Samtvinnuð örlög kynslóða

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.

Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Auglýsing

Land­náms­set­ur: Auður og Auður

Höf­undur og sögu­mað­ur: Auður Jóns­dóttir

Auður Jóns­dóttir hefur ákaf­lega þægi­lega og við­kunn­an­lega nær­veru. Hún birt­ist líkt og huldu­kona á Sögu­loft­inu í Land­náms­setri eftir að áhorf­end­ur/á­heyr­endur hafa fengið sér sæti, yfir hreyf­ingum hennar hvílir lát­leysi og hóg­værð, hún er hlé­dræg í fram­komu og þegar hún hefur sögu sína fetar hún sig var­lega inn í sögu­heim­inn, leiðir okkur var­færn­is­lega í upp­hafi ferða­lags sem á eftir að reyn­ast um tveggja klukku­stunda langt – en það má vera stað­reynd­in; í til­finn­ing­unni er sögu­st­undin eins og and­ar­tak. Eftir að Auður hefur náð tökum á áheyr­enda­sk­ar­anum er eins og tím­inn hverfi, sögu­heimur Auðar er eitt ein­asta hér og nú.

Það verður auð­vitað ekki hjá því horft að fyrir hvern ein­asta Íslend­ing sem man afa Auð­ar, nóbels­skáldið Hall­dór Lax­ness, eru sögu­per­són­urnar þekktar – hversu þekktar skal ósagt lát­ið, því það er nú einu sinni þannig að það veldur hver á heldur þegar um opin­berar per­sónur er að ræða. Þær hafa til­hneig­ingu til að vera býsna ólíkar sjálfum sér eftir því hver horfir og hver lýsir og Hall­dór Lax­ness og eig­in­kona hans seinni hluta ævinn­ar, afi og amma Auðar Jóns­dóttur eru engin und­an­tekn­ing á því. En hér, á Sögu­lofti Land­náms­set­urs fáum við að kynn­ast afa og ömmu Auðar eins og hún þekkir þau, og þó einkum ömmu henn­ar, Auði, sem hún heitir eftir og sem hún sat hjá í eld­hús­inu og átti sam­skipti við jafnt á barns­aldri sem á ung­lings­ár­um. Það er sú Auður amma sem mót­aði barnið og ung­ling­inn og það er þeirra sam­eig­in­lega saga sem sögð er undir heit­inu „Auður og Auð­ur“.

Auglýsing
Að stofni til er frá­sögnin bók Auðar Jóns­dótt­ur, Ósjálfrátt, sem kom út 2012 og var til­nefnd til bók­mennta­verð­launa Norð­ur­landa­ráðs. Ósjálfrátt er þroska­saga ungrar stúlku, Eyju, sem er hel­tekin af þeirri sann­fær­ingu að hún eigi að skrifa; það er sú löngun eða þrá­hyggja sem rekur hana áfram og fleytir á milli skerja í sögu henn­ar. Í upp­hafi sög­unnar finnur hún sig nýgifta tutt­ugu árum eldri drykk­felldum bóhem, sem hafði tjáð henni að án hennar gæti hann ekki lifað – og ekki vildi hún verða völd að dauða hans! Þau setj­ast að á Flat­eyri, heima­byggð hans, en þar höfðu skömmu áður fallið snjó­flóð eina vetr­ar­nótt sem kost­aði fjölda manns lífið og þorpið varð aldrei samt aft­ur. Stúlkan verður fyrir þrýst­ingi frá dug­miklum kon­um, skíða­drottn­ingu og ömmu sinni, sem sjá að þetta hjóna­band er dauða­dæmt, þær hvetja Eyju til að skilja við mann­leysuna, og á end­anum ákveður hún að fara til Svíþjóðar að skrifa bók­ina sem í henni blund­ar. Í Sví­þjóð lendir hún í ýmsum ævin­týrum með skíða­drottn­ing­unni og er sá hluti frá­sagn­ar­innar bæði kostu­legur og bráð­fynd­inn; og í Sví­þjóð rekst hún á sögu ömmu sinnar í strætó­skýli nálægt Sund­svall og hefst þá athygl­is­vert og spenn­andi ferða­lag sem gengur úr á að rann­saka hvernig ævi­skeið kyn­slóða geta runnið sam­an, end­ur­tekið sig, rímað og flétt­ast rétt eins og örlögin væru fyr­ir­fram ráðin – eða hvað?

Það skal ját­að, að sá sem hér skrifar hefur ekki lesið Ósjálfrátt (úr því skal bætt hið snarasta!) en það kemur ekki að sök, frá­sögn Auðar er eins sjálf­stæð og hægt er og hvergi háð bók­inni. Það verður ljóst á frá­sögn Auðar á Sögu­loft­inu að saga Eyju er saga hennar sjálfrar og nú stígur Auður skrefið til fulls og leiðir okkur í gegnum sjálfsævi­sög­una milli­liða­laust.  Sú saga er í raun sam­tvinnuð úr örlögum hennar sjálfrar og ömmu hennar og stendur fylli­lega undir sínu sem sjálf­stæð og heil­steypt frá­sögn. Hún er þroska­saga Auðar rit­höf­und­ar.

Inn í þá sögu flétt­ast einnig minn­ingar af nóbelskáld­inu, afanum og fyrir hvern þann sem er þó ekki sé nema pínu­lítið ‚st­arstruck‘, þá er svona ‚na­me-­dropp­ing‘ vel til þess fall­inn að áheyr­andi sperri eyr­un; þetta er með þekkt­ustu brögðum í bók góðra sögu­manna og bregst aldrei. En hér er meiri dýpt í ‚frægra­nafna­slett­un­um‘ en venja er – það fræga fólk sem hér er nefnt til sög­unnar eru áhrifa­valdar í sögu Auðar og hún afhjúpar hvernig þessi áhrif virka, hún er opin og hrein­skilin með það hvernig þetta fræga fólk, áhrifa­vald­arnir í lífi henn­ar, hafa líkt og góðir leið­sögu­menn leitt hana sjálfa frá því að vera ráð­villtur ung­lingur sem hvað sem gáfum og góðri greind leið, tók stöðugt rangar ákvarð­an­ir, yfir í að vera sá rit­höf­undur sem blund­aði í brjósti hennar og tókst á end­anum að brjót­ast út og blómstra.

Það er fremur erfitt að ímynda sér að Auður Jóns­dótt­ir, þessi lág­vaxna kona með þennan blíð­lynda svip, geti hafa verið vand­ræðaung­ling­ur. En saga hennar er trú­verðug og hún styður með nægi­lega mörgum fal­leg­um, mann­legum dæmum að vand­ræðaung­lingar eiga líka skilið að njóta skiln­ings og fá það svig­rúm sem þarf til að láta draumana ræt­ast.

Og þegar að er gáð eins vel og unnt er og öllu á botn hvolft – erum við ekki öll á ein­hvern hátt þess ‚vand­ræðaung­ling­ur‘ sem þarf svig­rúm til að láta draumana ræt­ast – og þurfum á stundum bak­hjarla og bjarg­vætti sem leiða okkur áleiðis á lífs­braut­inni þar til við getum látið okkar eigin drauma, lang­anir og þrár ráða för.

Það er ekki ama­legur boð­skapur að fá með sér í vega­nesti þegar sögu­st­und­inni á Sögu­lofti lýk­ur, sögu­kon­an, huldu­kon­an, kvödd og haldið út í vet­ur­myrkrið í Borg­ar­nesi og áleiðis heim. Rík­ari en var.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiFólk