Þrjár lexíur frá Kanarí

Mikilvægur lærdómur úr hjólaferð á Kanaríeyjum í febrúar nýtist vel í einangruninni sem fylgir kórónuveirunni. Það náði enginn að æfa fyrir COVID19-veröldina sem við búum nú í, við erum öll nýgræðingar í því að takast á við þetta.

Eyrún Magnúsdóttir
Brekkurnar á Kanarí eru langar og krefjandi.
Brekkurnar á Kanarí eru langar og krefjandi.
Auglýsing

Kanarí­eyjar í byrjun febr­ú­ar. Það hljómar svosem ekki sem sér­stök svað­il­för að skella sér í viku til Kanarí, enda stundum eins og hálf þjóðin sæki á þær slóðir yfir dimm­ustu mán­uð­ina. En í febr­úar síð­ast­liðnum var runnin upp stundin sem ég hafði beðið eftir í vetur — hjóla­ferðin til Kanarí. Ég afrek­aði það nefni­lega að skrá mig í þrí­þraut­ar­fé­lag í haust. Gleymdi svo að mestu að mæta á æfingar í vet­ur, mætti á nokkrar hjóla­æf­ingar í nóv­em­ber og des­em­ber, keypti mér samt „trein­er“ til að nota heima (svona græju sem hægt er að nota til að breyta venju­legu hjóli í þrek­hjól), próf­aði hann yfir nokkrum Fri­ends-þátt­um. Svo var hann fyrir þegar jóla­tréð þurfti sitt pláss í stof­unni þannig að ég pakk­aði honum inn í skáp. Gleymdi honum þar. 



En hjóla­ferð­in, með þrí­þraut­ar­fé­lag­inu, var á dag­skrá og þar sem ég hafði greitt stað­fest­ing­ar­gjald að hausti var ekk­ert annað en að láta sig hafa það að borga rest snemma árs og þykj­ast svo æfa fyrir hana. Gleymdi því samt eig­in­lega líka. Svo nálg­að­ist ferðin óðum þannig að ég pant­aði hjóla­dress á net­inu og fékk sent heim, hafði keypt hjóla­skó fyrr um vet­ur­inn — til að nota á trein­ern­um. 



Sirka viku fyrir brott­för var ég því klár í slag­inn. Búin að leigja hjól á fínni hjóla­leigu á Kanarí, klippa mið­ana af glæ­nýju og ónot­uðu hjóla­föt­unum og kom­ast að því hvernig átti að festa klít­ana undir hjóla­skóna. Mér var orðið ljóst að ég myndi ekki æfa mikið fyrir ferð­ina úr þessu, það hafði alveg farist fyr­ir. Ég varð því að treysta á að grunn­formið myndi fleyta mér áfram og svo von­aði ég bara að ég næði tökum á því að vera í skóm sem eru fastir við pedal­ana og hjóli með hrúta­stýri (eins og það hét í minni barn­æsku) áður en allir í ferð­inni myndu fatta að ég hefði reynslu af hvor­ugu. Var sem­sagt að stíga á „racer“ í fyrsta sinn og hafði aldrei prófað að vera í klíta­skóm nema á trein­er — öll þrjú skiptin sem ég próf­aði hann áður en hann vék fyrir jóla­trénu.

Auglýsing

Flogið út á milli lægða

Flug­ferðin gekk vel, við komumst út á milli lægða. Reyndar var ég innst inni með fing­urna kross­lagða og von­aði að öllu saman yrði frestað — þá gæti ég kannski æft! Upp­haf­lega flugið féll reyndar niður vegna veð­urs en það tókst að koma öllum á áfanga­stað. Ég kom degi síðar en hin­ir, missti úr einn hjóla­dag. Ég var hálf­part­inn feg­in.  



Kanarí tók á móti mér með sól og blíðu eins og vera ber. Hót­elið frá­bært og hóp­ur­inn bauð mig hjart­an­lega vel­komna. Þau vissu að ég var ekki reyndur hjól­ari, en ég hélt því þó fyrir mig að ég hefði hrein­lega aldrei prófað neitt annað en fjalla­hjól. Racer væri mér fram­andi tæki sem og klíta­skórn­ir. Einn far­ar­stjór­anna hafði tjáð mér að hjóla­dagur tvö, sem var fyrsti dag­ur­inn minn, yrði „léttur og þægi­leg­ur.“ Ég hélt það nú, ég væri til­búin að léttan hjóla­túr. 

Landslagið á Kanaríeyjum er hrjóstrugt en heillandi.

Ein­hverra hluta vegna var plan­inu svo breytt á síð­ustu stundu, létti dag­ur­inn færður og dag­ur­inn sem ég byrj­aði á var 72 kíló­metra leið inn eftir gili og upp bratta brekku. Reyndar er aldrei talað um brekk­ur, heldur býður hjóla­l­ingóið manni að tala um klif­ur. Í þessum túr var sem­sagt helj­ar­innar klif­ur, það lengsta var 9 kíló­metr­ar. Sem­sagt 9 kíló­metrar upp, upp, upp. Þar sem ég hélt fyrst að ég væri eitt­hvað að mis­skilja skiltið sem á stóð að brekkan framundan væri 9 kíló­metrar var ég ekk­ert að stressa mig mikið á þessu, það gat ekki verið að við ættum að hjóla upp bratta brekku 9 kíló­metra leið. En jú, það var víst mál­ið. 



Upp brekk­una komst ég, að vísu lang­síðust, en það var allt í lagi. Til­finn­ingin var mögn­uð. Eftir dag­inn, kíló­metrana 72, var ég vissu­lega þreytt en gleðin yfir­gnæfði þó þreyt­una. Fjórir hjóla­dagar og einn frí­dagur áður en kom að brott­för. Ég hjólaði 205 kíló­metra áður en ég flaug heim aft­ur, í sól og hita og dásam­legum félags­skap. Við flugum út á milli lægða og komumst heim rétt fyrir sand­storm. Allt gekk eins og í sögu og það var ekki fyrr en við komum heim að farið var að tala af meiri alvöru um kór­ónu­veiruna, hún var ekki orð­inn stór hluti af til­ver­unni fyrr. 

Það sem ég lærði

Örfáum vikum síðar varð ljóst að utan­lands­ferðir yrðu ekki fleiri á næst­unni. Hjóla­ferðin til Kanarí hafði verið ansi sögu­leg ferð. Það sem ég lærði af þess­ari ferð var aðal­lega þrennt. Þrjár mik­il­vægar lex­íur sem koma sér vel núna í COVID-ver­öld­inni sem við höfum öll stigið inn í skyndi­lega:

Gleðin tók völd þegar á toppinn var komið.Númer eitt: Ég get alltaf miklu meira en ég held

Ég velti því alvar­lega fyrir mér þegar ég pant­aði hjólið á hjóla­leig­unni að taka raf­magns­hjól, því ég var svo viss um að ég kæm­ist ekk­ert upp þessar brekkur og myndi tefja hina. Þótt mót­or­inn hefði ábyggi­lega hjálpað þá var svo miklu skemmti­legra að hjóla á sams konar hjóli og hin­ir. Ég komst alveg allar hjóla­leið­irnar sem lagt var upp með, þótt æfinga­prógram­mið hefði farið for­görðum (ég kenni jóla­trénu um!). Ég var vissu­lega langoft­ast síðust, en ég var líka búin að æfa mig minnst svo það var eðli­legt. En ég komst allar brekk­urn­ar, ég hjólaði sömu leiðir og hin­ir, bara aðeins hæg­ar. En ég gat meira en mig grun­aði fyr­ir­fram. 

Númer tvö: Fólk er almennt til í að sýna hjálp­semi þegar það sér að ein­hver þarf aðstoð

Fyr­ir­fram hafði ég miklar áhyggjur af öllum hin­um, öllu góða fólk­inu sem var þarna með mér. Þau myndu ekki nenna að hafa mig í eft­ir­dragi. Ég komst að því í ferð­inni að stærstur hluti hóps­ins var að æfa fyrir ýmsar Iron­man-keppnir út um allan heim (sem nú er reyndar búið að fella niður eins og aðra íþrótta­við­burð­i). Þrátt fyrir að vera að kepp­ast við að koma sér í form og raða inn sem flestum kíló­metrum þá voru allir til í að aðstoða nýgræð­ing­ana. Þjálf­ar­arnir skipt­ust á að sjá um okkur sem vorum aftast, gefa góð ráð og hvetja áfram yfir erf­ið­ustu kafl­ana. Þeir allra sterk­ustu í hópnum komu iðu­lega til baka (voru auð­vitað langt á und­an) til að spjalla og veita félags­skap og hvatn­ingu inn á milli. 

Númer þrjú: Það er ekki hægt að stytta sér leið upp brekku

Ef þú á annað borð byrjar á brattri brekku (klifri á hjóla­máli) þá þarftu að klára hana. Það er ekki hægt að stytta sér leið upp brekku, en það er þó hægt að beita ýmsum aðferðum til að auð­velda klifrið. Til dæmis er hægt að hjóla í sikksakk, það léttir á um stund. Svo er líka hægt að syngja, í hljóði eða upp­hátt eftir því hversu margir eru í kring. En aðal­málið til að létta sér leið­ina er að skipta brekkunni upp í kafla. Hugsa bara um að kom­ast að næsta staur, næsta tré eða næstu beygju. Þegar þeim áfanga er náð er hægt að huga að þeim næsta. Sama hversu langan tíma tók að kom­ast upp og hversu mik­ill brun­inn í lær­unum var á leið­inni upp, þá var það alltaf þess virði þegar á topp­inn var kom­ið. Þá blasti stór­kost­legt útsýni við og til­finn­ingin var eins og ég gæti allt, væri algjör­lega ósigr­and­i. 

Það er ekki síður gaman að kynnast fjöllunum en ströndinni á Kanarí.

Af hverju skiptir þetta máli núna?

Lex­í­urnar úr hjóla­ferð­inni eru mér sér­stak­lega hug­leiknar núna, þegar við öll erum í aðstæðum sem við höfum ekki lent í áður. Við erum öll byrj­end­ur, nýgræð­ingar í þess­ari veg­ferð sem útbreiðsla kór­ónu­veirunnar færir okkur og lærum eitt­hvað nýtt á hverjum deg­i. 



Hug­tök sem voru okkur fram­andi fyrir örfáum vikum eru orðin okkur töm. Mig rekur ekki minni til að hafa nokkru sinni, fyrr en í mars 2020, átt sam­töl við fólk um sýna­tökupinna, sótt­kví, smitrakn­ingu eða sam­komu­bann. Nú eru þetta orð sem skyndi­lega eru í mik­illi notkun og við hendum inn í sam­ræður eins og ekk­ert sé eðli­legra. 



Kanarí-vís­dóm­ur­inn minn úr hjóla­ferð­inni með þrí­þraut­ar­fé­lag­inu, sem reynd­ist síð­asta utan­lands­ferðin í ein­hvern tíma, á því vel við núna þegar við þurfum öll að treysta á að grunn­formið fleyti okkur áfram upp hverja brekk­una á fætur annarri. Rifjum þær upp aft­ur.



Númer eitt: Ég get alltaf miklu meira en ég held 

COVID-ver­öldin skikkar okkur öll til að gera meira. Við erum í krefj­andi aðstæðum og þurfum að standa okk­ur. Það náði bók­staf­lega eng­inn að æfa sig áður en þetta skall á. Það er einmitt í slíkum aðstæðum sem við komumst við að því að við getum meira en við héld­um.  



Númer tvö: Fólk er almennt til í að sýna hjálp­semi þegar það sér að ein­hver þarf aðstoð

Sjaldan höfum við séð það jafn greini­lega og nú, þegar margir eru fastir í miðri brekku og finnst eins og hún muni engan enda taka. Náunga­kær­leikur og hjálp­semi eru sem betur fer á upp­leið. Það er alltaf ein­hver sem er kom­inn lengra upp brekk­una sem er til í að stíga nokkur skref til baka og lyfta þeim sem hægar fara. 



Númer þrjú: Það er ekki hægt að stytta sér leið upp brekku

Það eina sem hægt er að gera er að kafla­skipta brekkunni í hug­an­um, svo hefst klifrið hvort sem við erum til­búin í það eða ekki. Það er þó gott að taka því rólega, syngja jafn­vel með sjálfum sér og hafa í huga að hver ein­asta brekka breytir líf­inu smá­veg­is. 



Þegar við komumst upp þá blasir útsýnið við og okkur líður eins og við getum allt. Við sjáum og vitum að það er eitt­hvað betra framundan og minn­ingin um erf­ið­leik­ana neðar í brekkunni dofn­ar.









Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk