„Eignast Jeppa“ á veglegum vínyl

20 ára þriggja vinyl-plötu afmælisútgáfa hljómsveitarinnar Stafræns Hákonar er í pípunum. Safnað er fyrir henni á Karolina fund.

EignastJeppaMockupVinyl.jpg
Auglýsing

Staf­rænn Hákon (einnig þekktur sem Ólafur Jós­eps­son) vakn­aði eins og púpa til lífs­ins vorið 2001 þegar platan „Eign­ast jeppa” var gefin út af tón­list­ar­mann­inum sjálf­um. Henni var dreift í helstu hljóm­plötu­versl­anir á þeim tíma eins og Hljóma­lind, 12 Tóna og Jap­is. Nokkuð snögg­lega vakti hún tölu­verða athygli meðal tón­list­ar­manna og áhuga­manna við útgáfu sína. Platan þótti hrá, sveim­andi og naum­hyggju­leg því mús­íkin féll vel inn í tón­list­ar­um­hverf­ið, en hið svo­kall­aða „síð­/sveim­rok” hafði gert vart um sig á þessum tím­um. Staf­rænn Hákon hafði með plöt­unni sýnt fram á að hver sem er gæti unnið sitt efni alfarið á eigin spýt­um. Upp­tökur voru fram­kvæmdar í kjall­ara for­eldra hans, vopn­aður 4-rása kasettu­tæki, hljóð­færum og þar til gerðum verk­færum sem nauð­syn­leg þóttu til slíks heima­brúks.

Platan var svo gefin út af tón­list­ar­mann­inum sjálfum sem keppt­ist við að „brenna” geisla­diska, líma saman plötu­hulstur til að ann­ast eft­ir­spurn sem hafði myndast, þá sér­stak­lega í hinni sál­ugu Hljóma­lind. Lít­ill fugl hvísl­aði því að hátt í 300 diskar hafi rokið þaðan út, sem þótti prýðis árangur hjá slíkum nýgræð­ingi á svið­inu. Tón­listin sem Staf­rænn Hákon hafði skapað á þess­ari plötu hefur seint talist lík­leg til vin­sældar á sam­tíma-vin­sælda­listum hljóð­vakans, en hún þótti athygl­is­verð og þar við sat. Síðan þá hefur Staf­rænn Hákon gefið út með þó nokkru jöfnu milli­bili 11 stórar plötur ásamt því að leggj­ast þó nokkrum sinnum í stuttar spila­ferðir erlend­is. Plötur hans hafa komið út á vegum erlendra útgáfu­fyr­ir­tækja í gegnum árin og mætti segja að platan „Eign­ast jeppa” hafi opnað fyrir tón­list­ar­mann­inum þá gátt. Banda­ríska útgáfan Secret Eye gaf svo „Eign­ast jeppa” plöt­una út árið 2003 í mjög tak­mörk­uðu upp­lagi.

Auglýsing
Stafrænn Hákon segir að verk­efnið hafi verið nokkuð óum­flýj­an­legt, af þeirri ástæðu að platan á afmæli á næsta ári. „Þessi plata er eins og hún er, barn síns tíma og ég kannski var aldrei 100% ánægður með hana þegar ég gaf hana út fyrst. Vænt­um­þykjan var samt til staðar og það eru lög þarna sem eiga fast sæti í hjarta mínu. Senni­lega er það vegna þess að platan er sú fyrsta sem ég geri alfarið einn míns liðs. Platan verður sem sagt 20 ára gömul á næsta ári, sem mér fannst bara mjög stór og mik­il­fengur áfangi í sjálfu sér. Opn­að­ist því sá gluggi uppá gátt til að end­ur­skoða þetta verk aðeins nánar og sjá hvort hægt væri eitt­hvað að gera til að vekja gamlan vin úr vægum svefni. En platan var hljóð­rituð alfarið á kasettu­tæki með 4 rás­ir. Spól­urnar hafa legið í dvala ofaní skúff­unni og lítið sem ekk­ert að þeim hlú­ið, enda kannski engin ástæða til. Um tíð­ina hef ég kom­ist yfir ögn betri raf­magns­tæki og tólum til tón­list­ar­sköp­unar í stúd­íó­inu sem ég hef komið mér upp útí bíl­skúr. Til­raunir hófust því og efnið var yfir­fært í tölv­una til frek­ari rann­sókn­ar. Til mik­illar lukku þá hljómar þetta bara betur ef eitt­hvað er núna eftir yfir­færsl­urn­ar.“Ólafur Jósepsson, einnig þekktur sem Stafrænn Hákon. 

Þema verk­efn­is­ins er nokkuð skýrt að sögn Staf­ræns Hákon­ar; 20 ára afmæl­is­út­gáfa á fyrstu plöt­unni með til­heyr­andi efni og auka­efni. „Þegar ég opn­aði spólu­skúff­una fannst við grand­skoðun ýmis­legt efni sem ekki rataði á plöt­una í upp­hafi. Miklar vanga­veltur hófust varð­andi inni­hald skyldi prýða þessa veg­legu við­hafnar­út­gáfu. Staf­rænn Hákon hefur verið síð­ustu árin starfað sem hljóm­sveit, en ekki ég ein­sam­all eins og það var fyrstu svona 10 árin eða svo. Ég ræddi því við núver­andi hljóm­sveit­ar­með­limi Staf­ræns Hákonar og bar undir þá hug­mynd að taka upp plöt­una í nýrri útgáfu bara eins og við værum að fara að gera splunku­nýja plötu, leyfa því svo að vera sem auka­efni á þess­ari end­ur­út­gáfu. Sú hug­mynd var snar­lega sópuð af borð­inu. Mér fannst hún afbragðs hug­mynd þó hinir voru ekk­ert sér­stak­lega sam­mála mér um það. Þeir voru heið­ar­legir og fannst þessi fyrsta plata Staf­ræns vera ein­getið hugverk sem til­heyrði mér, sem það rétti­lega er. Ég tók því þessa pæl­ingu bara áfram eins míns liðs og end­ur­hljóð­rit­aði lögin öll aftur ásamt öðrum gömlum ókláruðum óheyrðum hug­mynd­um, end­ur­hljóð­blönd­uðum lögum frá nokkrum af mínum eft­ir­lætis íslensku raf­tón­list­ar­mönn­um,  og fá þau að njóta sín hér. Það var viss áskorun að fara í slíka aðgerð að hljóð­rita lög aft­ur, því ég hefði getað farið langt út fyrir rammann og farið í ein­hverja allt aðra átt með þetta. Það væri óheið­ar­leg nálgun á þetta verk, sökum ein­fald­leik­ans sem býr á bak­við plöt­unn­ar. Ég við­ur­kenni fús­lega að ég hefði alveg þegið nokkrar auka rásir á kasettu­tækið á sínum tíma. Þá var bara að koma sér eftir fremsta megni í sama ástand og árið 2001 og gera þessum lögum eins góð skil og ég gat eftir þeirri upp­skrift sem upp­haf­lega var gerð. Sveigj­an­leik­inn var meiri og nú skildi vanda sig örlítið meira við lögin og hver veit nema að nýju útgáf­urnar hafi sama sjarma og heið­ar­leika og gömlu útgáf­urn­ar. Það kemur í ljós.



Hér er hægt að taka þátt í fjár­mögn­un­inni og for­kaupa vinyl plöt­una.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk