Tvíburasysturnar Margrét Ósk og Alexía Erla Hallgrímsdætur hafa alltaf haft mikinn áhuga á að skapa. Það var ekki fyrr enn í byrjun árs 2020 að þær gerðu barnabók saman, eftir að hafa talað um það í smá tíma og í rauninni byrjað að skrifa nokkrar bækur saman.
Sagan um Ás og nýja vin hans varð til á stuttum tíma, þar sem vinátta þeirra systra er þeim mjög mikilvægur og því er markmið bókarinnar mjög hnitmiðað. Margrét er nýútskrifuð úr grafískri hönnun og sá um útlitið, Alexía er penninn á bak við bókina.
Segið okkur frá hugmyndinni að verkefninu?
„Við systur höfum alltaf talað um hvað vinir okkar skipta okkur miklu máli. Út frá því byrjuðum við að senda á hvor aðra jákvæðar myndir og texta og áður enn við vissum af þá vorum við byrjaðar að skrifa barnabók saman, sem gekk vonum framar!