóttir

Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir

Leikmynd: Börkur Jónsson

Búningar: Þórunn María Jónsdóttir

Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlist og hljóðmynd: Garðar Borgþórsson

Leikarar: Nína Dögg FIlippusdóttir, Hilmir Snær Guðnason

Hún er máttug og voldug, leikmynd Barkar Jónssonar, kirkjan sem gnæfir yfir sviði og sal Litla sviðsins í Borgarleikhúsinu; kirkjublær en samt andar hlýju frá glugga, ekki síst vegna trjánna útivið sem hvíla í fölleitri birtu, anda frá sér kyrrð og vekja hugrenningatengsl við japanskt landslag. Það er ákveðinn hátíðleiki og formlegheit yfir sviðsmyndinni, veggirnir líkt og byggðir úr steinsteypublokkum og hverfa upp í loftið. Aðeins einn inn- og útgangur baksviðs, við gluggann nokkrir harðir bekkir eða stólar. Á þessari leikmynd hvílir stílhrein lýsing Bjarnar Bergsteins Guðmundssonar og með búningum Þórunnar Maríu Jónsdóttur verður hin sjónræna mynd að fallegri umgjörð um þá atburðarás sem senn fer af stað.

Nína Dögg Filippusdóttir og Hilmir Snær Guðnason leika einu hlutverkin, þau eru nafnlaus og nefnast í leikskrá eingöngu "Hún" og "Hann". Við fáum næsta lítið að vita um fortíð þeirra annað en að fljótlega verður ljóst að þau hafa verið gift, en skildu í kjölfar slyss sem eina barn varð fyrir og er jarðsett í kirkjugarði þessarar kirkju. Svo virðist sem nokkur tími sé liðinn frá skilnaðinum og þau hafa ekki haft neitt samband síðan; en svo hefur Hann fengið bréf frá yfirvöldum þar sem tjáð er að vegna eiturs í jarðvegi kirkjugarðsins þarf að flytja grafir og aðstandendur þurfa að mæta til að hægt sé að ganga frá praktískum atriðum varðandi þá aðgerð.

Hann kemur í kirkjuna og á nokkurn veg að baki; Hún er mætt til að taka á móti honum og nú fer af stað uppgjör. Í ljós kemur að hér hefur verið trassað að takast á við allt sem vekur með manninum sorg: barnsmissir, skilnaður, brostnar vonir, hamingjumissir. Eitrið er víða, ekki síst í hugum okkar mannanna.

Auglýsing
Lot Vekemans er hollensk og Eitur mun vera fyrsta verk hennar á íslensku leiksviði. Það er vel valið verk. Það fjallar um mannlegt eðli og þjáningu sem allir hafa einhvern tímann kynnst, annað hvort á sjálfum sér eða af einhverjum í nánasta umhverfi. Sorgin er sammannleg og þó ekki - einatt er sagt að enginn fái lært af annars reynslu og sjaldan á það betur við en þegar um er að ræða jafn gegnumgrípandi tilfinningu og sorgina. En Lot Vekemans tekst í samræðu Hans og Hennar að komast hjá því að gera sorgina að einkamáli persónanna, það er ljóst þegar í upphafi leiks að þau eiga allar þessar sorgir saman. Missir barns, upplausn hjónabands, sem ekki verður annað skilið en hafi verið ástríkt og hamingjusamt í upphafi, og vanmátturinn að takast á við hvort tveggja, sem að sínu leyti vekur upp enn eitt sorgarferlið. Eitt er að takast ekki að standa saman, annað að geta ekki gert upp mistökin, horft aftur fram á veg.

Uppgjörið er mikilvægt til að geta sæst við fortíð sína og sögu og hér er það kirfilega undirstrikað. Í viðtali við höfundinn sem birt er í leikskrá talar hún um hvernig við manneskjur forðumst að tala um það sem gerst hefur, persónurnar Hún og Hann forðast af öllum mætti augljósar spurningar, spurningar sem verður að taka á og svara svo unnt sé að öðlast sátt, ró, frið.

Leikritsformið hentar hér efninu betur en margt annað listrænt form; leikskáldið hefur eingöngu hið talaða orð til að knýja áfram atburðarásina og þróun sögunnar, tilfinninga persónanna - en með því fylgir einnig það tæki sem oft er vanmetið: þögnin. Hér er snilldarlega farið með hvort tveggja: samtalið – og þögnina.Úr Eitri. Mynd: Borgarleikhúsið.

Það skal segjast eins og er að samleikur þeirra Nínu Daggar og Hilmis Snæs er með miklum ágætum. Þau eru bæði í hópi okkar albestu leikara og geta með smáum meðulum í fasi, látæði, svipbrigðum og augngotum skapað og viðhaldið spennu. Hér eru þau bæði í sínu albesta essi og auðfundið að varfærin og ákveðin leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur leiðir þau farsællega frá upphafi til enda.

Auðvitað má velta því fyrir sér, hvert höfundur fer með hinar tragísku persónur sínar. Hvernig endar þessi saga? Hann er nokkuð óvæntur, endirinn, þótt hann sé í fullkomlega rökréttu samhengi við það sem lagt er upp með. Ekki skal upp ljóstrað hvernig uppgjöri Hennar og Hans lýkur, en eins og venja er þegar horft er á gott leikhús, þá tekur hver það til sín sem þurfa þykir – og það er sitthvað sem má nærast á hér.

Það er vitaskuld auðfundið þegar á heiti verksins, Eitur, að hér er engin grínbomba á ferðinni. Efnið er háalvarlegt og úr því unnið í samræmi við það. En hver sá sem vill sjá leikverk sem á erindi og sjá það gert af fagmennsku og vandvirkni á ekki að láta Eitur framhjá sér fara.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk