Leiksigur Pálma – annars þunnur þrettándi

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Útsendingu í leikstjórn Guðjóns Davíðs Karlssonar í Þjóðleikhúsinu.

Útsending
Útsending
Auglýsing

Þjóð­leik­hús­ið: Útsend­ing

Höf­undur leik­rits: Lee Hall; byggt á kvik­mynda­hand­riti eftir Paddy Chayef­sky



Þýð­ing: Krist­ján Þórður Hrafns­son



Leik­stjórn: Guð­jón Davíð Karls­son



Leik­mynd Egill Eðvarðs­son



Bún­ing­ar: Helga I. Stef­áns­dóttir



Lýs­ing: Hall­dór Örn Ósk­ars­son



Tón­list: Eðvarð Egils­son



Hljóð­mynd: Aron Þór Arn­ars­son, Krist­ján Sig­mundur Ein­ars­son og Eðvarð Egils­son



Mynd­bönd og graf­ík: Ólöf Erla Ein­ars­dóttir



Leik­ar­ar: Pálmi Gests­son, Birgitta Birg­is­dótt­ir, Þröstur Leó Gunn­ars­son, Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir, Hall­grímur Ólafs­son, Ólafía Hrönn Jóns­dótt­ir, Atli Rafn Sig­urð­ar­son, Sig­urður Sig­ur­jóns­son, Arn­dís Hrönn Egils­dótt­ir, Örn Árna­son, Snæ­fríður Ingv­ars­dótt­ir, Arnar Jóns­son, Edda Arn­ljóts­dótt­ir, Baldur Trausti Hreins­son, Hildur Vala Bald­urs­dóttir og Gunnar Smári Jóhann­es­son.



Leik­hús­inu og leik­list­inni á ekk­ert mann­legt að vera óvið­kom­andi. Stefnur og straumar í mann­legri hegð­un, breyt­ingar í lífs­háttum og lífs­á­herslum – allt á þetta erindi upp á þær fjalir sem sýna okkur heim­inn, svo vísað sé í orð meist­ara Shakespe­ares – leik­listin er sú list­grein sem segir okkur mann­fólk­inu sög­una af okkur sjálf­um, hún er sá speg­ill sem við eigum að geta borið okkur við.



Auglýsing



Þegar litið er til verk­efna­vals und­an­far­inna ára hjá Þjóð­leik­hús­inu verður það ekki bein­línis sakað um að bregða upp þeim spegli sem við eigum að geta borið okkur við. Leik­gerðir eftir kvik­myndum hafa verið býsna áber­andi, og nú síð­ast er boðið uppá leik­gerð eftir Lee Hall, þess sama og gerði leik­gerð eftir kvik­mynd­inni Shakespe­are in love sem hér kall­að­ist Shakespe­are verður ást­fang­inn; Lee Hall var fyrst kynntur hér á landi með söng­leiknum Billy Elliott, sem sýndur var í Borg­ar­leik­hús­inu.



Útsend­ing er leik­gerð uppúr tæp­lega fimm­tíu ára gam­alli kvik­mynd, Network, sem vann til þó nokk­urra ósk­arsverð­launa á sínum tíma, m.a. fyrir besta hand­rit, sem samið var af Paddy Chayef­sky og kvik­myndin hefur síðar hlotið ýmsa veg­semd. Árið 2000 var hún valin til varð­veislu í United States National Film Reg­istry sem menn­ing­ar­lega, sögu­lega og fag­ur­fræði­lega fram­úr­skar­andi lista­verk. Tveimur árum síðar hlaut hún við­ur­kenn­ingu fyrir að hafa lagt nýja línu hvað varðar banda­ríska afþr­ey­ingu og árið 2005 var hand­ritið valið af báðum sam­tökum rit­höf­unda í Banda­ríkj­unum sem eitt af tíu bestu hand­ritum í sögu kvik­mynda þar vestra og árið 2007 var henni skipað í 64. sæti á lista yfir 100 bestu banda­rísku kvik­mynd­irn­ar. Þetta er allt seinni tíma upp­hefð; á sínum tíma hlutu leik­arar og hand­rits­höf­undur bæði ósk­arsverð­laun, Golden Globe verð­laun og BAFTA verð­laun, auk þess sem leik­stjór­inn, Sid­ney Lumet, og aðrir aðstandendur hlutu fjölda til­nefn­inga.



Öll þessi upp­hefð hefði átt að vekja grun­semdir verk­efna­vals­nefndar Þjóð­leik­húss­ins. Ef eitt­hvert lista­verk er talið svo amer­ískt að það eigi alla þessa upp­hefð skilið þar vestra er það mikið álita­mál hvort það eigi erindi á svið íslensks þjóð­leik­húss. Í þessu til­viki er um að ræða kvik­mynd sem segir sögu sjón­varps í ákveðnum tíma og á ákveð­inni stund: Banda­ríkin um miðjan átt­unda ára­tug síð­ast­lið­innar ald­ar. Í sögu Banda­ríkj­anna hafa ákveðnir hlutir ger­st, sem bein­línis varða sjón­varp og við­horf manna til þess: Víetnam­stríð­inu var nýlokið og var það að mati margra bein­línis vegna þess að það var komið í sjón­varps­tækin heima í stofu almenn­ings. Þá var það vegna gagn­rýn­innar fjöl­miðl­unar að sjálfur Banda­ríkja­for­seti neydd­ist til að segja af sér til að forð­ast rétt­ar­höld sem hefðu nokkuð örugg­lega leitt til hneisu­legrar afsagnar hvort eð er – sjón­varp á þessum tíma var að vinna sér sess sem trú­verð­ugur mið­ill og það er alveg hár­rétt sem Howard Beale segir í einni af lyk­il­senum Útsend­ing­ar, að það sem við vitum um umheim­inn er fengið úr sjón­varpi. Honum óar við því og sjálf­sagt eigum við að hafa af þessu nokkrar áhyggjur líka – en hér má skoða málið frá tveimur hlið­um.

Pálmi Gestsson í hlutverki Howards Beals Mynd: Hörður Sveinsson



Fjöl­miðla­fræð­ing­ur­inn Mars­hall McLu­han stað­hæfði eitt sinn – og mér vit­an­lega hefur eng­inn and­mælt þeirri stað­hæf­ingu – að „the Media is the Messa­ge“; með því átti hann við að fjöl­mið­ill­inn sjálfur mót­aði og væri boð­skap­ur­inn sem áhorf­and­inn tæki til sín. Það snýst ekki aðeins um hvað fjöl­mið­ill­inn segir um umheim­inn (líkt og Howard Beale hafði áhyggjur af) heldur einnig hvernig – þ.e. að allt væri brotið niður í þær smáu ein­ingar sem hent­uðu miðl­inum en sem breyttu þekk­ing­unni og afskræmdu hana þannig að hún aftengd­ist raun­veru­leik­anum og yrði allt annar raun­veru­leiki. Þetta sést ekki síst í því sem á okkar tímum kall­ast „fake news“, þar sem fjöl­mið­ill­inn er lát­inn ganga erinda ann­arra hags­muna en þeirra sem halda fram stað­reyndum og sýna raun­heima eins og þeir eru. Er nema von að menn eins og Howard Beale fari villur vega í slíkum heimi. Heimi, sem þeir geta hvorki höndlað né skil­ið.



Þetta hygg ég hefði verið skyn­sam­legt að list­rænir stjórn­endur Útsend­ingar hefðu haft í huga og látið marka sýn­ing­una meira en raunin var. Í Network – Útsend­ingu – gengur höf­uð­per­sónan Howard Beale af göfl­un­um, öllum er ljóst að hann rugl­ast í rím­inu við að neyð­ast til að horfast í augu við þann per­sónu­lega harm­leik að missa vinn­una og þar með missa fót­anna. Þar með verður Útsend­ing náskyld gríska harm­leiknum sem er í sjálfu sér góðra gjalda vert, en áhorf­and­anum er færður sá boð­skapur að vilji maður líkt og Howard bless­aður gagn­rýna kerf­ið, fylgir því sá bögg­ull skamm­rifi að maður verður fyrst geð­veik­ur, síðan skot­inn til bana af hryðju­verka­manni, sem birt­ist líkt og Deus ex machina til að hnykkja á þeim boð­skap. Er þá ekki bein­línis verið að segja að manni sé holl­ast að taka ekki mark á fjöl­miðlum en láta það eiga sig að gagn­rýna þá, hvað þá reyna að breyta þeim – þeir eru slík skrímsli að það er óger­legt án þess illa fari.



Það er ein­kenni­leg til­finn­ing að sjá leik­mynd Egils Eðvarðs­sonar á sviði Þjóð­leik­húss­ins. Hún er í sjálfu sér glæsi­leg, trú­verðug og þjónar vel til­gangi sín­um, en hún er engu að síður líkt og aðskota­hlutur á sviði Þjóð­leik­húss­ins, passar engan veg­inn inn í leik­hús­bygg­ing­una og stingur alger­lega í stúf við arki­tektúr og útlit Þjóð­leik­húss­ins. Hefði kannski verið heppi­legra að finna annað rými fyrir sýn­ing­una? Þunga­miðja leik­mynd­ar­innar er mynd­ver­ið, þar sem saman sitja upp­töku­stjórar og aðrir starfs­menn útsend­ing­ar­innar og til þess að sam­ræður manna á milli fái notið sín gagn­vart áhorf­endum þurfa leik­arar að færa sig fram á sviðs­brún og ræða saman þar; þetta gerir að verkum að sumar sviðs­hreyf­ing­arnar eru ankanna­leg­ar, það þarf að færa sam­tölin fram á sviðs­brún til að þau nái til áhorf­enda. Annar kost­ur, sem nokkuð er beitt, er að sýna sam­töl á stórum skjá sem hangir fyrir ofan og blasir við áhorf­end­um; sú lausn er í sjálfu sér ágæt svo langt sem hún nær, en það tekst þó ekki að skapa heild­stæða list­ræna lausn sem hentar sýn­ing­unni.



Sem fyrr segir er Network tæp­lega hálfrar aldar gömul saga og hér er farin sú leið að halda sög­unni „í per­íóðu“ – bún­ingar eru 1976-ish og ekk­ert er gert í texta eða í leik til að færa sög­una til nútíma; hins vegar er tækni­bún­að­ur­inn allur – sjón­varps­skjá­ir, mynda­töku­vélar og annað af því tagi – úr nútíma og það er stíl­bragð sem gengur ágæt­lega upp.



Sagan í Útsend­ingu er næsta ein­föld. Howard Beale er þátta­stjórn­andi í frétta­þætti sem líður fyrir að áhorfið minnkar og á end­anum er honum sagt upp eftir tutt­ugu og fimm ára starf. Hann fyrt­ist við og hótar því að svipta sig lífi í beinni útsend­ingu og allt í einu er þáttur hans orð­inn mið­punktur athygl­innar og Howard fær að halda áfram á skján­um. Hann fer að tjá sig um heims­mál­in, grimmd­ina, hræsn­ina og blekk­ing­una í þjóð­fé­lag­inu og hvetur á end­anum fólk til að rísa upp. Á sama tíma leitar sam­starfs­kona hans hóf­anna við hryðju­verka­fólk sem gengur á end­anum inn í mynd­ver og kálar Howard.

Útsending Mynd: Hörður Sveinsson



Í kynn­ing­ar­efni Þjóð­leik­húss­ins er sagt að hér sé á ferð­inni spenn­andi leik­rit sem veki fjölda spurn­inga um vald fjöl­miðla og áhrif þeirra á líf fólks. Eig­in­lega er eina spurn­ingin sem vaknar þegar horft er á Útsend­ingu er afhverju í ósköp­unum er verið að taka þessa banda­rísku hálfrar aldar gamla sögu til sýn­ing­ar?



Það virð­ist nokkuð aug­ljóst að verk­efna­vals­nefnd Þjóð­leik­húss­ins hefur verið að horfa á aðsókn­ar­tölur Breska Þjóð­leik­húss­ins, en sýn­ing þess ku hafa verið á fjöl­unum bæði í London og New York og auk þess unnið til fjölda verð­launa. En hér á sviði hins íslenska Þjóð­leik­húss verður úr heldur þunn súpa sem segir íslenskum áhorf­endum lít­ið, enda fjöl­miðla­heimur okkar Íslend­inga tals­vert frá­brugð­inn fjöl­miðla­heimi í hinum ensku­mæl­andi heimi. Það er stað­reynd, sem hefði mátt taka með í reikn­ing­inn þegar verið var að velta fyrir sér hversu snið­ugt það væri að taka Útsend­ingu til sýn­ing­ar. Þá hefðu menn kannski kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að það væri hreint ekk­ert snið­ugt að taka Útsend­ingu til sýn­ing­ar!



Ekki verður hjá kom­ist að segja eitt­hvað um frammi­stöðu leik­ara og þá einkum Pálma Gests­sonar í hlut­verki Howards Beals. Skemmst frá að segja þá vinnur Pálmi leik­sigur – svo langt sem það nær. Hann býr yfir frá­bærri tækni og beitir henni hér til fulls, hvert smá­at­riði túlk­unar hans er svo gríð­ar­lega vel unnið að aðdáun vek­ur. Það hefði vissu­lega verið betri kostur að gáfur þessa frá­bæra leik­ara hefðu fengið að njóta sín í sögu sem eitt­hvert erindi ætti til íslenskra leik­hús­á­horf­enda en það er eins og Pálmi sé yfir það haf­inn, leikur hans er sterk­ari en sjálf sagan sem verið er að segja, afl­meiri en sjálft Þjóð­leik­húsið – Pálmi nær að gæða Howard því lífi að hann kemur okkur við og örlög hans varða okkur ein­hvers. Það er ekki lít­ill leik­sigur í sögu sem að öðru leyti hrærir vart við áhorf­endum og sem, þegar öllu er á botn­inn hvolft, hefur ekk­ert að segja íslenskum áhorf­endum og á ekk­ert erindi upp á fjalir Þjóð­leik­húss okk­ar.



Það hefur lítið upp á sig að gera grein fyrir frammi­stöðu ann­arra leik­enda og aðstand­enda sýn­ing­ar­inn­ar. Eig­in­lega er bara að vona að þessi sýn­ing hverfi sem fyrst af fjöl­unum og að Pálmi Gests­son fái raun­veru­legt hlut­verk að bíta í.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk