Þegar tvítugur strákur á stolnum bíl tekur Rán upp í

Ísfirðingurinn Fjölnir Baldursson safnar fyrir gert stuttmyndar á Karolina Fund. Í boði er að velja endinn á myndina.

Fjölnir Baldursson.
Fjölnir Baldursson.
Auglýsing

Stuttmyndin Rán eftir Ísfirðinginn Fjölni Baldursson, fjallar um tvítugan strák sem býr úti á landi, Gunnar að nafni. Kærastan hans biður hann að sækja sig í vinnuna yfir í næsta þorp, hann reynir að fá lánaða drossíu föður síns til þess að sækja hana. Faðir hans neitar honum um bílinn, svo hann stelur bílnum með hjálp bróður síns. Þegar hann keyrir út úr bænum tekur hann upp í bílinn konu að nafni Rán og þá fara hlutir að gerast sem hann hefur enga stjórn á.

Verkefnið er núna í fjármögnun á Karolina Fund og með því að styrkja verkefnið getur fólk tryggt sér miða á frumsýningu myndarinnar, eða mynd eftir Ómar Smára Kristinsson bæjarlistamann Ísafjarðarbæjar. Einnig fær fólk möguleika á að rökræða við leikstjóra myndarinnar eftir frumsýningu hennar. Svo er það rúsínan í pylsuendanum! Þú getur valið endinn á myndina ... Myndin verður tekin upp í maímánuði á þessu ári. Að henni koma að mestu fólk að vestan.

Einhverjir leikarar koma að sunnan til að taka þátt í verkefninu. Aðalleikarar myndarinnar eru þau Magnús Eðvald og Jónína Margrét Bergmann. 

Auglýsing
Ísfirðingurinn Fjölnir Baldursson hefur komið að gerð heimildarmynda, stuttmynda ásamt þáttagerð og unnið tónlistarmyndband með Ísfirsku Megasar-ábreiðusveitinni Megakukl. Fjölnir hefur verið með annan fótinn á Spáni, og er að stefna heim til Íslands í sóttkví. En Fjölnir stundar sjómennsku þess á milli til að safna fyrir myndinni.

Segðu frá hugmyndinni að baki verkefninu?

„Upphaflega hugmyndin var að gera svona „road movie“, og upprunalega sagan er stærri, þannig að þessi stuttmynd er í rauninni byrjunin á þeirri sögu, en varð svo smátt og smátt stærri, sterkari og sjálfstæðari saga. Þema myndarinnar er þessi mannlegi breyskleiki. Hvernig menn höndla sorg og freistingar. En svartur húmorinn skín alltaf í gegnum þessa sorg sem birtist í sögunni. En þessi svarti húmor hefur svolítið verið mitt vörumerki.

Það sem er svolítið sérstakt við gerð myndarinnar, er að sá sem hefur áhuga á að hafa áhrif á kvikmyndagerðina, getur haft áhrif á það hvernig myndin endar. Við viljum leyfa þeim sem styrkir myndina fyrir vissa upphæð, velja úr 3 endum á myndinni. Það verða teknir upp 3 útgáfur og styrktaraðilinn velur þá sem honum líst best á.

Einnig bjóðum við fólki sem styrkir okkur að þiggja mynd teiknaða af bæjarlistamanni Ísafjarðarbæjar, Ómari Smára Kristinssyni. En sú mynd fór nú á fyrsta degi. Mögulega bjóðum við fleiri myndir eftir Ómar Smára. En hann hefur setið sveittur með mér að teikna upp „story board“ myndarinnar.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í verkefninu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk