Klezmer-partývél úr látúni

Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.

_DSF5304.jpg
Auglýsing

Hljómsveitin Látún skellti sér í Stúdíó Sýrland í sumar og tók upp tíu lög, þar af átta frumsamin. Til að klára fjármögnun á framleiðslu plötunnar ákvað bandið að hefja hópfjármögnun á Karolina Fund.

Hljómsveitin Látún hefur verið starfandi frá 2018 og telur sjö meðlimi, sem eru Eiríkur Stephensen sem spilar á baritonsax, slagverk og syngur bakraddir, Fjalar Sigurðarson á túbu, Halldóra Geirharðsdóttir sem spilar á altosax og syngur bakraddir, Hallur Ingólfsson trymbill sem sér einnig um hróp og köll, Sólveig Morávek á tenórsax og syngur bakraddir, Sævar Garðarsson á trompet og Þorkell Harðarson sem leikur á altósax og klarínett.

Auglýsing
Á plötunni, sem mun bæði koma út sem LP-vinylplata og geisladiskur, er að finna tíu lög og þar af eru átta frumsamin. Auk frumsömdu laganna má finna á plötunni Vegir liggja til allra átta eftir Sigfús Halldórsson og Ave Eva eftir Megas en Magga Stína syngur síðarnefnda lagið með hljómsveitinni. Upptökustjórn og eftirvinnsla var í höndum Hafþórs Tempó Karlssonar.

Sævar trompetleikari Látúns segir að það hafi ansi fljótt orðið ljóst í hvað stefndi þegar hljómsveitarmeðlimir fóru að mæta með frumsamin lög á æfingar. „Frá byrjun var enginn einn tónlistarstíll undir en einhvern veginn var mest spilað af balkan-klezmer-fönk-salsa skotnum lögum og það varð að lokum stefna hljómsveitarinnar. Flest laganna eru því af hressustu gerð en þó eru tvö þarna inn á milli sem stíga ögn léttar til jarðar. Það mætti kalla þetta balkan-fönk, eða kannski klezmer-ska en inn á milli fléttast karabískir tónar. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að kalla sveitina Klezmer-partývél úr látúni. Það var nokkuð ljóst frá upphafi að þessi lög væru á leiðinni á plötu og með styrk frá Hljóðritasjóði í vor var ráðist í upptökur í Stúdíó Sýrlandi.“Hljómsveitin að störfum.

Sævar segir að það hafi ekki verið lagt upp með neitt sérstakt þema í upphafi en þegar horft sé á plötuna og hljómsveitina sjálfa þá sé augljóslega um að ræða einskonar suðupott. „Suðupott af fólki úr mismunandi áttum (tónlistarfólk, leikari, tveir verkfræðingar og kvikmyndaframleiðandi) og suðupott úr tónlistarstefnum og hugmyndum sem mynda þessa plötu. Suðupottur sem upphaflega varð til milli félaga í Lúðrasveitinni Svan en síðan vorum við svo heppin að fá Hall og Dóru með í hópinn. Hljóðfæraskipanin er ansi sérstök og það eitt og sér býr til einstaka stemmningu sem gaman er að hafa náð að fanga í upptökum og núna væntanlega á plötu.  Vonandi tekst okkur að fylgja plötunni eftir sem fyrst með tónleikum en tíminn verður að leiða í ljós hvenær það verður hægt, svona í ljósi heimsfaraldursins.

Það bregst ekki þegar Látún spilar á tónleikum að viðstaddir missi vald á fótum sínum og fara út á gólf að sprikla. Enda er þetta afskaplega dansvæn tónlist, uppfull af takti og guðdómlegri innri spennu sem hefur þessi áhrif á þá sem á hlýða. Nú er málið að koma plötunni út og gera sig klár fyrir að heimsfaraldrinum linni, svo hægt sé að hittast, dansa og faðmast. Þá er gott að eiga sveit eins og Látún innan handar sem kemur blóðinu til að ólga og fótum til að bera búkinn á dansgólfið.

Það má meira að segja forkaupa Látún í partý á Karolina Fund síðunni – það loforð verður reyndar ekki uppfyllt fyrr en eftir að faraldurinn rénar og partýhömlur verða teknar af okkur.“

Hægt er að skoða verkefnið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk