Ljáðu mér vængi

Safnað fyrir útgáfu bókar um lífshlaup Páls Pampichlers Pálssonar í máli og myndum.

PPP&KKR2018.jpeg
Auglýsing

Páll Pampichler Pálsson kom til eins árs dvalar frá Austurríki en ílengdist á Íslandi í 48 ár. Nýlega kom út bók um lífshlaup Páls á þýsku og nú hefur bókin verið þýdd yfir á íslensku og efni hennar aukið til muna. Til dæmis birtast í henni fyrsta sinn skrá yfir um 140 tónverk Páls. Það eru þau Rut Ingólfsdóttir, Helga Hauksdóttir og Sigurður Ingvi Snorrason sem hafa veg og vanda af útgáfu bókarinnar en þau eru vinir og samstarfsmenn Páls til fjölda ára.

Hvað kom til að þið réðust í þetta verkefni?

„Okkur fannst að Páll ætti þetta inni hjá okkur.

Páll er ekki einungis góður vinur okkar heldur átti hann sem stjórnandi og tónskáld ríkan þátt í ótrúlegri uppbyggingu tónlistarlífs á Íslandi. Hann var um áratuga skeið stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Karlakórs Reykjavíkur, Lúðrasveitar Reykjavíkur, Kammersveitar Reykjavíkur og Skólahljómsveitar Vesturbæjar.

Auglýsing
Páll samdi fjölda verka fyrir hópana sína og aðra tónlistarmenn - hljómsveitarverk, einleikskonserta, kórverk, verk fyrir blásarasveit og kammertónlist. Þá var hann þekktur fyrir léttleika og gleði sem bæði tónleikagestir og áhorfendur sjónvarps nutu.

Í bókinni segir frá uppvexti Páls, fyrstu árunum á Íslandi og heilladrjúgu starfi hans í þágu tónlistarinnar. Þá höfum við og fleiri íslenskir tónlistamenn ritað kafla um kynni okkar af Páli og bætt í bókina skemmtilegum ljósmyndum frá ferli Páls.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í verkefninu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk