Heimsókn í Herdísarvík

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Heimsókn í Herdísarvík í leikstjórn Þórunnar Magneu Magnúsdóttur í Þjóðleikhúsinu.

Heimsókn í Herdísarvík
Auglýsing

Leik­lestra­fé­lagið í sam­vinnu við Þjóð­leik­hús­ið: Heim­sókn í Her­dís­ar­vík

Höf­und­ur: Sella Páls

Leik­stjórn: Þór­unn Magnea Magn­ús­dóttir

Lýs­ing: Páll Ragn­ars­son

Leik­end­ur: Arnar Jóns­son, Sig­ur­jóna Sverr­is­dótt­ir, Jón Magnús Arn­ars­son, Ólafur Ásgeirs­son, Kjartan Darri Kjart­ans­son.

Leik­lestur er fyr­ir­taks form til að koma á fram­færi leik­verkum sem ella hefðu ekki hlotið pláss á fjölum hinna stærri leik­húsa, eða þá leik­verka hvers þan­þol menn vilja reyna með því að það mæti áhorf­end­um/á­heyr­endum og hljóti þá við­brögð; leik­skálds­ins sé síðan að vinna úr verk­inu og slípa það til, sé þess talið þurfa.

Leik­lestra­fé­lagið var stofnað í októ­ber 2019 í þeim til­gangi að styðja og kynna verk­efni félags­ins og stóð síð­ast­liðið haust fyrir fjórum leik­lestrum á verkum Guð­mundar Steins­sonar í sam­vinnu við Krist­björgu Kjeld.

Sella Páls hefur kynnt nokkur verka sinna í formi leik­lestra á und­an­förnum árum og hér hefur hún skrifað verk um þann atburð þegar Jochum Egg­erts­son, Skuggi kall­að­ur, heim­sótti Einar Bene­dikts­son skáld í Her­dís­ar­vík og dró þangað með sér ungan Stein Stein­arr. Heim­sóknin sú end­aði með nokkrum ósköpum og þótt eng­inn sé vitn­is­burð­ur­inn, leyfir Sella sér að skálda í eyð­urnar og glæða þar með þjóð­skáldið Einar lífi, ásamt sam­býl­is­konu hans síð­ustu árin, Hlín John­son, syni henn­ar, Jóni Eldon og svo auð­vitað þeim fyrr­nefndu, sem tóku hús á skáld­inu.

Auglýsing

Það má fara nokkrum orðum um þá per­sónu sem drífur sög­una áfram, Jochum Egg­erts­son. Hann var sam­kvæmt alfræði­rit­inu Wikipedia rit­höf­undur og skáld, alþýðu­fræði­maður og skóg­rækt­ar­mað­ur, bróð­ur­sonur Matth­í­asar Jochums­sonar skálds. Rit hans þykja nokkuð sér­stæð og hafði hann kenn­ingar miklar um land­nám Íslands; m.a. hélt hann því fram að Suð­ur­land hefði verið albyggt þegar land­náms­menn komu og var þar fyrir írskur þjóð­flokkur sem naut and­legrar hand­leiðslu Krýsa, en höf­uð­stöðvar þeirra voru einmitt í Krýsu­vík. Höf­uð­prestur Krýsa á 11. öld var Kol­skeggur vitri og undir leið­sögn hans og Jóns nokk­urs Kjar­vals­sonar hins gamla á Víf­ils­stöðum skópu þeir og læri­sveinar þeirra menn­ing­ar­arf Íslend­ing­ar. Kol­skeggur kenndi Íslend­ingum að skrifa með lat­ínu­letri, orti sjálfur Háva­mál og skrif­aði margar Íslend­inga­sagna. Þar kom að höfð­ingjum þóttu Krýsar orðnir hel­stil umsvifa­miklir, brenndu Jón Kjar­vals­son og menn hans inni á Víf­ils­stöðum og sett­ust um Krýsu­vík sem þeim tókst svo loks að vinna. Kol­skeggur komst undan á arab­ískum gæð­ingi en náð­ist síðar og var felld­ur; eftir það var Krýsum útrýmt, Kol­skeggur varð Kölski og Ari fróði á end­anum feng­inn til að afmá Kol­skegg úr sög­unni.

Það er því ekki nema von að Jochum leiti í Krýsu­vík; hitt var minna lukk­að, að taka með sér ungskáldið Stein Stein­arr, því það kast­ast illi­lega í kekki millli hans og hús­bónd­ans í Her­dís­ar­vík, Ein­ars Bene­dikts­son­ar, og enda þau sam­skipti á því að Einar rekur Stein á brott með þeim orðum til Jochums, að hann skuli aldrei taka þennan mann með sér aftur í Her­dís­ar­vík.

Meg­in­flétta verks­ins snýst þó um Hlín John­son og son henn­ar, Jón Eldon, og draum hennar að pen­ingar skálds­ins nýt­ist til að koma syn­inum til mennta.

Ú þessum efni­viði hefur Sella Páls fléttað saman sögu sem heldur áheyranda vel föngnum og þótt eflaust megi eitt­hvað slípa til þá sögu sem hún seg­ir, verður ekki horft hjá því að Sella skrifar lipran texta sem fer vel í munni leik­ar­anna.

Arnar Jóns­son las hlut­verk Ein­ars Ben, þjóð­skálds­ins sem er sér vel með­vitað um stöðu sína. Á þeim tíma sem leik­ur­inn ger­ist fer heilsu Ein­ars hrak­andi, minnis­leysið nær æ sterk­ari tökum á honum og Hlín veitir honum strangt aðhald þegar kemur að áfeng­inu; Arnar fór ákaf­lega glæsi­lega með hlut­verk þessa hnign­andi jöf­urs og sam­leikur hans og Sig­ur­jónu Sverr­is­dóttur í hlut­verki Hlínar átaka­mik­ill. Jón Magnús Arn­ars­son fór með hlut­verk „Skugga“ og gerði vel; Kjartan Darri Kjart­ans­son las hlut­verk Steins Stein­arrs og náði trú­verð­ugum til­þrifum í deil­unni við goð­sögn­ina Ein­ar. Ólafur Ásgeirs­son fór fal­lega með hlut­verk Jóns Eldons, sonar Hlín­ar.

Að sýn­ingu lok­inni var boðið upp á umræður með leik­ur­um, leik­stjóra og höf­undi og var auð­fundið að þessar per­sónur sem verkið sagði frá, eru hvergi nærri horfnar úr vit­und okkar Íslend­inga þótt liðin sé nær öld frá því að þeir atburðir gerð­ist sem sagt var frá. Það bendir til þess að þetta verk megi vel hljóta náð fyrir augum leik­hús­stjóra atvinnu­hús­anna og fá að koma fyrir augu áhorf­enda í full­bú­inni leik­sýn­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk