Blóðhófnir – Hverfist í kringum ljóðmælandann Gerði

Nú er safnað fyrir tónverki Kristínar Þóru Haraldsdóttur og myndverki Tinnu Kristjánsdóttur, Blóðhófnir, sem skrifað er við samnefnt verðlaunaljóðverk Gerðar Kristnýjar.

Blóðhófnir
Auglýsing

Blóð­hófnir er tón­verk Krist­ínar Þóru Har­alds­dóttur og mynd­verk Tinnu Krist­jáns­dótt­ur, skrifað við sam­nefnt verð­launa­ljóð­verk Gerðar Kristnýj­ar. Tón­verkið er flutt af tón­list­ar­hópnum Umbra ásamt gest­um, en allar spila þær á strengja­hljóð­færi og forn hljóð­færi og syngja. Til stendur að gefa verkið út á geisla­plötu á næstu miss­erum með stillum úr mynd­verkum Tinnu, sem prýða bæði hulstur og bók.

Blóð­hófnir byggir á fornri sögu úr Skírn­is­mál­um, sem Gerður Kristný snéri í nútíma sögu­ljóð og segir sögu Gerðar Gym­is­dóttur jöt­un­meyj­ar, sem tekin var gegn vilja sínum úr heima­högum sínum í Jöt­un­heimum til að gift­ast goð­inu Frey, beitt hót­unum og valdi. Magnað ljóð­verk sem á sterkt erind til sam­tím­ans.

Lilja Dögg Gunn­ars­dóttir söng­kona fer listi­lega með hlut­verk ljóð­mæl­anda, Gerðar Gym­is­dótt­ur, sem er burð­ar­hlut­verk verks­ins.

Auglýsing

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

Lilja: Hug­myndin kvikn­aði í raun á bóka­kaffi­húsi. Ég var þar stödd að súpa kaffi og glöggva í bæk­ur. Þá greip mig ljóða­bálkur Gerðar Kristnýjar – sem ég las upp til agna upp­num­in. A þessum tíma­punkti var ég nýhætt að kenna mið­alda­bók­menntir MS og hafði snúið mér alfarið að tón­list – svo efni­viður ljóða­bálks­ins stóð mér ein­hvern veg­inn strax mjög nærri – enda eytt dágóðum tíma und­an­farin ár í að garfa í Eddu­kvæð­un­um. Þarna var veg­ferð Umbru líka farin vel á stað og við lest­ur­inn fannst mér það skrifað í skýin að við, hljóm­sveit sem er með skýran fókus á forna tón­list, ættum að láta semja fyrir okkur verk upp úr ljóða­bálki Gerð­ar. Kristín Þóra kom strax upp í koll­inn – ein­hverra hluta vegna, en hana þekkti ég nú barasta ekk­ert en hafði heyrt hana flytja verk Þór­unnar Grétu Sig­urð­ar­dóttur á Myrkum mús­ík­dögum og fannst það svo magn­að! Ég vissi til þess að hún væri að semja sjálf. Við Umbrur kynntum okkur svo hana og höfðum sam­band í kjólfar­ið.

Kristín Þóra: Það var í raun­inni mikil gjöf þegar Umbrur höfðu sam­band við mig, því ekki svo löngu áður hafði ég skoðað ljóð­verkið og hugsað „VÁ, þetta!“ ... og vissi að ég myndi gjarnan vilja vinna með það ein­hvern tím­ann. Og hljóð­færa­sam­setn­ing Umbru fannst mér kjör­in: Kvenn­raddir og girn­is­strengir, en það er týpan af strengjum sem var notuð í gamla daga, þeir eru ein­hvern veg­inn bæði með hlýtt og hrátt sánd á sama tíma, og með mik­illi jörð finnst mér. Það er nefni­lega svo mikil jörð í ljóð­inu hennar Gerðar Kristnýj­ar. Við vildum að verkið færi út fyrir hefð­bund­inn ramma tón­verks og fengum Tinnu, sem er leik­kona, til að vera með í sköpun verks­ins. Hún hafði mjög skýra sýn og inn­sæi í ljóð­verk­ið, sem gerði mikið fyrir heild­ar­verk­ið. Við settum verkið upp í sinni fyrstu mynd í tón­leik­hús upp­færslu árið 2016 og kjöl­farið lang­aði mig til að gera eitt­hvað meira með þetta, þ.á.m. að taka það upp, og Umbrur voru til í það. Ég óskaði líka eftir að Tinna myndi hanna umslag og bók geisla­disks­ins með myndefn­inu. Ég setti tón­list við þá hluta sem voru leik­lesnir 2016 og Blóð­hófnir fékk að eiga sitt annað heim­ili við upp­tökur og mix með Sturlu Míó Þór­is­syni í Masterkey Studio á Sel­tjarn­ar­nesi. Hann hefur farið fínum höndum um alla hljóð­vinnslu og mikið fyrir þessa útgáfu.

Blóðhófnir Mynd: Aðsend

Segið okkur frá þema verk­efn­is­ins

Lilja: Þema verks­ins hverf­ist í mínum huga í kringum ljóð­mæl­and­ann Gerði – mér finnst við allar vera hún í flutn­ingn­um, öll hljóð­færin og manns­rödd­in. Krist­ínu tekst svo vel að skila efni­við­inum á áhrifa­ríkan hátt, þján­ingin og örlög Gerðar birt­ast á afger­andi hátt í öllu tón­mál­inu.

Kristín Þóra: Já, það var hug­mynd­in, að hefja upp raust Gerðar og umvefja hana ást. Það skín í gegnum bæði tón­list og mynd­verk. Við vonum að við séum að skapa rými til að hlusta og hug­leiða svo­lítið þessa sögu sem end­ur­tekur sig allt of oft í raun­veru­leik­anum enn þann dag í dag. Ljóð­verkið hennar Gerðar Kristnýjar er ekki bara ný útgáfa af gam­alli sögu úr fornöld heldur sterk ádeila á feðra­veld­ið, sögð á virki­lega ljóð­rænan og áhrifa­ríkan hátt. Þarna er mikil nátt­úru­feg­urð, vilja­styrk­ur, kvenna­kraft­ur, ást og tryggð. Við fáum hrein­lega að lifa og anda með Gerði Gym­is­dótt­ur, jörð­inni henn­ar, land­inu henn­ar, hjart­anu hennar áður en henni er rænt úr heima­hög­unum og það lang­aði okkur til að koma til skila. Tinna hafði þessa sterku inn­sýn og nálg­un, að vera sú Gerður Gym­is­dóttir í gegnum alla sög­una frekar en að setja ofbeld­ið, sem kemur utan frá, í for­grunn­inn, sem var mjög hjálp­legt fyrir mig, því ég veigraði mér við að setja tón­list við ofbeldi eða draga það meira fram sem er svo sterkt og beitt í text­an­um. Mynd­verkið veitir þannig sterka nær­veru Gerðar Gym­is­dóttur og upp­lif­anir henn­ar, fín­lega ofið inn í texta og tón­list með mik­illi dýpt og nánd. Ég hélt mig líka við ver­öld Gerð­ar, sat lengi með ljóð­inu lifði mig inn í það án þess að skapa tón­list, en fór síðan smám saman að fikra mig að hljóð­færum og þá var ekki lengi að verða til heill heimur í kringum Gerði og röddin hennar marg­fald­að­ist í margra kvenna kór. Þannig viljum við heiðra ljóð­verk­ið, Gerði Gym­is­dóttur og allar þær konur sem hún talar fyr­ir. Þótt und­ir­liggj­andi þema sé völd, ógnir og ofbeldi, er heild­ar­verkið óður til kvenna.

Lilja: Ég ýmist syng eða leiktala allan ljóða­bálk­inn. Það er ótrú­legur kynn­gi­kraftur í þessum bálk . Það er auð­velt að hverfa inn í hann og magnað tón­mál Krist­inar - en ég finn líka að ég þarf að stíga alger­lega út úr sjálfri mér til að gera það. Að sumu leyti þarf ég að detta í smá trans til að ná í hug­rekki og miðla þessu verki og öllum þeim hrika­legu og ljúfsáru tillfinn­ingum sem fylgja því.

Kristín Þóra: Lilja Dögg er með mikið burð­ar­hlut­verk sem krefst mjög mik­ils og hún fer alveg stór­kost­lega með þetta. Hún er með æðis­lega rödd og túlk­un, með mik­illi breidd og það var svo gaman að vinna með það í ferl­inu -að geta leyft mér eig­in­lega hvað sem er þegar ég var að semja fyrir hana. Allar þessar frá­bæru konur sem koma að verk­inu skila sínu svo ofsa­lega vel og maður finnur hvað ljóð­verkið hennar Gerðar Kristnýjar hefur sterk áhrif á alla sköpun í kringum það. Verkið þykir aðgengi­legt, tón­listin styður við text­ann og er undir beinum áhrifum af honum og end­ur­speglar svo­lítið bæði gamla og nýja tíma. Ég hugsa að þetta sé svona plata sem maður sest niður og hlustar á eins og maður sest niður að lesa bók. Hverju lagi fylgir stilla úr mynd­verki Tinnu og þannig færum við mynd­rænu vídd­ina og upp­lifun­ina til hlust­and­ans í þess­ari útgáfu. Það er líka gaman frá því að segja að upp­færslur okkar hafa fengið rosa­lega góðar mót­tök­ur. Verkið var valið á meðal 1100 umsókna til flutn­ings á MATA Festi­val í New York í fyrra og nýverið fluttum við verkið fyrir fullu húsi í Iðnó við frá­bærar mót­tök­ur.

Á Karol­ina Fund erum við að safna fyrir hluta af öllum þeim kostn­aði sem er á bak­við útgáf­una. Í umbun erum við með ýmsan varn­ing sem teng­ist verk­inu beint, en einnig eru hægt að fá laga­smíð, útsetn­ingu, tón­list­ar­kennslu og dag í Masterkey studio.

Hér er hægt að skoða og styrkja verk­efnið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk