„Let the good times roll ...“

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Fyrirheitna landið í Landnámssetrinu.

Einar Kára og Landnámssetrið
Auglýsing

Land­náms­set­ur: Fyr­ir­heitna landið

Sögu­mað­ur: Einar Kára­son

Land­náms­setur er iðið við sinn kola að bjóða upp á sögu­st­undir á Sögu­loft­inu og heiður ber því fyrir að halda í sögu­manns­hefð­ina; þetta er senni­lega það í okkar menn­ingu nútil­dags sem kemst næst hinni fornu kvöld­vöku – afþr­ey­ingu sveita­sam­fé­lags­ins sem eflaust við­gekkst frá land­námi og allt fram til fyrri hluta tutt­ug­ustu aldar – og er þá ekki ein­ungis átt við sögu­mennsk­una sjálfa sem leyfir hug­anum að fara á flug og sækja heim fjar­læga staði og fjar­læga tíma, það er ekki síður nota­leg til­finn­ing að sitja undir súð Sögu­lofts­ins og njóta þess arki­tekt­úrs sem minnir á hina fornu bað­stofu, heim­ili kvöld­vök­unn­ar. Það vantar bara að áheyr­endur allir sýsli við sitt – prjóni, kembi, spinni og hekli til að menn­ing­ar­arf­ur­inn lifni við og verði að núi. En það er nú kannski að ætl­ast til of mik­ils.

Einar Kára­son hefur verið óþreyt­andi við að segja sögur af fjöl­skyld­unni í Thule­kamp­inum á Mel­un­um. Þrjár bækur hafa komið út – Þar sem Djöfla­eyjan rís, Gull­eyjan og Fyr­ir­heitna landið – og tvær þær fyrstu hafa verið færðar í bún­ing kvik­mynd­ar, og amk. tveggja verka fyrir leik­hús. Og nú flytur Einar Kára­son sög­una af fólk­inu eins og það kemur fyrir í þriðju bók­inni, Fyr­ir­heitna land­inu, en þar er að finna sög­una af því þegar Ásmundur Grett­is­son, Mundi, og Manni, sonur Fíu og Tóta, halda til Amer­íku til að finna þá með­limi fjöl­skyld­unnar sem hafa farið að leita gæf­unnar í hinu fyr­ir­heitna landi.

Auglýsing



Það sem einkum ein­kennir Einar Kára­son sem sögu­mann er hversu gott vald hann hefur á sam­bandi sínu við áheyr­end­ur. Hann beitir af öryggi og inn­sæi húmornum sem hald­góðu vopni við að halda áheyr­endum við efn­ið. Þegar hann segir frá sögu­per­sónum sínum hittir hann ávallt á það sem er sér­kenni­legt og sér­stakt við þær, og hann styrkir frá­sögn sína með því að breyta rödd­inni eilít­ið, og þannig lifna per­són­urnar við fyrir augum okkar – án þess að nokkrum öðrum með­ulum sé beitt en rödd og æði sögu­manns. Þannig kemst Einar ekki ein­göngu í gott og traust sam­band við áheyr­end­ur, hann nær þannig valdi á þeim að þeir gefa sig sög­unni á vald.

Þessum krafti nær Einar og heldur honum allt til enda og þarf þess vegna ekki að beita neinni til­gerð fyrir sig eða stælum – í með­förum hans rennur sagan einsog lygnt stór­fljót, nýtur þeirrar epísku breiddar sem örlög þeirra Munda og Manna, Ömmu Gógó og Badda frænda og Bóbó bróður – og allra hinna – krefj­ast.

Það er líka ann­að, sem ein­kennir sagna­mennsku Ein­ars Kára­son­ar, ekki síst þar sem hann stendur sjálfur frammi fyrir áheyr­endum sínum og segir frá því fólki, sem sumir myndu nú ein­fald­lega kalla „white trash“ okkar Íslend­ingar – fólks­ins, sem dag­aði uppi í hreysum og kofum eft­ir­stríðs­ár­anna og tókst ekki að láta draum­inn um betra líf ræt­ast og hvarf á end­anum í glitter og glamúr og yfir­borðs­lega afþrey­ing­ar­mennsku hinnar amer­ísku menn­ingar – hann dæmir eng­an.

Einar Kára­son hefur eng­ann á stall, hann veltir engum niður sem ekki gæti staðið upp sjálf­ur. Hann hefur ein­læga og djúpa samúð með sínu fólki. Hann lýsir því af nán­ast klínískri nákvæmni, en tekur enga sið­ferð­is­lega afstöðu til gjörða þeirra. Hann móralíserar ekki yfir sögu­per­són­un­um, vandar ekki um fyrir þeim í okkar eyru. Hann ber per­sónur sínar fram eins og þær eru – veskú, þetta eru Mundi og Manni, Amma Gógó og Baddi og Bóbó bróð­ir, með öllum sínum kostum og göll­um. Svona eru þau – þau geta vissu­lega gert ýmsa vit­leysuna, þau taka feil­stefnu í líf­inu en það eru bara ekki allir sem kunna á kompásinn. Gjörðir þeirra, sumar hverjar alveg út í hött og hugs­un­ar­laus­ar, verða að mein­leg­um, skringi­legum og hlá­legum upp­á­komum og við hugsum með okkur að þetta fólk er ekki með öllum mjalla, en alls staðar skín vænt­um­þykja og virð­ing sögu­manns í gegn og verður að okkar afstöðu til þess­ara per­sóna.

Þetta er fal­legur eig­in­leiki hjá sögu­manni. Slíkur sögu­maður beinir ekki aðeins athygl­inni að því góða sem býr í sögu­per­sónum hans – hann vekur einnig upp hið besta í áheyr­endum sín­um.

Það er full ástæða til að hvetja fólk að bregða sér í Land­náms­setur í Borg­ar­nesi til að láta snjallan sögu­mann vekja upp hið besta í manni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk