Aldís Fjóla er tónlistarkona frá Borgarfirði eystra sem hefur komið víða við sem söngkona, lagahöfundur og söngkennari. Nú vinnur hún að sinni fyrstu sólóplötu með frumsömdum lögum eftir hana og Stefán Örn Gunnlaugsson, tónlistarmann og upptökustjóra.
Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?
„Mig hefur alltaf langað til að gefa út mitt eigið efni en var lengi svo hrædd um að leyfa fólki að hlusta á eitthvað af mínu efni. Í einhverju hetjukasti fyrir nokkrum árum sendi ég tvö lög á Stefán Örn Gunnlaugsson, upptökustjóra.
Segðu okkur frá þema verkefnisins?
„Þemað í textunum mínum er mjög persónulegt en ég vona að hlustendur geti séð sig í þeim og tengi við það sem þeir heyra. Ég er gríðarlega stolt af því að hafa komið öllu þessu frá mér og tónlist er heilandi fyrir mér. Ég gæti ekki lifað án þess að hlusta, syngja eða skapað tónlist og í þessu skrýtna ástandi sem við erum öll í núna er það tónlist sem bjargar algjörlega geðheilsunni. Þannig að platan er nokkurs konar uppgjör við fullt af hlutum sem hafa verið algjörlega grafin inn í mér og ótrúlega gott að koma þeim frá mér.
Það er ótrúlega athyglisvert að vinna í draumum í þessu ástandi sem allur heimurinn er í núna, en mér finnst svo spennandi að sjá hversu mikið tónlist er að hjálpa fólki að komast í gegnum þetta einkennilega tímabil og ég vona að tónlistin mín gleðji einhvern eins mikið og mig.“
Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið.
Hægt er að fylgjast með Aldísi Fjólu á eftirfarandi miðlum:
Spotify: Aldís Fjóla
Facebook: Aldís Fjóla
Instagram: aldisfjolamusic