Söngvaskáld gefur út Skrifstofuplöntu

Söngvaskáldið Sveinn Guðmundsson safnar fyrir útgáfu nýrrar plötu á Karolina Fund.

Photo by Bjørn Giesenbauer.5.jpg
Auglýsing

Skrifstofuplanta er titillinn á nýrri plötu söngvaskáldsins Sveins Guðmundssonar sem er að koma út á næstu vikum. Hópfjármögnun, sem nú stendur yfir á Karolina Fund, snýst um að safna fyrir vinylútgáfu á plötunni.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Ég gaf út gömlu plötuna mína „Fyrir herra Spock, MacGyver og mig“ á geisladisk í lok árs 2013. Nokkrum árum seinna létu vinir mínir gera eitt stykki vínylplötu af „Fyrir herra Spock, MacGyver og mig“ og gáfu mér í útskriftargjöf.

Mér fannst svo gaman að fá plötuna mína á vinyl og eiga hana í plötusafninu mínu að ég ákvað að ef ég næ að taka upp aðra plötu þá myndi ég reyna að koma henni út á vinyl. Þannig að það er aðalmarkmið verkefnisins, að safna fyrir útgáfu á nýju plötunni á vinyl og eiga eitt sjálfur í safninu.“

Segðu okkur frá þema verkefnisins?

„Platan sjálf og lögin eru flest um sjálfan mig og eins konar sjálfsþerapía. Til dæmis lagið „Drasl“ var samið fyrir nokkrum árum er ég áttaði mig á því að hugarástand mitt og ástand eigna minna var það sama, það var allt í drasli, bæði heima hjá mér og í höfðinu mínu. Er ég áttaði mig á ástandinu fór ég að taka til, að innan sem utan. „Drasl“ er þegar komið út sem smáskífa af plötunni ásamt öðru lagi „Húð og hár“ á netinu.Plötuumslag Skrifstofuplöntu.
Í grunnin eru lögin mín afar einföld en ná stundum að flækjast með fleiri hljóðfærum. Þannig eru sum lögin bara með rödd, kassagítar og bassa og önnur með áslætti, rafmagnsgítar, hljóðgervlum og allskyns óhljóðum. Öll lögin eru tekin upp í hljóðverinu Aldingarðurinn undir stjórn Magnúsar Leifs Sveinssonar. Hann er afar liðtækur á tökkunum sem og á hin og þessi hljóðfæri. Magnús Leifur á til dæmis afar skemmtilegt gítarstef í einu lagi sem er að koma út í þessum skrifuðu orðum og er titillag plötunnar. Ég ræði útsetningar laganna við hann, fæ álit og saman höfum við til dæmis smíðað hljóðgervlalínur til að lyfta lögunum upp hér og þar.

Auglýsing
Ég er búinn að vera að taka upp lög hægt og rólega síðustu þrjú ár þegar ég hef haft tækifæri til. Fyrst ætlaði ég að gera EP plötu með fjórum til fimm lögum og gefa út á vinyl en svo átti ég svo mörg lög sem mig langaði til að taka upp líka að ég ákvað loks að gera stærri plötu.

Eitt lag sem mig langaði til að koma inn á plötuna er samið við texta eftir Helgu systur mína. Hún samdi fyrir mörgum árum mjög fallegt og skemmtilegt ljóð á ensku sem ég fékk að aðlaga að mér og mínum stíl. Ég þýddi ljóðið yfir á íslensku og með hennar leyfi nefndi það „Ábót“. Það verður fyrsta lagið á plötunni og er svolítið morgunlag.

Svo er annað lag sem mig langaði mikið til að hafa með en það er ábreiða af lagi með hljómsveitinni Randver. Faðir minn, Guðmundur Sveinsson, var í þeirri sveit og söng lagið inn á plötu fyrir meira en 40 árum síðan. Lagð heitir „Dansinn“ er samið af gítarleikara Randver, Jóni Jónassyni, við kvæði alþýðuskáldsins Káinn. Ég fékk svo bróður minn Kristmund og föðurbróður minn Gunnlaug til að syngja það með mér á upptökunni.
Þannig að þó ég sé að miklu leyti einyrki í tónlistinni þá á ég góða að sem setja sinn brag á lögin.“

Hér er hægt að taka þátt í verkefninu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk