Völundarhús Vanja frænda

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Vanja frænda eftir Anton Tsjekhov sem sýnt er í Borgarleikhúsinu.

20200103-_DSC8267.jpg
Auglýsing

Borg­ar­leik­hús­ið: Vanja frændi

Höf­und­ur: Anton Tsjek­hov

Þýð­ing: Gunnar Þorri Pét­urs­son

Leik­stjóri: Bryn­hildur Guð­jóns­dóttir

Leik­mynd: Börkur Jóns­son

Bún­ing­ar: Fil­ippía I. Elís­dóttir

Lýs­ing: Björn Berg­steinn Guð­munds­son

Tón­list: Bjarni Frí­mann Bjarna­son

Leik­gervi: Elín Sig­ríður Gísla­dóttir

Hljóð: Þórður Gunnar Þor­valds­son

Leik­end­ur: Jóhann Sig­urð­ar­son, Unnur Ösp Stef­áns­dótt­ir, Katrín Hall­dóra Sig­urð­ar­dótt­ir, Sig­rún Edda Björns­dótt­ir, Valur Freyr Ein­ars­son, Hilmir Snær Guðna­son, Hall­dór Gylfa­son, Mar­grét Helga Jóhanns­dótt­ir, Arnar Dan Krist­jáns­son.

Vanja frændi er eitt af fjórum höf­uð­verkum Ant­ons Tsjek­hovs, hin eru Máf­ur­inn, Þrjár systur og Kirsu­berja­garð­ur­inn; það er óum­deilt að þessi fjögur verk njóta sér­stöðu í vest­rænni leik­list­ar­menn­ingu og eru þar af leið­andi sett upp reglu­lega af leik­húsum um allan hinn vest­ræna heim. Þá nýtur fyrsta leik­rit hans, Platonov, einnig nokk­urra vin­sælda og er þá ekki minnst á nokkra ein­þátt­unga hans, sem einnig er hampað og svo smá­sögur hans.

Það fer að mörgu leyti vel á að taka Vanja frænda til sýn­inga nú – verkið talar á ýmsan hátt til okkar sam­tíma og nægir að nefna umhverf­isum­ræð­una sem Astrov læknir stendur fyrir þegar hann vill ganga í augun á hinni fögru Jel­enu með því að sýna henni upp­drætti sína af þróun gróð­ur­fars í sveit­inni. Þetta atriði gæti nán­ast verið skrifað nú, en ekki fyrir rúmum eitt­hund­rað árum og segir það eitt sitt­hvað um hversu for­spár Tsjek­hov var og sá fyrir um margt það sem öðrum var hulið og þá má ekki síst þreifa á þessum eig­in­leika skáld­skapar hans þegar kemur að hinu mann­lega eðli – en hann náði, ásamt þeim Ibsen og Strind­berg að lýsa hinn nýju félags­veru sem mað­ur­inn í vest­rænum heimi var óðum að breyt­ast í.

Auglýsing
En án þess farið sé út í víð­tækan sam­an­burð á þessum þremur risum vest­rænnar leik­rit­unar um alda­mótin 1900, má segja að þar sem Ibsen og Strind­berg fjalla um nútíma og stöðu per­sóna sinna í hon­um, eru per­sónur Tsjek­hovs eru gjarnan firrt­ar, fastar í for­tíð sem á sínum tíma boð­aði fram­tíð sem aldrei varð.

Það var svo í Lista­leik­hús­inu í Moskvu undir stjórn föður nútíma leik­list­ar, Kon­stant­íns Stan­islav­skí, að leik­húsið braust úr viðjum gam­al­dags, upp­haf­ins leikstíls og náði tökum á þeim sál­fræði­lega leikstíl sem varð til þess að texti og sam­ræðu­stíll Tsjek­hovs öðl­að­ist þá dýpt og heim­speki­legu vídd sem gerði per­sónur hans líkt og af holdi og blóði, sem áhorf­endur gátu skilið og látið sér þykja vænt um. Þetta var ný teg­und af real­isma, stillt­ari og hóg­vær­ari og bar með sér meiri skiln­ing á mann­inum en áður hafði verið í leik­list­inni. Verk Tsjek­hovs fólu þar með í sér bylt­ingu sem má að sumu leyti segja að enn sjái ekki fyrir end­ann á í leik­list­ar­menn­ingu Vest­ur­landa. En á sama tíma er komið að enda­lokum gull­aldar rúss­neskra bók­mennta þegar Tsjek­hov kemur fram á rit­völl­inn og ger­ist tals­maður þeirra sem sjá á bak keis­ara­veld­inu og upp­lifa hnignun þess; öld upp­lausnar og úrkynj­unar blasir við og hafi ein­hvern tím­ann verið til fram­tíð er hún end­an­lega horf­in.

Þetta kann að hljóma fremur myrkt og væri það eflaust ef um væri að ræða annan höf­und en Tsjek­hov – en hann er því­líkur snill­ingur að glæða per­sónur sínar slíku lífi að nán­ast hver ein­asta setn­ing sem úr munni þeirra kemur verður að dásam­legri kómík – því hvað er hægt að gera annað en skop­ast að líf­inu þegar ekk­ert er framund­an, ekk­ert ger­ist, ekk­ert breyt­ist.

Vanja frændi ger­ist á sveita­setri því sem Aleksandr Vla­dimírovitsj Serebr­ja­kov (Jó­hann Sig­urð­ar­son), pró­fessor á eft­ir­launum hefur erft eftir fyrri konu sína. Hann býr sjálfur í Moskvu ásamt nýrri konu sinni, hinni ungu og fögru Jel­enu Andrejevnu (Unnur Ösp Stef­áns­dótt­ir), en sveita­setrið er rekið af dóttur hans af fyrra hjóna­bandi, Sofíu Aleksandrovnu (Katrín Hall­dóra Sig­urð­ar­dótt­ir), kölluð Sonja, og móð­ur­bróður henn­ar, Ívan Petr­ovitsj Vojnít­skí (Valur Freyr Ein­ars­son). Tekj­urnar af sveita­setr­inu hafa verið sendar til Moskvu og farið í uppi­hald pró­fess­ors­ins og hans nýju konu.

Ívan Petr­ovítsj Vojnít­skí er kall­aður Vanja og er sá frændi, sem leik­ur­inn er nefndur eft­ir. Það er því nokkuð aug­ljóst að sam­band þeirra Sonju og Vanja er í brennid­epli í þeirri sögu, sem Tsjek­hov vill segja. Hann er frændi henn­ar. Það má þó vekja athygli á því þó ekki sé nema til gam­ans að heiti verks­ins á frum­mál­inu er „Dja­dja Vanja“, en „dja­dja“ er eins konar gælu­nafn barns á þeim manni sem er annað hvort móð­ur- eða föð­ur­bróðir og á sér enga hlið­stæðu í íslensku; en notkun gælu­nafns­ins bendir þó til hvers eðlis sam­band þeirra Sonju og Vanja er – þau eru skyld, en ekki jafn­ingjar, í það minnsta ekki til­finn­inga­lega.

Á setr­inu búa einnig móðir Vanja og hinnar fyrri eig­in­konu pró­fess­ors­ins, María Vasí­levjna Vojnít­skaja (Sig­rún Edda Björns­dótt­ir) og fóstran gamla, Mar­ína (Mar­grét Helga Jóhanns­dótt­ir); þá koma einnig við sögu Míkhaíl Lvo­vítsj Astrov, læknir (Hilmir Snær Guðna­son) og Ílja Íljítsj Teljegín, kall­aður Vaffla (Hall­dór Gylfa­son), eigna­laus óðals­bóndi. Jefim, vinnu­manni (Arnar Dan Krist­jáns­son), bregður fyrir af og til.

Það er aug­ljóst að í slíkum hópi, þar sem ætt­ar- og fjöl­skyldu­tengsl og stétt­ar­staða eru eins fjöl­breyti­leg og á köflum flók­in, má finna efni í heil­mikið drama. Og dra­mað fer af stað um leið og tvennt ger­ist: Pró­fess­or­inn kemur ásamt hinni ungu fögru eig­in­konu sinni til dvalar á sveita­setr­inu og til­kynnir þar eftir nokkra dvöl að hann hyggst selja setrið enda lítið á því að græða; þá veldur nær­vera hinnar fögru Jel­enu því að Astrov læknir fer á fjörur við hana, Sonju til mik­illar sorg­ar, því hún elskar lækn­inn hita og ástríðu.Úr verkinu.

Yfir allri atburða­rásinni hvílir svo hin vel­þekkta „tsjek­hovska“ ang­ur­værð sem und­ir­strikar að hér er hver ein­asta per­sóna leiks­ins röng mann­eskja á röngum stað á röngum tíma. Hér er hvergi að vænta „happy end“. En gleymum ekki því, að Tsjek­hov er húmoristi, jafn­vel þótt hann hafi enga trú á lukku­legum enda­lok­um. Hann er auk­in­heldur eins langt frá því að vera kald­hæð­inn og unnt er, til þess þykir honum alltof vænt um per­sónur sín­ar. Og hann vill að okkur þyki vænt um þær líka.

Þetta er í stuttu máli efni­við­ur­inn sem leik­stjór­inn Bryn­hildur Guð­jóns­dóttir og hennar list­ræna teymi hefur til að vinna úr til að skapa þeirra útgáfu af hug­ar­heimi Tsjek­hovs. Bryn­hildur kom, sá og sigr­aði með upp­setn­ingu sinni á Rík­harði III á síð­ast­liðnu leik­ári, þótti koma með ferska sýn á hinn valda­sjúka Rík­harð og sam­tíð hans og fékk nær ein­róma lof fyrir verk sitt.

Það er því spenn­andi að sjá, hvort hið sama sé uppi á ten­ingnum hér – er Tsjek­hov gert bilt við, eða er honum kannski bylt við? Hér skal látið nægja að stað­hæfa að sýn­ing Bryn­hildar ber vitni um mikla og fölskvalausa virð­ingu fyrir Tsjek­hov sem höf­undi og hug­mynda­smið. Sagan fær að njóta sín eins og hún er, og færð í bún­ing sem telja má að henti vel þeirri okkar sam­tíð sem hún er sett niður í – eins og fyrr sagði er Tsjek­hov gletti­lega for­spár og fram­sýnn, sem bendir kannski til þess að mann­eskjan er sér lík, hvort sem var um þar­síð­ustu alda­mót eða alda­mótin seinustu, hvort sem er í rúss­neskri sveit eða íslenskri höf­uð­borg, nú, eða þá að það umbreyt­inga­skeið sem hófst með hnignun keis­ara­veld­is­ins og upp­gangi iðn­að­ar­sam­fé­lags­ins er hvergi nærri lokið enn og við erum ennþá mann­eskjur í leit að lífstil­gangi.

Þegar gengið er inn í sal Borg­ar­leik­húss­ins blasir við ein­hver feg­ursta mynd sem sá sem hér skrifar hefur séð í leik­húsi – Börkur Jóns­son og Björn Berg­steinn Guð­munds­son skapa nær dul­ræna feg­urð úr þeirri hnignun sem ein­kennir allt; flekar úr brún­leitum fjölum sem lýs­ingin smýgur á milli og sem hægt er að lyfta og láta síga eftir þörf­um, móta sviðs­rýmið sem getur ýmist verið úti í garði eða inn­an­dyra. Sveita­setrið er sagt stórt, her­bergin telja á þriðja tug­inn og í þess­ari leik­mynd verða þau að völ­und­ar­húsi, galopnu og lok­uðu í senn þar sem engin per­sóna virð­ist vita í raun hvar hún er stödd, hvaðan hún kemur eða hvert hún er að fara. Einu til­finn­ing­arnar sem brjót­ast um í mann­eskj­unum er for­tíð­ar­þrá­in, ástin og von­leysið og það er eins og þessar til­finn­ingar etji kappi hver við aðra. For­tíðin er að baki, liðin tíð sem mun aldrei koma aft­ur, ástin leitar án afláts í ranga höfn þar sem eng­inn er til að fagna henni, von­leysið er eig­in­lega eina til­finn­ingin sem hrósar happi með því að allt staðnar – pró­fess­or­inn hættir við að selja sveita­setrið og allt getur hrokkið í sama farið á ný.

Leik­hóp­ur­inn er sam­hent­ur, sam­stilltur og sam­taka um að skapa þau hug­hrif sem bera rás atburða áleiðis til enda­loka; hér skiptir máli að láta ekki hina myrku tóna ná yfir­hönd­inni, þrátt fyrir von­leysið sem ein­kennir allar per­sónur Tsjek­hovs og það er óhætt að segja, að leik­hóp­ur­inn fleyti sér áfram á öldu­toppum húmors­ins án þess að draga nokkuð úr þeim harmi sem hefur hreiðrað um sig í brjósti hvers og eins. Hóp­ur­inn er sam­stilltur og sam­hljóma, sýn­ingin er öguð og hvert smá­at­riði styður við þá meg­in­línu, sem Bryn­hildur leik­stjóri hefur mark­að. Og ef rýnt er í þá meg­in­línu mætti kannski segja að hún sé sú að hvað sem líður von­leysi og lítt breyt­an­legum aðstæðum erum við þó allt­ént mann­eskjur og hér leyfa mann­eskj­urnar sér þó að láta í ljósi ást og löngun hvers til ann­ars og þótt þær þreif­ingar séu klaufskar, ómark­vissar og vand­ræða­legar þá mun sá dagur rísa – ein­hvern tím­ann, von­andi! – að við rötum út úr völ­und­ar­hús­inu og lærum að taka við ást­inni og gefa hana til­baka, af því það er nú einu sinni hún sem við­heldur líf­inu, er lífið sjálft.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk