Fyrsta breiðskífa Toymachine

Hljómsveit sem stofnuð var fyrir 24 árum, og er með frægan leikstjóra á trommunum, ætlar að gefa út sína fyrstu plötu. Safnað er fyrir henni á Karolina Fund.

Toy Machine.
Auglýsing

Með­limir hljóm­sveit­ar­inn­ar Toymachine, sem stofnuð var síðla árs 1996, þá undir nafn­in­u Gimp, hafa sett af stað söfnun inn á Karol­ina Fund til að safna fyrir gerð á sinni fyrstu breið­skífu.

Toymachine ­stefna á útgáfu um ­mán­aða­mót­in nóv­em­ber/des­em­ber þessa árs og verður gefið út á vínyl sem og á öllum helstu streym­isveit­um.

Um tveimur árum eftir stofn­un Gimp breyttu með­limir bands­ins nafn­inu í Toymachine. Á sama tíma þyngd­ist tónn þeirra og einn með­limur bætt­ist í hóp­inn. Sveitin spil­aði víða næstu árin, meðal ann­ars í flug­skýli númer 4 á Reykja­vík­ur­flug­velli árið 1999 á fyrst­u Iceland A­irwa­ves há­tíð­inni sem þar var hald­in. Sveit­inni var þá boðið að spila í kjöl­farið á hinum goð­sagna­kennda tón­leika­stað CBG­B´s á Man­hatt­an í ­New York ­sem þeir þáðu, enda var stefnan sett á heims­yf­ir­ráð.

Auglýsing
Sveitin var hvað virk­ust til árs­ins 2001 en það ár kom hún fram á sínum lokatón­leikum þar sem þeir spil­uðu ásam­t Jet Black Joe. Aldrei náði bandið að koma út sinni eigin plötu en þó átti hún tvö lög á safn­plöt­unn­i M­SK (1999) og lag­ið Be Li­ke Me má finna í bíó­mynd­inni „Óska­börn þjóð­ar­inn­ar” eftir Jóhann Sig­mars­son frá árinu 2000, en það sama ár var Toymachine einmitt til­nefnd til íslensku tón­list­ar­verð­laun­anna sem bjartasta vonin en laut í lægra haldi fyr­ir­ MÚM.

Nú hafa með­lim­ir Toymachine ­sett af stað söfnun inn á Karol­ina Fund eins og áður segir en þeir ætla að freista þess að safna fyrir gerð plöt­unnar sem aldrei kom út.Jenni og Baldvin Z trylla lýð.

Trommari Toymachine er hinn góð­kunni leik­stjóri Bald­vin Z og söngv­ari er Jens Ólafs­son sem hefur gert garð­inn frægan í hljóm­sveit­inn­i Brain Police ­síð­ustu 20 ár, eða allt frá því Toymachine hætti form­lega ­störf­um. Aðrir með­limir eru þeir Krist­ján Elí Örn­ólfs­son gít­ar­leik­ari og Atli Her­geirs­son bassa­leik­ari. Þá starf­aði Árn­i Elliott í band­inu á árunum 1999-2001 sem með­söngv­ari og plötu­snúð­ur.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Það hefur alltaf setið fast í okkur að hafa ekki komið út okkar eigin plötu á sínum tíma. Við eigum gríð­ar­lega mikið efni til sem okkur finnst hafa elst sér­stak­lega vel en við eigum aðeins til á fjöl­mörgum “demo” upp­tök­um. Núna viljum við endi­lega deila þessu efni með öðrum enda ­þrus­u ­gott ­stöff þó við segjum sjálfir frá. Toy Machine.

Eftir að hafa komið saman til að spila nokkrum sinnum opin­ber­lega síð­ustu 5 árin ákváðum við að athuga hvort að við gætum farið þessa leið og safnað fyrir gerð plöt­unnar á þennan hátt. Við náum enn­þá ó­trú­lega vel saman og höfum ekki þurft nema eina til tvær æfingar til að slípa allt til fyrir tón­leika, þá fórum við að spyrja okkur hvers vegna í ósköp­unum platan okkar væri ekki til­?“ 

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins?

„Rokk & ról að krafti og eins og það ger­ist best. Þetta verður um 10 til 11 laga plata sem geymir lög úr okkar smiðju aðal­lega frá árunum 1999-2001 hvar við vorum sem frjó­astir í laga­smíð­um. Okkur finnst hálf ótrú­legt oft þegar við heyrum þessi gömlu lög hvað þau eru "cur­rent" í dag þó ýmsu þurfi oft að breyta örlít­ið. Sem dæmi verður ekki mikið um "DJ-skratz" o.þ.h eins og mörg okkar laga inni­héldu hér áður fyrr heldur verður því haldið í lág­marki og jafn­vel skipt út fyrir ann­að. En þroski okkar bæði sem mann­eskjur sem og tón­list­ar­menn og flytj­endur gefa þessum gömlu lögum ákveðn­a vikt og algjör­lega nýtt líf."

Er eitt­hvað sér­stakt sem þið viljið að komi fram um verk­efn­ið?

„Við biðlum til fólks af algjörri auð­mýkt enda er þetta alls ekki ókeypis að gera loks­ins plöt­una okkar og á þann hátt sem við kjós­um. Margt smátt gerir eitt stórt, svo sann­ar­lega. Til þess að aðstoða okkur við gerð plöt­unnar höfum við fengið til liðs við okkur ein­vala lið, bæði hvað varðar sjálfar upp­tök­urnar sem og útsetn­ingar sem skiptir gríð­ar­legu máli. Við tökum okkur dágóðan tíma í verkið og viljum skila af okkur plötu sem við getum allir verið stoltir af um ókomna tíð. Við setjum miklar kröfur á okkur sjálfa við gerð þess­arar plötu og fólk verður mjög lík­lega ekki svikið af hvorki henni né svo útgáfu­tón­leik­unum okkar sem við munum halda sam­hliða útgáf­unni og verða allir hinir glæsi­leg­ust­u.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í útgáf­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk