Þrjár lexíur frá Kanarí

Mikilvægur lærdómur úr hjólaferð á Kanaríeyjum í febrúar nýtist vel í einangruninni sem fylgir kórónuveirunni. Það náði enginn að æfa fyrir COVID19-veröldina sem við búum nú í, við erum öll nýgræðingar í því að takast á við þetta.

Eyrún Magnúsdóttir
Brekkurnar á Kanarí eru langar og krefjandi.
Brekkurnar á Kanarí eru langar og krefjandi.
Auglýsing

Kanaríeyjar í byrjun febrúar. Það hljómar svosem ekki sem sérstök svaðilför að skella sér í viku til Kanarí, enda stundum eins og hálf þjóðin sæki á þær slóðir yfir dimmustu mánuðina. En í febrúar síðastliðnum var runnin upp stundin sem ég hafði beðið eftir í vetur — hjólaferðin til Kanarí. Ég afrekaði það nefnilega að skrá mig í þríþrautarfélag í haust. Gleymdi svo að mestu að mæta á æfingar í vetur, mætti á nokkrar hjólaæfingar í nóvember og desember, keypti mér samt „treiner“ til að nota heima (svona græju sem hægt er að nota til að breyta venjulegu hjóli í þrekhjól), prófaði hann yfir nokkrum Friends-þáttum. Svo var hann fyrir þegar jólatréð þurfti sitt pláss í stofunni þannig að ég pakkaði honum inn í skáp. Gleymdi honum þar. 


En hjólaferðin, með þríþrautarfélaginu, var á dagskrá og þar sem ég hafði greitt staðfestingargjald að hausti var ekkert annað en að láta sig hafa það að borga rest snemma árs og þykjast svo æfa fyrir hana. Gleymdi því samt eiginlega líka. Svo nálgaðist ferðin óðum þannig að ég pantaði hjóladress á netinu og fékk sent heim, hafði keypt hjólaskó fyrr um veturinn — til að nota á treinernum. 


Sirka viku fyrir brottför var ég því klár í slaginn. Búin að leigja hjól á fínni hjólaleigu á Kanarí, klippa miðana af glænýju og ónotuðu hjólafötunum og komast að því hvernig átti að festa klítana undir hjólaskóna. Mér var orðið ljóst að ég myndi ekki æfa mikið fyrir ferðina úr þessu, það hafði alveg farist fyrir. Ég varð því að treysta á að grunnformið myndi fleyta mér áfram og svo vonaði ég bara að ég næði tökum á því að vera í skóm sem eru fastir við pedalana og hjóli með hrútastýri (eins og það hét í minni barnæsku) áður en allir í ferðinni myndu fatta að ég hefði reynslu af hvorugu. Var semsagt að stíga á „racer“ í fyrsta sinn og hafði aldrei prófað að vera í klítaskóm nema á treiner — öll þrjú skiptin sem ég prófaði hann áður en hann vék fyrir jólatrénu.

Auglýsing

Flogið út á milli lægða

Flugferðin gekk vel, við komumst út á milli lægða. Reyndar var ég innst inni með fingurna krosslagða og vonaði að öllu saman yrði frestað — þá gæti ég kannski æft! Upphaflega flugið féll reyndar niður vegna veðurs en það tókst að koma öllum á áfangastað. Ég kom degi síðar en hinir, missti úr einn hjóladag. Ég var hálfpartinn fegin.  


Kanarí tók á móti mér með sól og blíðu eins og vera ber. Hótelið frábært og hópurinn bauð mig hjartanlega velkomna. Þau vissu að ég var ekki reyndur hjólari, en ég hélt því þó fyrir mig að ég hefði hreinlega aldrei prófað neitt annað en fjallahjól. Racer væri mér framandi tæki sem og klítaskórnir. Einn fararstjóranna hafði tjáð mér að hjóladagur tvö, sem var fyrsti dagurinn minn, yrði „léttur og þægilegur.“ Ég hélt það nú, ég væri tilbúin að léttan hjólatúr. 

Landslagið á Kanaríeyjum er hrjóstrugt en heillandi.

Einhverra hluta vegna var planinu svo breytt á síðustu stundu, létti dagurinn færður og dagurinn sem ég byrjaði á var 72 kílómetra leið inn eftir gili og upp bratta brekku. Reyndar er aldrei talað um brekkur, heldur býður hjólalingóið manni að tala um klifur. Í þessum túr var semsagt heljarinnar klifur, það lengsta var 9 kílómetrar. Semsagt 9 kílómetrar upp, upp, upp. Þar sem ég hélt fyrst að ég væri eitthvað að misskilja skiltið sem á stóð að brekkan framundan væri 9 kílómetrar var ég ekkert að stressa mig mikið á þessu, það gat ekki verið að við ættum að hjóla upp bratta brekku 9 kílómetra leið. En jú, það var víst málið. 


Upp brekkuna komst ég, að vísu langsíðust, en það var allt í lagi. Tilfinningin var mögnuð. Eftir daginn, kílómetrana 72, var ég vissulega þreytt en gleðin yfirgnæfði þó þreytuna. Fjórir hjóladagar og einn frídagur áður en kom að brottför. Ég hjólaði 205 kílómetra áður en ég flaug heim aftur, í sól og hita og dásamlegum félagsskap. Við flugum út á milli lægða og komumst heim rétt fyrir sandstorm. Allt gekk eins og í sögu og það var ekki fyrr en við komum heim að farið var að tala af meiri alvöru um kórónuveiruna, hún var ekki orðinn stór hluti af tilverunni fyrr. 

Það sem ég lærði

Örfáum vikum síðar varð ljóst að utanlandsferðir yrðu ekki fleiri á næstunni. Hjólaferðin til Kanarí hafði verið ansi söguleg ferð. Það sem ég lærði af þessari ferð var aðallega þrennt. Þrjár mikilvægar lexíur sem koma sér vel núna í COVID-veröldinni sem við höfum öll stigið inn í skyndilega:

Gleðin tók völd þegar á toppinn var komið.Númer eitt: Ég get alltaf miklu meira en ég held

Ég velti því alvarlega fyrir mér þegar ég pantaði hjólið á hjólaleigunni að taka rafmagnshjól, því ég var svo viss um að ég kæmist ekkert upp þessar brekkur og myndi tefja hina. Þótt mótorinn hefði ábyggilega hjálpað þá var svo miklu skemmtilegra að hjóla á sams konar hjóli og hinir. Ég komst alveg allar hjólaleiðirnar sem lagt var upp með, þótt æfingaprógrammið hefði farið forgörðum (ég kenni jólatrénu um!). Ég var vissulega langoftast síðust, en ég var líka búin að æfa mig minnst svo það var eðlilegt. En ég komst allar brekkurnar, ég hjólaði sömu leiðir og hinir, bara aðeins hægar. En ég gat meira en mig grunaði fyrirfram. 

Númer tvö: Fólk er almennt til í að sýna hjálpsemi þegar það sér að einhver þarf aðstoð

Fyrirfram hafði ég miklar áhyggjur af öllum hinum, öllu góða fólkinu sem var þarna með mér. Þau myndu ekki nenna að hafa mig í eftirdragi. Ég komst að því í ferðinni að stærstur hluti hópsins var að æfa fyrir ýmsar Ironman-keppnir út um allan heim (sem nú er reyndar búið að fella niður eins og aðra íþróttaviðburði). Þrátt fyrir að vera að keppast við að koma sér í form og raða inn sem flestum kílómetrum þá voru allir til í að aðstoða nýgræðingana. Þjálfararnir skiptust á að sjá um okkur sem vorum aftast, gefa góð ráð og hvetja áfram yfir erfiðustu kaflana. Þeir allra sterkustu í hópnum komu iðulega til baka (voru auðvitað langt á undan) til að spjalla og veita félagsskap og hvatningu inn á milli. 

Númer þrjú: Það er ekki hægt að stytta sér leið upp brekku

Ef þú á annað borð byrjar á brattri brekku (klifri á hjólamáli) þá þarftu að klára hana. Það er ekki hægt að stytta sér leið upp brekku, en það er þó hægt að beita ýmsum aðferðum til að auðvelda klifrið. Til dæmis er hægt að hjóla í sikksakk, það léttir á um stund. Svo er líka hægt að syngja, í hljóði eða upphátt eftir því hversu margir eru í kring. En aðalmálið til að létta sér leiðina er að skipta brekkunni upp í kafla. Hugsa bara um að komast að næsta staur, næsta tré eða næstu beygju. Þegar þeim áfanga er náð er hægt að huga að þeim næsta. Sama hversu langan tíma tók að komast upp og hversu mikill bruninn í lærunum var á leiðinni upp, þá var það alltaf þess virði þegar á toppinn var komið. Þá blasti stórkostlegt útsýni við og tilfinningin var eins og ég gæti allt, væri algjörlega ósigrandi. 

Það er ekki síður gaman að kynnast fjöllunum en ströndinni á Kanarí.

Af hverju skiptir þetta máli núna?

Lexíurnar úr hjólaferðinni eru mér sérstaklega hugleiknar núna, þegar við öll erum í aðstæðum sem við höfum ekki lent í áður. Við erum öll byrjendur, nýgræðingar í þessari vegferð sem útbreiðsla kórónuveirunnar færir okkur og lærum eitthvað nýtt á hverjum degi. 


Hugtök sem voru okkur framandi fyrir örfáum vikum eru orðin okkur töm. Mig rekur ekki minni til að hafa nokkru sinni, fyrr en í mars 2020, átt samtöl við fólk um sýnatökupinna, sóttkví, smitrakningu eða samkomubann. Nú eru þetta orð sem skyndilega eru í mikilli notkun og við hendum inn í samræður eins og ekkert sé eðlilegra. 


Kanarí-vísdómurinn minn úr hjólaferðinni með þríþrautarfélaginu, sem reyndist síðasta utanlandsferðin í einhvern tíma, á því vel við núna þegar við þurfum öll að treysta á að grunnformið fleyti okkur áfram upp hverja brekkuna á fætur annarri. Rifjum þær upp aftur.


Númer eitt: Ég get alltaf miklu meira en ég held 

COVID-veröldin skikkar okkur öll til að gera meira. Við erum í krefjandi aðstæðum og þurfum að standa okkur. Það náði bókstaflega enginn að æfa sig áður en þetta skall á. Það er einmitt í slíkum aðstæðum sem við komumst við að því að við getum meira en við héldum.  


Númer tvö: Fólk er almennt til í að sýna hjálpsemi þegar það sér að einhver þarf aðstoð

Sjaldan höfum við séð það jafn greinilega og nú, þegar margir eru fastir í miðri brekku og finnst eins og hún muni engan enda taka. Náungakærleikur og hjálpsemi eru sem betur fer á uppleið. Það er alltaf einhver sem er kominn lengra upp brekkuna sem er til í að stíga nokkur skref til baka og lyfta þeim sem hægar fara. 


Númer þrjú: Það er ekki hægt að stytta sér leið upp brekku

Það eina sem hægt er að gera er að kaflaskipta brekkunni í huganum, svo hefst klifrið hvort sem við erum tilbúin í það eða ekki. Það er þó gott að taka því rólega, syngja jafnvel með sjálfum sér og hafa í huga að hver einasta brekka breytir lífinu smávegis. 


Þegar við komumst upp þá blasir útsýnið við og okkur líður eins og við getum allt. Við sjáum og vitum að það er eitthvað betra framundan og minningin um erfiðleikana neðar í brekkunni dofnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk