Söngleikurinn FIMM ÁR!...fórstu strax að hugsa um risastór dansnúmer?...„jazz hands", litríka búninga og eins og eitt stepp atriði? Þó svo að það sé uppskriftin sem við höfum vanist, er söngleikjaformið mun fjölbreyttara. The Last Five Years er viðkvæm saga með mikilli nánd og segir frá fimm ára sambandi Cathy og Jamie. Það sem er sérstakt við frásögnina er að söguþráður Cathy gerist í öfugri tímaröð en Jamie segir frá sambandinu á sama tíma en í réttri röð.
Verkið verður flutt af tveimur leikurum, þeim Júlí Heiðari Halldórssyni og Viktoríu Sigurðardóttur, og með þeim er þriggja manna band skipað Einari Bjarti Egilssyni, Hildigunni Halldórsdóttur og Sigurði Halldórssyni. Safnað er fyrir uppsetningu verksins á Karolina Fund.
Söngleikurinn, sem heitir á ensku The Last Five Years, hefur náð gríðarlegum vinsældum á Broadway og West End og hefur skipað sér ákveðinn sess í söngleikjaheiminum sem og höfundurinn, Jason Robert Brown. Hann byggði söngleikinn á eigin ástarsambandi við leikkonuna Theresu O'Neill. Leikkonan kærði síðar Brown því að verkið segir sögu sambands þeirra einum of ýtarlega fyrir hennar smekk. Brown ákvað þá að kæra O'Neill tilbaka fyrir að hafa truflað sitt listræna flæði... Seinna sá Brown að sér og breytta Cathy(persónunni sem táknar O'Neill) úr írskum kaþólikka í gyðing með laginu Shiksa Goddess sem heitir núna á íslensku „Heiðna Gyðja“ í snjallri og nútímalegri þýðingu Jóhanns Axels Andersen.
Hún segist ekki hafa getið hætt að syngja lögin úr sýningunni og lét sig dreyma um að fá að setja þetta verk upp einhvern tímann. „Þó svo að ég algjörlega elski risastórar sýningar með öllum þeim leikhústöfrum, konfettí og glimmer sem fyrirfinnst þá er það sem heillar mig mest við þetta dásamlega listform einfaldlega það að vera með sögu í höndunum og reyna að fleyta hverju smáatriði alla leið í skilning áhorfandans, helst í gleði og hláturstöðina. Og það er það sem söngleikurinn Fimm ár er. Ekkert meira, ekkert minna.“
Söngleikurinn FIMM ÁR verður sýndur 24. október í Hörpu. Hægt er að styrkja verkefnið hér.