Kartöflur í nýju ljósi?

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Kartöflur eftir fjöllistahópinn CGFC í Borgarleikhúsinu.

Kartöflur
Auglýsing

CGFC & Hall­dór Eld­járn í sam­vinnu við Borg­ar­leik­hús­ið: Kart­öflur

Höf­und­ur: Hóp­ur­inn

Leik­stjórn: Hóp­ur­inn

Leik­mynd: Hóp­ur­inn

Tón­list: Hall­dór Eld­járn

Sviðs­hreyf­ing­ar: Marta Áka­dóttir

Leik­end­ur: Arnar Geir Gúst­afs­son, Birnir Jón Sig­urðs­son, Hall­veig Kristín Eiríks­dótt­ir, Ýr Jóhanns­dótt­ir.Þegar minnst er á kart­öflur sem heiti á leik­verki má eiga á ýmsu von. Ef und­ir­rit­aður miðar við annað af álíku tagi og sem finna má í eigin bóka­skáp, þá hefur bókin um baunir að geyma alls kyns fróð­leik um gildi bauna fyrir heilsu manns­ins; bókin um þorskinn segir frá fisk­inum sem hafði svo mikla þýð­ingu fyrir efna­hag heims­ins. Þannig mætti örugg­lega lengi telja. Kart­öflur eru til­tölu­lega ný fæða á borðum mann­kyns, a.m.k. þess hluta mann­kyns sem býr í Gamla heim­in­um, henni Evr­ópu, en hingað kom kartaflan frá Suð­ur­am­er­íku Kart­öflur heitir leik­verkið og er samið og sýnt af CGFC-hópn­um, sem getið hefur sér orðs sem fjöl­lista­hóps sem sam­anstendur af fjórum ein­stak­ling­um: Arnar Geir Gúst­afs­son er BA í félags­fræði úr Háskóla Íslands og MA í borg­ar­fræðum frá Kon­ung­lega tækni­há­skól­anum í Stokk­hólmi auk þess að hafa lært við Sjón­lista­deild Mynd­list­ar­skól­ans í Reykja­vík; Ýr Jóhann­es­dóttir er með BA-gráðu í Textíl­hönnun frá Glas­gow School of Art og Mynd­list­ar­skól­anum í Reykja­vík, en hún stundar nú nám í List­kennslu­fræðum við LHÍ; Birnir Jón Sig­urðs­son er með BA-gráðu af sviðs­höf­unda­braut frá LHÍ auk þess sem hann skrifar og gaf nýverið út sína fyrsta bók hjá For­lag­inu; þá er Hall­veg Kristín Eiríks­dóttir með BA-gráðu af Sviðs­höf­unda­braut LHÍ og diplóma gráðu í Leik­mynda­hönnun frá Centro Uni­versit­ario de Arte TAI í Madríd.

AuglýsingÞað er því alveg ljóst að það er fjöl­breyti­legur hópur kokka sem kemur að suðu á þeim kart­öflum sem í boði eru á Litla sviði Borg­ar­leik­húss­ins. Sýn­ingin var raunar frum­sýnd í vor sem leið og var þá til­nefnd til grímu­verð­launa sem Leik­rit árs­ins 2020, og fyrir vikið var hópnum boðið að sýna nokkrar sýn­ingar í Borg­ar­leik­hús­inu nú í haust, en upp­haf­lega var Kart­öflur sýnt undir for­merkjum verk­efnis á vegum Borg­ar­leik­húss­ins sem kall­að­ist Umbúða­laust; leik­húsið aug­lýsti eftir hug­myndum frá sviðs­lista­fólki yngra en 35 ára að sýn­ingum fyrir nýtt svið sem kall­að­ist Umbúða­laust – Stúdíó Borg­ar­leik­húss­ins og sem starf­rækt var á þriðju hæð húss­ins. Ætl­unin var að þróa þar vett­vang til að þróa hug­myndir og setja upp sýn­ingar í hráu rými með lít­illi umgjörð og starf­semi þessa nýja sviðs átti (og á jafn­vel enn – sjáum hvað setur þegar starf­semi húss­ins verður komin í eðli­legt horf að loknu covid-tíma­bili) að efla tengsl yngstu kyn­slóðar sviðs­höf­unda við áhorf­end­ur.Að öðru leyti er fer­ill Fjöl­lista­hóps­ins CGFC næsta ótrú­leg­ur. Hann varð til árið 2015 eftir að með­limir hóps­ins höfðu starfað í Skap­andi Sum­ar­störfum í Kópa­vogi, en saman náðu þeir sama haust, með því að ramba á nor­ræna styrk­um­sókn sem fleytti hópnum til Nor­egs þar sem þau suðu saman nýstár­legt verk sem vakti næga athygli til að þeim var boðið að sýna á Akur­eyri og þar varð til sýn­ingin Skugga-­Sveinn. Aftur fékk svo hóp­ur­inn nor­rænan styrk til að skapa og sýna verk um land allt, í Fær­eyj­um, Helsinki og Luleå. Þvínæst fylgdi sýn­ing um ein­elti og eftir það var komið að Kart­öflum á ótrú­legum ferli hóps­ins. Haustið 2018 var sótt um lista­manna­laun til að gera verk um kart­öfl­ur. Ekki fékk hóp­ur­inn lista­manna­laun­in, en hug­myndin var engu að síður komin á flug og náði á end­anum far­sælli lend­ingu ásamt tveimur öðrum verk­efnum á hinu nýja til­rauna­sviði Borg­ar­leik­húss­ins.

Kartöflur Mynd: AðsendHóp­ur­inn vildi „kafa í lægsta sam­nefn­ara Íslend­inga, kart­öfl­una“, svo vitnað sé til bréfs frá einum með­lima hóps­ins í bréfi til und­ir­rit­aðs. Hóp­ur­inn leit­aði í sögu­legar heim­ildir um kart­öflur og fann þar m.a. afar merki­lega sögu um Helgu Gísla­dóttur kart­öflu­bónda, sem mun vera eini Íslend­ing­ur­inn sem hefur fengið kart­öflu­yrki nefnt eftir sér, hann leit­aði til afkom­enda Helgu og ann­arra kart­öflu­bænda, leitað var sam­starfs við kart­öflu­fram­leið­endur í Þykkvabæ og rætt við Hildi Hákon­ar­dótt­ur, lista­konu og rit­höf­und. Öllu þessu efni og meira til var síðan mokað upp á sviðið og hóp­ur­inn fór að skapa úr því sýn­ingu.Og hvernig hefur þá til tekist? Hvað segir fjöl­lista­sýn­ingin Kart­öflur um Íslend­inga og þennan algenga og hvers­dags­lega rót­ar­á­vöxt sem við leggjum okkur til munns? Fáum við að vita eitt­hvað nýtt, eitt­hvað bylt­ing­ar­kennt, eitt­hvað sem hingað til hefur verið hulið sjónum okk­ar?Það skal fyrst tekið fram, að und­ir­rit­aður er yfir­leitt vel stemmdur fyr­ir­fram gagn­vart verkum þar sem til stendur (eða það heldur und­ir­rit­aður að minnsta kosti) að taka fyrir eitt­hvert fyr­ir­bæri úr sögu og/eða menn­ingu þjóðar eða und­ir­hóps og varpa á það nýju ljósi og setja í nýtt sam­hengi. Það fylgir því ávallt ein­kenni­legur léttir að upp­götva með hjálp list­rænnar frá­sagnar nýtt og óvænt sam­hengi hlut­anna, það er líkt og hug­ur­inn losni úr spenni­treyju og fái að draga að sér ferskara loft, hann verður frjáls­ari og víð­sýnni og finnur sig allt í einu reiðu­bú­inn að takast á við veru­leik­ann haf­andi öðl­ast nýjan styrk. Þetta er sú blessun sem fylgir allri list þar sem tek­ist er á við grund­vall­ar­spurn­ing­ar, leitað undir yfir­borðið og kafað eftir dýpri merk­ingu. Það, að takast á við kart­öfl­ur, getur einmitt falið í sér slík átök með til­heyr­andi frels­is­til­finn­ingu þegar ný þekk­ing festir rætur í tilfinninga­líf­inu.Og svo vikið sé að spurn­ing­unni – fáum við að sjá kart­öflur í nýju ljósi? – þá er svarið beggja blands. Í upp­hafi sýn­ing­ar­innar er sagt frá konu að nafni Helga Gísla­dótt­ir. Hún var á sínum tíma kart­öflu­bóndi sem rækt­aði kart­öflu­yrki sem hlaut á end­anum þann sess að vera flokkað sem sjálf­stætt yrki og fékk eigið nafn: Helga, eftir bónd­anum sem hafði tek­ist að rækta það. Kartaflan Helga þótti víst fyr­ir­taks rót­ar­á­vöxtur og átti sann­ar­lega skilið þennan sess. Og það hefði verið gaman að heyra meira af Helgu og örlögum henn­ar, ekki síst í ljósi þess að leik­hóp­ur­inn gerði þrjósku­lega og ástríðu­fulla til­raun til að leið­rétta upp­lýs­ingar á heima­síðu þar sem Helga var rang­feðruð.

Kartöflur Mynd: AðsendEn ein­hvers staðar í ferl­inu er eins og hafi vaknað spurn­ingin um beikon­bugð­ur. Og þá fer af stað önnur saga, miklum mun lít­il­væg­ari en sagan af Helgu, sem var veru­lega spenn­andi. Beikon­bugður hafa þann eina skyld­leika við kart­öflur að vera fram­leiddar í Þykkva­bæn­um, þær munu á sínum tíma hafa verið flokk­aðar sem Þykkva­bæj­ar­snakk, og þeirri spurn­ingu er varpað fram, óljóst að vísu, hvort beikon­bugður hafi verið fram­leiddar úr sama hrá­efni og kart­öflu­flög­ur. Það kemur svo í ljós að beikon­bugður eru hvorki kart­öflur né beikon heldur í raun veganísk fram­leiðsla. Það er í sjálfu sér athygl­is­verð upp­götvun og það má vel halda því fram að það segi sitt um mat­ar­menn­ingu Íslend­inga og vest­rænna þjóða almennt. Það er líka vel hugs­an­legt að það hefði mátt nota sem einn sögu­þráð af mörgum í fjöl­lista­sýn­ingu.Það er auð­vitað ætlun hóps­ins. En hér verður úr það sem Þór­bergur Þórð­ar­son hefði á sínum tíma kallað rugl­anda; með beikon­bugð­unum er eins og sýn­ing­unni fat­ist flug­ið, tengslin milli þeirra og kartafl­anna er óskýr og ekki hirt um að hlúa að tengsl­unum þannig að áhorf­andi sé áreynslu­laust með á nót­un­um. Og það sem verra er, sagan af Helgu kart­öflu­bónda gufar upp og birt­ist ekki fyrr en í lokin með frá­sögn af gjörn­ingi þegar Land­bún­að­ar­ráðu­neyt­inu er fært mál­verk af Helgu og þá er eig­in­lega búið að skop­gera sög­una af Helgu og smækka hana og sögu henn­ar. Sem er synd, Helga kart­öflu­bóndi á það tæp­ast skil­ið.Hóp­ur­inn hefði unnið á því að fá til liðs við sig tvo krafta: drama­t­úrg, sem hugs­an­lega hefði getað komið nokkru skikki á frá­sögn­ina, gert hana heil­steypt­ari, og svo leik­stjóra, sem hefði getað sam­ræmt krafta leik­ar­anna. Leik­ar­arnir eru mis­jafnir að tækni­legri kunn­áttu en það sem einkum truflar við leik­inn er, að það tekst hvergi að byggja karakter í sýn­ing­una, engum leik­ar­anna tekst raun­veru­lega að kom­ast frá sjálfum sér og inn í þá sögu sem þó er verið að segja. Fyrir vikið verður sýn­ingin eins konar blend­ingur gjörn­ings og leik­sýn­ingar og miðað við efnið og þó þau efn­is­tök sem lagt er upp með hefði verið eðli­leg­ast að vinna að því að vinna sýn­ing­una í átt að hefð­bund­inni leik­sýn­ingu. Leik­hóp­ur­inn hefur hér sjálfur ann­ast þá leik­stjórn sem við er höfð og vissu­lega segir mál­tækið að sjálfs sé höndin holl­u­st, en hér á það ekki við.Það getur einatt verið styrkur að utan­að­kom­andi þekk­ingu og það sést vel þegar hóp­ur­inn beitir öguðum sviðs­hreyf­ing­um. Þótt þær séu ein­faldar í sniðum eru þær hann­aðar og æfðar af Mörtu Áka­dóttur og þau atriði lyfta sýn­ing­unni veru­lega og verða merk­ing­ar­ber­andi; hið sama má segja um tón­list og hljóð­mynd Hall­dórs Eld­járns, sem er á köflum afburða­góð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiFólk