16 ára gugusar gefur út fyrstu plötu

Safnað er fyrir útgáfu plötunnar Listen To This Twice á Karolina fund.

e2d306714839fa5eb69ead8c7138fdb5.jpg
Auglýsing

Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir, eða gugusar, er 16 ára tónlistarkona sem er að gefa út sína fyrstu plötu. Hún sér sjálf um að semja tónlistina og taka hana upp. Árni Grétar, Futuregrapher, sér um að mixa og mastera plötuna.

gugusar hefur nú þegar gefið út 3 lög sem hægt er að finna á spotify og hafa þau fengið frábær viðbrögð.

Lagið I´m not supposed to say this er meðal annars á vinsældarlista rásar 2. Í fyrra tók gugusar þátt í músíktilraunum og var valin rafheili tilraunanna en hún er upprennandi listamaður sem á mikið inni. 

Auglýsing
Spennandi hlutir eru framundan hjá henni en mun hún meðal annars spila í fyrsta skipti á Iceland Airwaves í haust. 

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Ég hef alltaf haft tónlistina í mér og fyrsta lagið sem ég samdi var klassískt píanó verk svo það má segja að tónlistin hafi þróast mikið síðan þá. Eftir að ég byrjaði að semja raftónlist þá komu lögin hvert á fætur öðru og þá fannst mér tilvalið að gefa út heila plötu.“

Segðu okkur frá þema verkefnisins?

„Lögin myndast oftast hjá mér á gítar eða píanó og ég færi þau síðan yfir í tövuna þar sem þau halda áfram að þróast þangað til ég er ánægð. Mér þykir mikilvægt að fylgja hjartanu og reyni ég að gera hluti sem eru öðruvísi eins og til dæmis að láta lengd laganna ekki endilega fylgja hefðbundnum stöðlum.

Platan Listen To This Twice er fysta plata gugusar og mun hún koma út í heild sinni 29. febrúar og eftir það kemur hún einnig á vínyl. Hægt er að taka þátt í útgáfunni með því að styrkja verkefnið á Karolinafund en þar er hægt að kaupa vínyl plötu í forsölu eða miða á útgáfutónleikana.“

Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk