Handknattleiksdeild ÍR fer nýjar leiðir í að leita að fjármagni

Mörg íþróttafélög berjast nú í bökkum, enda búið að blása af tímabilið víða og tekjustraumarnir þornað upp. Því hafa þau farið þá nýstárlegu leið að safna fjármunum fyrir reksturinn á Karolina fund.

_DSC2748-2.jpeg
Auglýsing

Handknattleiksdeild ÍR á í fjárhagserfiðleikum og ákvað nýr þjálfari liðsins, Kristinn Björgúlfsson að breyta til og fara nýjar leiðir til að búa til að afla peninga inn í félagið. 

Karolina fund varð fyrir valinu og þar geta stuðningsmenn ÍR, sem og allir aðrir stutt félagið með mismunandi háum styrkjum. Styrkirnir eru mjög frumlegir. Allt frá einföldum styrk upp á tæpar 6000 krónur, Árskort á heimaleiki liðsins, sitt eigið sæti í stúkunni. Margur áhorfandinn telur sig einnig alltaf vita betur en þjálfarinn og gefst fólki því einnig tækifæri á að verða þjálfari liðsins í Olísdeild, fyrir rétta upphæð. 

Hvernig kviknaði hugmyndin að verkefninu?

„Hugmyndin að verkefninu kviknaði eftir fund þar sem við vorum að leita leiða til að afla fjár inn í rekstur félagsins. Við í ÍR tókum það skref að fara út með að við værum í vanda stödd og þar með var ljóst að við þyrftum á nýjum leiðum að halda.“

Hvert er þema verkefnisins?

„Fjárhagsvandi okkar er þemað. Við ákváðum að láta vita af honum, hætta þeim feluleik sem félagið hefur verið í og biðlum til fólks að styrkja okkur.

Á móti viljum við reyna að gera eitthvað fyrir það góða fólk sem styrkir okkur með t.d að láta árskort á heimaleiki af hendi á móti. Ef fólk styrkir okkur um 16.500 þá fær það árskort að launum. Styrkurinn þarf ekki að vera svo hár, það er hægt að leggja til í kringum 6000 krónur eða 35€ og fyrir það þökkum við kærlega fyrir.

Auglýsing
Persónulega finnst mér skemmtilegast ef fólk kaupir sér sér sæti í stúkunni, eða fótspor á svölunum fyrir ofan annað markið. 

Ef einhver kaupir sér aðgang að liðinu og vill fá tækifæri til að spila í deild þeirra bestu í handboltanum yrði það vissulega frábært. Það eru jú margir sérfræðingarnir í stúkunni á leikjum og þykjast alltaf geta gert betur en þeir sem eru inn á. Hér er tækifærið fyrir þá. Ég er viss um að þetta verður mjög gaman ef að einhver kaupir sér sæti í liðinu.“

Ertu ekki hræddur um neikvæða umfjöllun yfir því sem þið bjóðið upp á? 

„Nóg er af fólki sem er alltaf neikvætt hvort sem er. Veit allt betur og þykist geta gert allt betur en við erum að reyna að gera. Nú er komið af því að það fólk hætti þessu röfli og þessu sífellda kvarti og leggi eitthvað af mörkum. Sendið okkur póst og bjóðið fram aðstoð.

Við erum í þessu af því okkur þykir handbolti skemmtilegur, þeir sem vinna með okkur finnst handbolti skemmtilegur. Allir sem koma á leikina finnst handbolti skemmtilegur. Um það snýst málið. Það er enginn í þessu af því að þeim þykir handbolti leiðinlegur.

Við erum  að reyna okkar besta, hér förum við nýjar leiðir til að afla fjár, og okkur finnst þetta skemmtilegt. Er ekki skemmtilegra að kaupa sér eigið sæti í stúkunni en að safna dósum? Í þeirri stöðu sem við erum í í dag, höfum við ekki pláss fyrir neikvætt og leiðinlegt fólk.“

Hér er hægt að styrkja handknattleiksdeild ÍR.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk