Samtvinnuð örlög kynslóða

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.

Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Auglýsing

Land­náms­set­ur: Auður og Auður

Höf­undur og sögu­mað­ur: Auður Jóns­dóttir

Auður Jóns­dóttir hefur ákaf­lega þægi­lega og við­kunn­an­lega nær­veru. Hún birt­ist líkt og huldu­kona á Sögu­loft­inu í Land­náms­setri eftir að áhorf­end­ur/á­heyr­endur hafa fengið sér sæti, yfir hreyf­ingum hennar hvílir lát­leysi og hóg­værð, hún er hlé­dræg í fram­komu og þegar hún hefur sögu sína fetar hún sig var­lega inn í sögu­heim­inn, leiðir okkur var­færn­is­lega í upp­hafi ferða­lags sem á eftir að reyn­ast um tveggja klukku­stunda langt – en það má vera stað­reynd­in; í til­finn­ing­unni er sögu­st­undin eins og and­ar­tak. Eftir að Auður hefur náð tökum á áheyr­enda­sk­ar­anum er eins og tím­inn hverfi, sögu­heimur Auðar er eitt ein­asta hér og nú.

Það verður auð­vitað ekki hjá því horft að fyrir hvern ein­asta Íslend­ing sem man afa Auð­ar, nóbels­skáldið Hall­dór Lax­ness, eru sögu­per­són­urnar þekktar – hversu þekktar skal ósagt lát­ið, því það er nú einu sinni þannig að það veldur hver á heldur þegar um opin­berar per­sónur er að ræða. Þær hafa til­hneig­ingu til að vera býsna ólíkar sjálfum sér eftir því hver horfir og hver lýsir og Hall­dór Lax­ness og eig­in­kona hans seinni hluta ævinn­ar, afi og amma Auðar Jóns­dóttur eru engin und­an­tekn­ing á því. En hér, á Sögu­lofti Land­náms­set­urs fáum við að kynn­ast afa og ömmu Auðar eins og hún þekkir þau, og þó einkum ömmu henn­ar, Auði, sem hún heitir eftir og sem hún sat hjá í eld­hús­inu og átti sam­skipti við jafnt á barns­aldri sem á ung­lings­ár­um. Það er sú Auður amma sem mót­aði barnið og ung­ling­inn og það er þeirra sam­eig­in­lega saga sem sögð er undir heit­inu „Auður og Auð­ur“.

Auglýsing
Að stofni til er frá­sögnin bók Auðar Jóns­dótt­ur, Ósjálfrátt, sem kom út 2012 og var til­nefnd til bók­mennta­verð­launa Norð­ur­landa­ráðs. Ósjálfrátt er þroska­saga ungrar stúlku, Eyju, sem er hel­tekin af þeirri sann­fær­ingu að hún eigi að skrifa; það er sú löngun eða þrá­hyggja sem rekur hana áfram og fleytir á milli skerja í sögu henn­ar. Í upp­hafi sög­unnar finnur hún sig nýgifta tutt­ugu árum eldri drykk­felldum bóhem, sem hafði tjáð henni að án hennar gæti hann ekki lifað – og ekki vildi hún verða völd að dauða hans! Þau setj­ast að á Flat­eyri, heima­byggð hans, en þar höfðu skömmu áður fallið snjó­flóð eina vetr­ar­nótt sem kost­aði fjölda manns lífið og þorpið varð aldrei samt aft­ur. Stúlkan verður fyrir þrýst­ingi frá dug­miklum kon­um, skíða­drottn­ingu og ömmu sinni, sem sjá að þetta hjóna­band er dauða­dæmt, þær hvetja Eyju til að skilja við mann­leysuna, og á end­anum ákveður hún að fara til Svíþjóðar að skrifa bók­ina sem í henni blund­ar. Í Sví­þjóð lendir hún í ýmsum ævin­týrum með skíða­drottn­ing­unni og er sá hluti frá­sagn­ar­innar bæði kostu­legur og bráð­fynd­inn; og í Sví­þjóð rekst hún á sögu ömmu sinnar í strætó­skýli nálægt Sund­svall og hefst þá athygl­is­vert og spenn­andi ferða­lag sem gengur úr á að rann­saka hvernig ævi­skeið kyn­slóða geta runnið sam­an, end­ur­tekið sig, rímað og flétt­ast rétt eins og örlögin væru fyr­ir­fram ráðin – eða hvað?

Það skal ját­að, að sá sem hér skrifar hefur ekki lesið Ósjálfrátt (úr því skal bætt hið snarasta!) en það kemur ekki að sök, frá­sögn Auðar er eins sjálf­stæð og hægt er og hvergi háð bók­inni. Það verður ljóst á frá­sögn Auðar á Sögu­loft­inu að saga Eyju er saga hennar sjálfrar og nú stígur Auður skrefið til fulls og leiðir okkur í gegnum sjálfsævi­sög­una milli­liða­laust.  Sú saga er í raun sam­tvinnuð úr örlögum hennar sjálfrar og ömmu hennar og stendur fylli­lega undir sínu sem sjálf­stæð og heil­steypt frá­sögn. Hún er þroska­saga Auðar rit­höf­und­ar.

Inn í þá sögu flétt­ast einnig minn­ingar af nóbelskáld­inu, afanum og fyrir hvern þann sem er þó ekki sé nema pínu­lítið ‚st­arstruck‘, þá er svona ‚na­me-­dropp­ing‘ vel til þess fall­inn að áheyr­andi sperri eyr­un; þetta er með þekkt­ustu brögðum í bók góðra sögu­manna og bregst aldrei. En hér er meiri dýpt í ‚frægra­nafna­slett­un­um‘ en venja er – það fræga fólk sem hér er nefnt til sög­unnar eru áhrifa­valdar í sögu Auðar og hún afhjúpar hvernig þessi áhrif virka, hún er opin og hrein­skilin með það hvernig þetta fræga fólk, áhrifa­vald­arnir í lífi henn­ar, hafa líkt og góðir leið­sögu­menn leitt hana sjálfa frá því að vera ráð­villtur ung­lingur sem hvað sem gáfum og góðri greind leið, tók stöðugt rangar ákvarð­an­ir, yfir í að vera sá rit­höf­undur sem blund­aði í brjósti hennar og tókst á end­anum að brjót­ast út og blómstra.

Það er fremur erfitt að ímynda sér að Auður Jóns­dótt­ir, þessi lág­vaxna kona með þennan blíð­lynda svip, geti hafa verið vand­ræðaung­ling­ur. En saga hennar er trú­verðug og hún styður með nægi­lega mörgum fal­leg­um, mann­legum dæmum að vand­ræðaung­lingar eiga líka skilið að njóta skiln­ings og fá það svig­rúm sem þarf til að láta draumana ræt­ast.

Og þegar að er gáð eins vel og unnt er og öllu á botn hvolft – erum við ekki öll á ein­hvern hátt þess ‚vand­ræðaung­ling­ur‘ sem þarf svig­rúm til að láta draumana ræt­ast – og þurfum á stundum bak­hjarla og bjarg­vætti sem leiða okkur áleiðis á lífs­braut­inni þar til við getum látið okkar eigin drauma, lang­anir og þrár ráða för.

Það er ekki ama­legur boð­skapur að fá með sér í vega­nesti þegar sögu­st­und­inni á Sögu­lofti lýk­ur, sögu­kon­an, huldu­kon­an, kvödd og haldið út í vet­ur­myrkrið í Borg­ar­nesi og áleiðis heim. Rík­ari en var.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Á villtum götum
Kjarninn 15. júlí 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun halda fund í Atlanta í kvöld og tilkynna um breytingar sínar á náttúruverndarlögunum.
Trump ætlar að veikja náttúruverndarlögin
Í kvöld mun Donald Trump tilkynna breytingu á náttúruverndarlögum Bandaríkjanna. Lögum sem standa vörð um þátttöku almennings í ákvarðanatöku þegar kemur að framkvæmdum á borð við olíuleiðslur og hraðbrautir.
Kjarninn 15. júlí 2020
Benedikt Jóhannesson
Tengslin milli útgerðarinnar og stjórnmálaflokka verði að rofna
Fyrrverandi formaður Viðreisnar og fjármála- og efnahagsráðherra spyr hversu lengi Íslendingar eigi að láta bjóða sér óbreytt ástand.
Kjarninn 15. júlí 2020
Miklar landslagsbreytingar þetta árið í Surtsey
Nú stendur yfir árlegur líffræðileiðangur í Surtsey en sérstaka athygli vöktu landslagsbreytingar þar sem jarðvegur hefur skolast úr hlíðum og út í haf. Það hefur myndað sandstrendur á austanverðri eynni.
Kjarninn 15. júlí 2020
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiFólk