Með sköpunargleði og leikgleði að vopni

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Djáknann á Myrká sem sett er upp af Miðnætti leikhúsi.

Bergur og Sigurlaug, systkinin á Þúfnavöllum.jpg
Auglýsing

Mið­nætti leik­hús í sam­vinnu við Leik­fé­lag Akur­eyrar og Tjarn­ar­bíó: Djákn­inn á Myrká – sagan sem aldrei var sögð

Hand­rit og söng­text­ar: Agnes Wild og leik­hóp­ur­inn

Leik­stjórn: Agnes Wild

Leik­mynd og bún­ing­ar: Eva Björg Harð­ar­dóttir

Lýs­ing: Lárus Heiðar Sveins­son

Tón­list og hljóð­mynd: Sig­rún Harð­ar­dóttir

Leik­ar­ar: Birna Pét­urs­dótt­ir, Jóhann Axel Ing­ólfs­son

Leik­hóp­ur­inn Mið­nætti leik­hús á rætur norðan heiða en hefur nú lagt land undir fót og sótt

höf­uð­stað­inn heim til að sýna Djákn­ann á Myrká – sög­una sem aldrei var sögð. Und­ir­tit­ill­inn hljómar dálítið eins og öfug­mæli, því ef það er eitt­hvað sem Mið­nætti leik­hús ger­ir, þá er það einmitt að segja sög­una – kannski eins og hún hefur aldrei verið sögð, kannski eins og hefði átt að segja hana frá upp­hafi eða jafn­vel eins og hún fær loks­ins að vera sögð. Hvað sem því líð­ur, fer ekki á milli mála að Mið­næt­ur­fólkið segir sög­una af Djákn­anum á Myrká, Guð­rúnu, vinnu­konu á Bæg­isá og fjölda­mörgu öðru fólki í sveit­inni á kostu­legan hátt og óborg­an­legan! Það er auð­séð að frá­sagn­ar­gleðin og leik­gleðin ræður ríkjum í leik­hóp mið­nætt­is­ins!

Það mætti ætla að sagan af djákn­anum á Myrká er kunn­ari en svo að þurfi að eyða á hana mörgum orð­um. Þó má rekja efni hennar stutt­lega, les­endum til hægð­ar­auka við að átta sig á þræði henn­ar, þótt hann sé löngu orð­inn hluti af okkar sam­eig­in­lega menn­ing­ar­arfi, sem flestir gætu trú­lega rakið í svefni.

Guð­rún, áður­nefnd vinnu­kona prests­ins á Bæg­isá, er í þingum við djákn­ann, sem er að Myrká; sá á grá­föx­óttan hest sem heitir Faxi. Nú ríður djákn­inn til Bæg­isár og býður Guð­rúnu til jóla­gleði að Bæg­isá og kveðst munu sækja hana á til­teknum tíma. Þetta er auð­vitað að vetri til og þegar djákn­inn er á leið heim á Myrká eftir fund­inn með Guð­rúnu er komin asa­hláka og leys­ing og þegar hann ríður yfir brúna á Hörgá fer ekki betur en svo að brúin brotnar undan honum og hest­in­um, djákn­inn ferst en hest­ur­inn kemst til Myrkár. Nú fara engar fréttir milli Myrkár og Bæg­is­ár, þannig að Guð­rún á ekki von á öðru en að djákn­inn sæki hana fyrir jóla­gleð­ina eins og um var samið. Þegar barið er að dyrum á Bæg­isá á til­settum tíma fer Guð­rún út og sér þar fyrir Faxa og mann­veru hjá, sem hún telur vera djákn­ann, sem þó er eitt­hvað und­ar­legur í háttu. Hún hefur brugðið um sig hempu, en ekki haft tíma til að fara í ermarnar og sest á bak hest­inum fyrir aftan djákn­ann. Tungl veður í skýjum en þegar ský rekur frá tungli sér Guð­rún aftan á hnakka djákn­ans og glittir þar í bera höf­uð­kúp­una. Djákn­inn ríður með Guð­rúnu til kirkju­garðs­ins á Bæg­isá og ætlar þar að tæla hana með sér í opna gröf, en þegar hann kippir í hempu hennar kemur sér vel að hún hafði ekki farið í ermarn­ar, djákn­inn steyp­ist ofaní gröf­ina sem lok­ast á eftir hon­um, en Guð­rún bregður á það ráð að kippa í klukku­streng­inn og hringir án afláts uns menn koma frá Myrká og bjarga henni til bæj­ar. Draugur djákn­ans – því það var hann sem hafði sótt Guð­rúnu til Bæg­isár og ætlað að trylla hana ofaní gröf­ina – ofsótti Guð­rúnu eftir þetta og þurfti að kveðja til galdra­mann frá Skaga­firði til að kveða hann nið­ur. Það tók­st, en Guð­rún varð aldrei söm og áður.

Auglýsing
Það má vel velta því fyrir sér hversu „happy“ þessi endir er – fyrir utan að vera áhrifa­mikil drauga­saga, sem sögu­menn fyrri tíma hafa eflaust haft enda­laust gaman af að segja auð­trúa áheyr­endum í skamm­deg­is­myrkri bað­stof­unnar hefur sagan hugs­an­lega líka verið sögð ungum stúlkum til varn­að­ar, að þær skyldu nú ekki hlaupa í granda­leysi á eftir hvaða slóða sem er; og jafn­vel má hugsa sér að lægra settar vinnu­konur væru var­aðar við því að leggja lag sitt við sér hærra setta í sam­fé­lag­inu, að slíkt gæti aldrei endað vel.

Hvað um það – í sög­unni um Djákn­ann á Myrká má finna merki­legt frá­sagn­ar­tækni­legt stíl­bragð, sem hún er nokkuð ein um í íslenskum sagna­arfi. Sagan breytir sumsé um sjón­ar­horn í miðjum klíðum og um stund­ar­sak­ir. Frá því að vera eins hlut­læg frá­sögn og hugs­ast getur – eins og líkt er farið um flestar þjóð­sögur – ger­ist það að frá­sögnin lýsir því sem Guð­rún ein er til vitnis um: fund­inum með draug djákn­ans, hinni þöglu reið til Myrkár þar til kemur að Hörgá þar sem Guð­rún sér hvítan blett í hnakka draugs og síðan reið­inni í kirkju­garð þangað til komið er að Guð­rúnu hringj­andi klukk­un­um. Það kemur hvergi fram í sög­unni að Guð­rún hafi sagt neinum öðrum frá atvikum en það er skýrt tekið fram að hún hafi aldrei orðið söm eftir sem áður. Í þeirri frum­gerð sög­unnar sem við þekkjum úr Þjóð­sögum Jóns Árna­sonar er málið leyst þannig að vitnað er til tveggja ólíkra til­brigða sögunnar – í öðru til­brigð­inu er það til­viljun sem veldur því að Guð­rún sér hinn hvíta blett í hnakka draugs, í hinu lyftir hún hatti djákn­ans og sér þá blett­inn. Áheyranda er gef­inn frjáls kostur með það hvoru hann trú­ir, en með því að gefa kost á tveimur til­brigðum er trú­verð­ug­leiki sög­unnar styrkt­ur.Presturinn á Bægisá.

Þetta getur valdið nokkrum vand­ræðum hverjum þeim, sem ætlar að túlka sög­una í öðru list­formi og í þeim dæmum sem und­ir­rit­aður man í svip­inn hefur þetta staðið í mönn­um; það hefur ein­fald­lega ekki tek­ist að skapa trú­verð­uga sögu þegar kemur að því að Guð­rún er ein til frá­sagnar og ber þar tvennt til: ann­ars vegar er val­kost­ur­inn úr sög­unni, áhorf­andi fær bara eitt til­brigði sög­unnar og fær því ekki að velja og hins vegar er sagan sögð með Guð­rúnu sem aðal­sögu­hetju. Hversu við­felldin sem Guð­rún kann að þykja er það nú engu að síður hún sem gengur í gildru draugs djákn­ans og það hlýtur því að ganga illa upp að gera hana að hetju sög­unn­ar.

Það er því ótrú­lega gaman að sjá, að mið­nætt­is­fólkið skýtur sér fim­lega hjá þessu vanda­máli og leysir það á frá­bæran hátt, ein­fald­lega með því að treysta leik­hús­form­inu og áhorf­endum þess. Lausnin er því eig­in­lega jafn ein­föld og hún er snjöll – en það er með hana eins og egg Kól­umbus­ar, það þarf ein­hver að láta sér detta þetta í hug!

Hér er það ein­fald­lega gert með því að breyta í sífellu um sjón­ar­horn! Og það er hægt með því að leik­hús­at­burð­ur­inn sjálfur er sögu­heim­ur­inn, það eru leik­ar­arnir sem kynna sög­una og per­sónur hennar og svo eru það hinar ýmsu per­sónur sem fá hver sína „fimmtán mín­útna frægð“ til að baða sig í; með því að treysta á sam­band þeirra Birnu og Jóhanns Axels við áhorf­endur og að áhorf­endur fylgi þeim eftir – ekki Guð­rúnu! – þá er vanda­málið með trú­verð­ug­leika sögu­manns og/eða Guð­rúnar hrein­lega leyst. Þar með er líka annað vanda­mál úr sög­unni, sem oft hefur valdið vand­ræðum þeim, sem miðla vilja menn­ing­ar­arfi til nýrra kyn­slóða, en það er sjálft tungu­málið og frá­sagn­ar­stíll­inn. Tungu­mál nítj­ándu ald­ar, þegar sagan af Djákn­anum á Myrká er færð í let­ur, er býsna forn­legt nú, í upp­hafi hinnar tutt­ug­ustu og fyrstu ald­ar, og frá­sagn­ar­stíll­inn frá­brugð­inn því sem nú ger­ist í fjöl­miðlum. Mið­nætti leik­hús færir frá­sögn­ina sem slíka til nútím­ans, beitir nútíma stíl­brigðum í frá­sögn og fram­setn­ingu og hikar ekki við að færa sér í nyt öll kómísk áhrif sem vinna má af því. Ef eitt­hvað er, eykur það trú­verð­ug­leik­ann enn frekar og verður meðal ann­ars til þess að atriðið þegar draug­ur­inn er kveð­inn niður verður áhrifa­mikið og átak­an­legt. Eða, ef not­ast má við slang­ur­yrði: gæsa­húð­ar­legt!

Sýn­ingin var unnin af leik­hópi og list­rænum stjórn­endum í því sem í leik­skrá er kallað „sam­sköp­un­ar“ aðferð, á ensku „devised“. Í gamla daga, þ.e. í árdaga frjálsra leik­hópa á Íslandi á sjö­unda ára­tugn­um, var slík hóp­vinna ein­fald­lega kölluð leiksmiðja, enda var hér starf­andi leik­hópur sem kall­aði sig því nafni og sýndi nokkrar athygl­is­verðar sýn­ingar á sínum tíma. Það er ekk­ert að því að nota það góða orð, leiksmiðju, yfir sýn­ingu Mið­nættis leik­húss.

Það má hafa fleiri orð um vinnu Mið­nættis leik­húss um umbreyt­ing­una á þjóð­sög­unni yfir í nútíma leik­hús­verk – en látið nægja, að hér var fal­legt þrek­virki unn­ið, sem svo sann­ar­lega má kanna hvort henti ekki fleiri sögum úr menn­ing­ar­arfi okkar Íslend­inga og er Mið­nætti leik­húss hvatt til þess.

Leik­arar eru aðeins tveir, auk mjög virkrar hljóð­mynd­ar, sem hönnuð er af Sig­rúnu Harð­ar­dótt­ur. Þau Birna Pét­urs­dóttir og Jóhann Axel Ing­ólfs­son eru bæði ungir leik­ar­ar, hún útskrifuð frá Rose Bru­ford Col­lege of Theatre & Per­for­mance í London, hann frá Stella Adler Studio of Act­ing í New York. Bæði hafa þau leikið nokkuð hér á landi að námi loknu, mest­megnis norðan heiða hjá Leik­fé­lagi Akur­eyr­ar. Þau bera þess merki að vera menntuð sínu hvoru megin Atl­antsála, leikstíll þeirra er nokkuð mis­mun­andi og má sjálf­sagt benda á að Rose Bru­ford lagði á sínum tíma ívið meiri rækt við hið tal­aða mál en Stella Adler; báðir skól­arnir styðj­ast þó að veru­legu leyti við aðferð Stan­isla­kv­skíjs, sem kveður á um að leik­ar­inn eigi að styðj­ast við til­finn­ingar sínar í karakt­er­sköpun og leik; þó hefur Stella Adler bætt þar í og kveður líka á um að leik­ar­inn skuli styðj­ast við ímynd­un­ar­afl sitt líka.

Sá leikstíll sem Djákn­inn á Myrká – sagan sem aldrei var sögð krefst er ákaf­lega hrað­ur. Þau Birna og Jóhann Axel leika sam­tals um tutt­ugu hlut­verk og hvert þeirra þarf að meit­l­ast skýrum dráttum og hiklausum, ímynd karakt­ers­ins svo djúp og afdrátt­ar­laus að hann beri sögu sína með sér. Það má styðja það rökum að þau sæki að sumu leyti hvort í sinn skól­ann við karakt­er­sköp­un­ina og hefði leik­stjór­inn, Agnes Wild, mátt stilla þau ívið betur saman hvað það varðar – Birna meit­lar hvern karakter skýrum drátt­um, en grunnum meðan karakt­erar Jóhanns Axels eru meira á dýpt­ina en ekki að sama skapi skarp­ir. En þetta kemur þó lítið að sök; mestu skiptir að sam­leikur þeirra og tækni­legt öryggi er með ágætum og skilar sér í fjör­legri, bráð­skemmti­legri og mein­fynd­inni sýn­ingu sem gerir hvort tveggja í senn, að miðla mik­il­vægum menn­ing­ar­arfi þjóð­ar­innar á sínum eigin for­sendum og skapa eft­ir­minni­lega leik­sýn­ingu sem bara allir ættu að sjá!

Auglýsing
Aðeins er minnst á hljóð­mynd Sig­rúnar Harð­ar­dótt­ur, en má þó hnykkja á því að hún skapar ákaf­lega fal­legan hljóm fyrir alla sýn­ing­una, stemn­ingin er í anda þess tíma sem sagan ger­ist, sem er í fyrri daga, í gamla daga og fyrir langa löngu. Leik­mynd og bún­ingar Evu Bjargar Harð­ar­dóttur eru með sama móti, ein­faldir svo hægt sé að skipta um karakter eins snögg­lega og þarf, en jafn­framt dæmi­gerðir fyrir fyrri daga, gamla daga og fyrir langa löngu og leik­myndin bregður sér líka í alls kyns hlut­verk – þarna er kirkju­bekkur sem þjónar líka sem nokkrir hestar og orgel sem einnig er tún­garð­ur; að öðru leyti er leik­myndin mínímal­ísk sem hentar frá­sagn­ar- og leikstíl vel, lýs­ingin bætir við þar sem leik­mynd­inni sleppir og skapar ágæt hug­hrif.

Djákn­inn á Myrká – sagan sem aldrei var sögð er sýn­ing sem hentar öllum aldri og kannski til­valið fyrir kyn­slóðir að fara saman á hana. Eldri kyn­slóðin getur þá furðað sig á því eft­irá hve vel yngri kyn­slóðir geta tekið til sín menn­ing­ar­arf­inn og gert að sín­um. Ekki síst þegar hann er bor­inn á borð eins og Mið­nætti leik­hús gerir – með sköp­un­ar­gleði og leik­gleði að vopni og af virð­ingu fyrir arf­inum og áhorf­end­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk