16 ára gugusar gefur út fyrstu plötu

Safnað er fyrir útgáfu plötunnar Listen To This Twice á Karolina fund.

e2d306714839fa5eb69ead8c7138fdb5.jpg
Auglýsing

Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir, eða gugusar, er 16 ára tónlistarkona sem er að gefa út sína fyrstu plötu. Hún sér sjálf um að semja tónlistina og taka hana upp. Árni Grétar, Futuregrapher, sér um að mixa og mastera plötuna.

gugusar hefur nú þegar gefið út 3 lög sem hægt er að finna á spotify og hafa þau fengið frábær viðbrögð.

Lagið I´m not supposed to say this er meðal annars á vinsældarlista rásar 2. Í fyrra tók gugusar þátt í músíktilraunum og var valin rafheili tilraunanna en hún er upprennandi listamaður sem á mikið inni. 

Auglýsing
Spennandi hlutir eru framundan hjá henni en mun hún meðal annars spila í fyrsta skipti á Iceland Airwaves í haust. 

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Ég hef alltaf haft tónlistina í mér og fyrsta lagið sem ég samdi var klassískt píanó verk svo það má segja að tónlistin hafi þróast mikið síðan þá. Eftir að ég byrjaði að semja raftónlist þá komu lögin hvert á fætur öðru og þá fannst mér tilvalið að gefa út heila plötu.“

Segðu okkur frá þema verkefnisins?

„Lögin myndast oftast hjá mér á gítar eða píanó og ég færi þau síðan yfir í tövuna þar sem þau halda áfram að þróast þangað til ég er ánægð. Mér þykir mikilvægt að fylgja hjartanu og reyni ég að gera hluti sem eru öðruvísi eins og til dæmis að láta lengd laganna ekki endilega fylgja hefðbundnum stöðlum.

Platan Listen To This Twice er fysta plata gugusar og mun hún koma út í heild sinni 29. febrúar og eftir það kemur hún einnig á vínyl. Hægt er að taka þátt í útgáfunni með því að styrkja verkefnið á Karolinafund en þar er hægt að kaupa vínyl plötu í forsölu eða miða á útgáfutónleikana.“

Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir
Aðalsmenn og almenningur á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk