Óvirkur alkohólisti í aukahlutverki í eigin lífi

Safnað fyrir síðustu metrum af eftirvinnslu á stuttmyndinni „Drink My Life“ eftir Marzibil Sæmundsdóttur á Karolina Fund.

still3.png
Auglýsing

Stuttmyndin „Drink My Life” segir frá Steina, óvirkum alkohólista sem hætti að drekka þegar hann eignaðist son með kærustunni sinni. Hann vinnur í tveim vinnum til að ná endum saman fyrir fjölskylduna en á sama tíma vanrækir hann sjálfan sig, tilfinningalega og andlega, enda ekki mikið fyrir að ræða tilfinningar né takast á við þær. Steini er í hálfgerðu aukahlutverki í eigin lífi. Þegar afleiðingar þess holdgerfast í raunheimi fer Steini að stíga dans við varhugaverðan dansfélaga. Myndin er eftir Marzibil Sæmundardóttur og með aðalhlutverkið fer Ársæll S. Níelsson. 

Marzibil segir að „Drink My Life“ sétragíkómísk mynd vafin lykkju töfraraunsæis með smá skvettu af súrrealisma. Myndin er að hennar sögn um margt í anda fyrri stuttmynda Marzibilar þar sem hún nýtist frekar við myndmálið en samtöl, farið er út fyrir raunveruleikann inn í töfraraunsæi, súrrealisma og skilin milli ólíkra heima eða vídda eru oft óljós. 

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Ég byrjaði að skrifa þessa sögu fyrir u.þ.b. 9 árum þegar ég var í kvikmyndanámi. Ég hætti við að gera hana þá enda fannst mér nokkuð öruggt að hún væri flóknari í framleiðslu en svo að hægt væri að framkvæma vel í námi fyrir engan pening. Það var alveg rétt ályktað hjá mér. Handritið hef ég svo heimsótt og breytt af og til í gegnum tíðina og er lokaútgáfan frá 2018. 

Auglýsing
Hugmyndin kom reyndar til þegar ég var að spjalla við vin minn á Kaffibarnum um hugmynd að handriti fyrir skólamynd. Þessi vinur minn bendir þá á vin sinn sem stóð álengdar, súperhress og hrókur alls fagnaðar með helling af gaurum í kringum sig, og segir “Mér finnst að þú ættir að skrifa handrit um hann!” Það var ekki aftur snúið, sagan byrjað bara að eignast eigið líf í hausnum á mér. Þessi vinur vinar míns er líka vinur minn í dag og veit af þessu. Hann hefur af og til í gegnum árin fengið að fylgjast með þessari löngu fæðingu. Reyndar frekar magnað að þessi saga hafi ekki viljað sleppa fyrr en hún fengi að útskrifast af blaðsíðunum. Þeir fá báðir boðsmiða á forsýninguna að sjálfsögðu!“

Marzibil segir að Karolina Fund söfnunin snúist um að fjármagna síðustu metrana í eftirvinnslunni. „Við stefndum á að fara inn á Karolína Fund í mars s.l. en okkur fannst það ekki alveg málið eins og staðan var þá vegna Covid 19. Bíóhúsum var lokað, kvikmyndahátíðum aflýst og samfélagið allt fór í pásu. Þannig lá kannski ekki heldur eins mikið á að klára myndina þar sem ekki hefði verið hægt að sýna hana í neinu bíói. Nú vitum við svo sem að þetta ástand verður líklega viðvarandi í einhvern tíma og engar forsendur fyrir því að reyna ekki að klára myndina og sýna hana þegar aðstæður skapast, hér heima og á kvikmyndahátíðum erlendis. Við stefnum á að hafa sérstaka forsýningu í bíó þegar myndin er tilbúin með aðstoð velunnara í gegnum Karolína Fund. Ég hlakka mikið til að sýna þeim og öðrum sem koma að verkinu myndina í bíó, það verður alveg 23 mínútna rússíbani. Það er ekki mikið logn í myndinni ef svo má að orði komast.“

Hér er hægt að styrkja verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk